ATI vs. Nvidia, baráttan hefst brátt aftur!

Svara

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

ATI vs. Nvidia, baráttan hefst brátt aftur!

Póstur af wICE_man »

Jæja þá eru skjákortarisarnir að fara að koma með næstu kynslóð af skjákortum og er víst að öllu verði flaggað til að ná kórónunni, nvidia hefur gefið út að næsta skjákort þeirra eigi að vera hraðast en ATI eiga ekki eftir að láta það gerast möglulaust. Keppendurnir eru sem hér segir:

Nvidia NV40
Þetta skrímsli verður byggt með 16 (8 tvöföldum) pípum og með PS3.0 shaderum, klukkuhraði verður sennilega um eða yfir 500MHz og topp kortin munu nota GDDR3 minni á 600MHz.

ATI R420
ATI fer hefðbundnari og hógværari leiðir, þeirra kort verður með 12 einföldum pípum sem munu keyra á ca. 500MHz og einungis með stuðning við PS2.0 en leggja áherslu á að hafa þá hraðvirkari en keppinautur þeirra rétt eins og tilfellið er nú. Þeir munu einnig nýta GDDR3 minni fyrir topp módelin sem verður sennilega í kringum 500MHz.

Þetta verður tvísýnt og eflaust verða þau sterk á ólíkum sviðum sökum mismunandi útfærslu þeirra.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Lítill fugl hvislaði að mér að þessi kort verði AGP8X en ekki PCI-X eins og margir bjuggust við. PCI-X er búið að vera núna í ár a server móbóum svosem Dell server maskínum og það er ekkert voðalega vinsælt að setja neitt í þetta.

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af wICE_man »

Ég held að þau muni koma bæði sem AGP8X og PCI-X.
Svara