Vantar ráð um sjónvarpskaup

Svara
Skjámynd

Höfundur
Output
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Lau 16. Apr 2011 15:46
Staða: Ótengdur

Vantar ráð um sjónvarpskaup

Póstur af Output »

Sælir,

Núna er verið að kaupa nýtt sjónvarp á heimilið þá þarf maður nátturulega að fá ráð hjá ykkur :D Ég er að skoða þetta sjónvarp og lýst ágætlega á það, http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL5405H" onclick="window.open(this.href);return false; En eins og ég sagði maður verður að fá ykkar álit. Svo hvernig finnst ykkur um þetta sjónvarp? Gætuð þið kannsku gefið manni ábendingar? :oops: Er enginn tölvugúru eins og þið. Og síðan hef ég eina aðra fljóta spurningu handa ykkur. Afhverju er þetta sjónvarp HD Ready? Ég hélt að HD Ready er þegar það er ekki hærri upplausn en 1024x768. http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=46FE9234B" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

Höfundur
Output
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Lau 16. Apr 2011 15:46
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð um sjónvarpskaup

Póstur af Output »

Getur enginn hjalpað mer? :(
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð um sjónvarpskaup

Póstur af worghal »

númer eitt í það að byðja um ráð um kaup á hinu og þessu, nefna budget !
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð um sjónvarpskaup

Póstur af Haxdal »

Númer 1 og 2 við Sjónvarpskaup er að kaupa EKKI "HD Ready" tæki, fá sér 1080p eða sleppa því bara.
Númer 3, ekki kaupa sjónvarp með innbyggðum DVD spilara þau eru drasl.

Svo er gott að hafa í huga að það er ekki jafn mikið bögg með Plasma tækin í dag einsog var fyrir nokkrum árum (Burn-in, langur aðlögunartími fyrir litina, etc) svo þau eru orðin fínn kostur fyrir þá sem nenna ekki að standa í veseni (+ litirnir eru mun dýpri en í LCD tækjum), bara hafa í huga við Plasma tækin að það þarf að flytja þau lóðrétt, þ.e. ekki leggja þau niður.

Getur kíkt á Flat Panels og séð hvort þeir séu með review um panelinn á sjónvarpinu sem þú hefur í hyggju að kaupa, eru oft með góðar umfjallanir og hvernig á að fá sem mest útúr panelnum/tækinu.
http://www.flatpanelshd.com/

Er sjálfur að pæla í að fá mér http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42S30Y í vetur, eða ef ég mun hafa efni á því þá fá mér http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42G30 :)
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Hauksi
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fös 28. Mar 2008 15:12
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð um sjónvarpskaup

Póstur af Hauksi »

Í hvað á að nota tækið?
Hvar verður það staðsett?
Hversu langt verður setið frá því?

Hd ready: tæki sem er tilbúið fyrir HD-merki.

Hd ready sjónvarp er með 1366x768 eða 1024x768 upplausn
Hd ready 1080p sjónvarp er með 1920x1080 upplausn og margir kalla "full hd"
Skjámynd

Höfundur
Output
Ofur-Nörd
Póstar: 213
Skráði sig: Lau 16. Apr 2011 15:46
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð um sjónvarpskaup

Póstur af Output »

Já..Ég átti kannski að gefa ykkur fleiri upplýsingar :P En verðþakið er bara aðeins undir 200k, Tækið verður bara notað í sjónvarpsgláp og PS3. Það verður setið svona 4-5 metrar frá því. Skil ekki hvað þú meinar með hvar það verður staðsett, þú veist..Það verður bara fyrir framan sófa... :?

Hauksi
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fös 28. Mar 2008 15:12
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð um sjónvarpskaup

Póstur af Hauksi »

Tækið staðsett..Mun lofta vel um það,sum tæki hitna mikið sér í lagi plasma
Hefur þú stjórn á lýsingunni í sjónvarpsherberginu, ef svo er þá ertu í góðum málum.
speglun=endurkast ljóss frá skjánum minnkar myndgæði verulega.
Mattur eða glossy skjár....Hafi maður ekki stjórn á lýsingunni þá tæki ég mattan.

Ef ég þyrfti að kaupa mér sjónvarp í dag þá tæki ég þetta ef verðið væri max 200.000
Ég sit 2,5-3m frá tækinu.
http://hataekni.is/is/vorur/5000/5020/TX-P42G20E/" onclick="window.open(this.href);return false;
Svara