Sælir sérfræðingar, getur einhver upplýst mig um hvað Intel Centrino örgjörfin er og hvað hann stendur fyrir. BT er að auglýsa þessa örgjörfa í fartölvum og segja að 1.4 centrino sé "hraðari" en p4 2.4
Er þetta sölubrella eða eitthvað rosalega sniðugt
BTW ég er ekki að fara að versla mér neitt frá BT svo þið getið sparað ykkur bögg um það
Bara forvitinn um málið
Centrino örgjörvinn er vissulega einhver besti örgjörvi sem Intel hefur framleitt og í vissum tilfellum er 1.4GHz Centrino hraðari en P4 2.4GHz en ég held samt að yfir heildina litið sé P4 örgjörvinn aðeins afkastameiri.
Málið er að centrino tekur miklu minni straum en P4 örgjörvar og því endist rafhlaðan í vélinni uppí tvöfalt lengur sem er gríðarlega mikilvægt fyrir fartölvu. Ég myndi hiklaust mæla með centrino umfram P4 í fartölvu, ef þú vilt á annað borð geta notað hana þar sem ekki er auðveldur aðgangur að rafmagni.
Semsagt, hann er sennilega ekki hraðri en 2.4GHz P4 en er næstum jafn hraður, notar miklu minni straum og hitnar miklu minna.
Ok gott mál og takk fyrir svörinn. En þá er næsta spurning, er þetta nýtt eða mjög dýrt og af hverju er þá þessi örgjörfi ekki í almennri sölu og móðurborð fyrir hann osfr......
Eða er það kannski á dagskrá
Þetta er bara fyrir laptop.Og lappa framleiðendur geta ekki bara set Centrino CPU og kallað vélina Centrino hún verðu að vra með WiFi og einhverju örðu hlutum sem ég mann ekki alveg núna til að geta kallað Centrino.Sýiðan eru þeir dýrir 2.4c er mikið ódýrari
ég sá um daginn fyrirtæki sem hýsir netþjóna fyrir klön(semsagt leikja þjóna ) og þeir vildu bara nota p3 örgjörva í dedicated netþjónana enn ekki p4 þarsem þeir eru ekki að skila nægilegum afköstum miðað við verð
Vilezhout skrifaði:ég sá um daginn fyrirtæki sem hýsir netþjóna fyrir klön(semsagt leikja þjóna ) og þeir vildu bara nota p3 örgjörva í dedicated netþjónana enn ekki p4 þarsem þeir eru ekki að skila nægilegum afköstum miðað við verð
No offence en meðal CS'arinn er ekki beint að stíga í vitið. (skemmtilega orðað? )
Ég held að þessir menn sem voru að nota Centrino örgjörfa fyrir servera séu líka að gera það vegna þess að þeir þurfa ekki að kaupa jafn mikið af rafmagni og ef þeir notuðu P4. Menn eru farnir að líta til Íslands með að geyma fyrir sig servera sem þurfa mikið rafmagn vegna þess að hér er það umhverfisvænt og ódýrt.
Buddy skrifaði:Ég held að þessir menn sem voru að nota Centrino örgjörfa fyrir servera séu líka að gera það vegna þess að þeir þurfa ekki að kaupa jafn mikið af rafmagni og ef þeir notuðu P4. Menn eru farnir að líta til Íslands með að geyma fyrir sig servera sem þurfa mikið rafmagn vegna þess að hér er það umhverfisvænt og ódýrt.
Það er nú eginlega farið að verða bannað að gera virkjanir hérna
Alltaf svaka mótmæli (er ekki að tala um kárahnjúkavirkjun)
Minn Centrino 1.4 lappi er yfirleitt að vinna hraðar en 2.4 800fsb tölvan mín... Er það ekki rétt hjá mér að það sé ekki hægt að tengjast þráðlaust á netið nema með Win XP pro? Sá nefnilega Centrino vélar til sölu e-sstaðar með XP home, undarlegt...