Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Allar tengt bílum og hjólum

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af axyne »

Marmarinn skrifaði:
gardar skrifaði:Þarft nú engar gífurlega aðstöðu til þess að smyrja bíl sjálfur, getur gert þetta úti á bílastæði.

Það sem þarf er
  • Tjakkur (eða ekki ef þú ert á jeppa)
  • Bali eða annað ílát til að grípa olíuna.
  • Basic verkfæri (sem allir ættu að eiga)
  • Bjór
fyrst þarftu að fara í n1 eða álíka sjoppu, kaupa síu og nýja skinnu á pönnuboltann.
svo þarftu að losa olíuna í sorpu.
þú þarft að eiga olíusíutöng, ekki alveg basic verkfæri, gætir þurft 2 mismunandi stærðir eftir bílum.

það er mun minna maus að fara bara í kvikkfix, ég tala af reynslu. það er hreinlegra, ódýrara og auðveldara en að gera þetta sjálfur.
sammála, ég prufaði einu sinni að skipta sjálfur um olíu á gamla bílnum mínum,
fannst umstangið í kríngum þetta ekki vera þess virði.
Basic verkfæri var heldur ekki lykilinn sem þurfti á boltann á pönnunni!

En væri maður með skúr með gryfju og eiga allar nauðsynlegar græjur þá fyndist mér sjálfsagt að gera þetta sjáfur.
Electronic and Computer Engineer
Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2334
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af Klaufi »

gardar skrifaði: No shit sherlock :)

Það var samt ennþá að leka eftir 2 tíma, seinast þegar ég drainaði bíl.
Ekki tappaðirðu kaldri olíu af?
Marmarinn skrifaði:
fyrst þarftu að fara í n1 eða álíka sjoppu, kaupa síu og nýja skinnu á pönnuboltann.
svo þarftu að losa olíuna í sorpu.
þú þarft að eiga olíusíutöng, ekki alveg basic verkfæri, gætir þurft 2 mismunandi stærðir eftir bílum.

það er mun minna maus að fara bara í kvikkfix, ég tala af reynslu. það er hreinlegra, ódýrara og auðveldara en að gera þetta sjálfur.
Yfirleitt eru þetta eir hringir, nóg að hita þá vel (nægur hiti frá kveikjara) og snöggkæla, þá er búið að taka spennuna úr þeim..
Mynd
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af gardar »

klaufi skrifaði:
gardar skrifaði: No shit sherlock :)

Það var samt ennþá að leka eftir 2 tíma, seinast þegar ég drainaði bíl.
Ekki tappaðirðu kaldri olíu af?

Nei ég er ekki alveg glær :)

Prófið þetta bara sjálfir, olían rennur sko ekki öll úr á 5mín.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af GuðjónR »

gardar skrifaði:Nei ég er ekki alveg glær :)
:-k
Skjámynd

oskar9
vélbúnaðarpervert
Póstar: 943
Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af oskar9 »

gardar skrifaði:
klaufi skrifaði:
gardar skrifaði: No shit sherlock :)

Það var samt ennþá að leka eftir 2 tíma, seinast þegar ég drainaði bíl.
Ekki tappaðirðu kaldri olíu af?

Nei ég er ekki alveg glær :)

Prófið þetta bara sjálfir, olían rennur sko ekki öll úr á 5mín.

mín rennur nánast öll úr á örfáum mínútum, og bílinn minn tekur 8 lítra af olíu, ef hann er orðinn vel heitur þá streymir hún allveg út, þarft ekkert að ná hverjum einasta dropa úr ef menn skipta reglulega
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
Skjámynd

kemiztry
Gúrú
Póstar: 592
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:15
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af kemiztry »

Sel bílinn og kaupi mér bíl sem er nýsmurður.
kemiztry
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af pattzi »

GuðjónR skrifaði:Já ætli maður skoði ekki þetta kvikkfix, nú eða renni upp á skaga er ekkert lengur að renna þangað :)
Er ekki með aðstöðu til að gera þetta sjálfur.

hann tekur bara pening bara láta þig vita ekki kort

fyrsta skipti sem bíllinn hérna heima fór þangað þá þurftum við að millifæra á smurstöðina vegna þess að hann tekur bara pening.

Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af Jim »

kemiztry skrifaði:Sel bílinn og kaupi mér bíl sem er nýsmurður.
Mynd
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af ZiRiuS »

GuðjónR skrifaði:Ég ætla að fara með annan bílinn á kvikkfix...og ef ég verð ánægður þá fer ég með hinn líka :)
Láttu okkur endilega vita hvernig þjónustan og verðið er þarna. Ég þarf að fara að hjólastilla bílinn minn og spurning um að tjékka á þessu ef það er þess virði.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af zedro »

KvikkFix er klárlega málið, svo færðu líka vöflur ef þú mætir á skikkanlegum tíma :happy
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af GuðjónR »

ZiRiuS skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég ætla að fara með annan bílinn á kvikkfix...og ef ég verð ánægður þá fer ég með hinn líka :)
Láttu okkur endilega vita hvernig þjónustan og verðið er þarna. Ég þarf að fara að hjólastilla bílinn minn og spurning um að tjékka á þessu ef það er þess virði.
Jamm, sjálfsagt mál :)
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af Hargo »

Prófaði Kvikkfix fyrir rúmu ári síðan, hef verið fastagestur þar síðan þá. Hafði einmitt heyrt góða hluti um þá og varð ekki fyrir vonbrigðum. Snögg þjónusta, frábært verð og góð aðstaða í risastórri biðstofu. Ég fékk meira að segja nýbakaðar vöfflur meðan ég beið, aðeins of gott! Surfaði netið með heitt kaffi og vöfflur með rjóma. :happy

...og þú verður ennþá ánægðari þegar þú sérð reikninginn frá þeim.
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af MatroX »

GuðjónR skrifaði:Ég þarf að fara með tvo bíla í smurningu, í fyrra fór ég á Shell á Laugaveginum og borgaði 15-16k fyrir hvorn bílinn fyrir sig.
Rúm 30k. fyrir olíu og smursíu á 2 bíla er doldið mikið finnst mér, þannig að ég var að spá hvort þið vissuð um hagstæðara verkstæði?
Já og ég notaði Helix 5w40 ... kannski óþarflega dýr olía....en á móti kemur að ég hika ekki við að keyra 15k kílómetra á henni.
ég er kannski ekki alveg hlutlaus þar sem ég vinn hjá N1 en við erum með góða þjónustu og frábær verð. en þú tekur hvergi fram hvernig bíl þú ert á. þannig að það er eiginlega ómulegt að segja til um verð á þessu fyrir þig.

Það er engan veginn óþarfi að nota hágæða 5w40 þar sem hún er fully synthetic og fer bara betur með bílinn þinn. ég set engungu Mobil Super 3000 5w40 þar sem hún er fully synthetic og alveg úr gervi efnum. fer betur með vélina þín.

Mæli samt með N1 þar sem við erum með Mobil og ég persónulega vel það fram yfir allt annað.
gardar skrifaði:

Auðvitað þarftu nýja síu og olíu, hélt það myndi segja sig sjálft.

Þú þarft ekkert nýja skinnu
og það eru ekki allir bílar sem krefjast olíusíutöng.
Vitlaust.... Þú þarft nýja skinnu í 40-50% tilvika.
kopar skinnan er góð fyrir þá bíla sem þurfa hana, en sumir bílar koma með eitthverskonar þéttingu á tappanum eða með skinnu sem þú tekur ekki af og ekki úr kopar hún er úr eitthverskonar gúmmí blöndu,


Og. garðar það tekur ekki 2 tíma að leka af bíl...... Max 5mín. og ef þetta er t.d Benz, Golf, Passat, Transporter etc bílar með svaka pönnu undir þá er hægt að sjúga upp úr honum olíuna og það er að taka sirka 5-20mín max

P.S Guðjón þú kíkir bara með bílinn í keflavík og við gerum gott úr þessu :)
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af Danni V8 »

Miðað við hvað ég hef lesið mikið af góðum umsögnum af KvikkFix á bílaspjöllunum sem ég skoða reglulega þá bara hlýtur þetta að vera góð búlla.

Sjálfur hef ég enga reynslu á smurstöðvum þar sem ég hef alltaf gert þetta sjálfur. Það er alveg miklu ódýrara og mjög einfalt.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af biturk »

ég hef aldrei held ég notað síutöng á bíl........ef hún er virkilega föst þá rekur maður bara skrúfjárn í gegn og snýr


hef heldur aldrei þurft að skipta um þéttihring á tappanum, hvaðan fá menn þá hugmynd að það sé nauðsynlegt?

og ég er ekki að gera þetta í fyrsta sinn, er búinn að skipta um olíu á tugum bíla fyrir mig og aðra og enginn verið til vandræða :happy
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af MatroX »

biturk skrifaði:ég hef aldrei held ég notað síutöng á bíl........ef hún er virkilega föst þá rekur maður bara skrúfjárn í gegn og snýr


hef heldur aldrei þurft að skipta um þéttihring á tappanum, hvaðan fá menn þá hugmynd að það sé nauðsynlegt?

og ég er ekki að gera þetta í fyrsta sinn, er búinn að skipta um olíu á tugum bíla fyrir mig og aðra og enginn verið til vandræða :happy
þú skiptir um þéttihringinn ef hann er ónýtur...... ](*,)
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af biturk »

MatroX skrifaði:
biturk skrifaði:ég hef aldrei held ég notað síutöng á bíl........ef hún er virkilega föst þá rekur maður bara skrúfjárn í gegn og snýr


hef heldur aldrei þurft að skipta um þéttihring á tappanum, hvaðan fá menn þá hugmynd að það sé nauðsynlegt?

og ég er ekki að gera þetta í fyrsta sinn, er búinn að skipta um olíu á tugum bíla fyrir mig og aðra og enginn verið til vandræða :happy
þú skiptir um þéttihringinn ef hann er ónýtur...... ](*,)


já......en hann er bara sjaldnast ónýtur....ef menn herða ekki boltann alltof alltof mikið þá lifir þessi blessaði þéttihringur mjög mjög lengi.


en kannski er ekkert að marka mig......ég nota herslumælirinn minn á þá hluti sem ég get :P
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af audiophile »

Ég fór einu sinni með Golf 4Motion til þeirra í Kvikkfix og þar sem það er svaka járn hlífðarplata undir honum, þá sagði hann mér að þeir eru farnir að sjúga upp úr svoleiðis bílum í stað þess að basla við að skrúfa þær undan. Skil það vel enda eru boltarnir oft ryðgaðir fastir.

Eins og ég hef sagt áður. Svo lengi sem þú hefur ekki kröfur um að vera með dýrustu og "bestu" olíur á markaðnum, er óhætt að mæla með Kvikkfix. Frábær búlla.
Have spacesuit. Will travel.

pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af pjesi »

Úff ég hef greinilega verið tekin í þurrt síðustu árin. Er búinn að vera að borga 14-15k hjá MAX1 og færði mig yfir á Bílahöllina og borgaði 12K þar. Síðan fór ég á SHELL og borgaði 9k þar.
asdf
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af GuðjónR »

pjesi skrifaði:Úff ég hef greinilega verið tekin í þurrt síðustu árin. Er búinn að vera að borga 14-15k hjá MAX1 og færði mig yfir á Bílahöllina og borgaði 12K þar. Síðan fór ég á SHELL og borgaði 9k þar.
Það var einmitt á SHELL sem ég bogaði 15k síðast....

pjesi
has spoken...
Póstar: 179
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 23:56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af pjesi »

Ég fékk reyndar 2k afslátt með því að borga með Orkulyklinum.
asdf
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af Klemmi »

Borgaði 10.500 kall síðast með 15% afslætti útaf GottKort á einhverri stöð, engin spurning um að prófa KvikkFix næst eftir að hafa lesið þennan þráð :)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af GuðjónR »

Ég renndi þarna við í hádeginu á miðvikudaginn og var sagt að biðin væri að minsta kosti 2 klukkutímar.
Biðstofan er sú stærsta sem ég séð, ekki undir 300m2. Enda veitir ekki af fyrst fólk nennir að bíða þarna heilu og hálfu dagana.
Ég prófaði svo að hringja aftur í hádeginu í gær og þá fékk ég þau svör að það væri svo löng biðröð að þeir myndu sennilega ekki ná að klára alla þann daginn þó enginn myndi bætast við.

Ég nenni ekki að eltast við svona þó það sé eitthvað ódýrara, reyndar er spurning hversu mikið ódýrara það er miðað við hvað þetta er mikið út úr (fyrir mig)...bensínið fram og til baka kostar ekki undir 1500kr.

dexma
Fiktari
Póstar: 50
Skráði sig: Lau 03. Jan 2009 04:32
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af dexma »

þá er bara að gera þetta sjálfur og fara eftir þessu ;)

http://www.deilir.is/?p=49
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Hvar er ódýrast að smyrja bílinn?

Póstur af lukkuláki »

GuðjónR skrifaði:Ég renndi þarna við í hádeginu á miðvikudaginn og var sagt að biðin væri að minsta kosti 2 klukkutímar.
Biðstofan er sú stærsta sem ég séð, ekki undir 300m2. Enda veitir ekki af fyrst fólk nennir að bíða þarna heilu og hálfu dagana.
Ég prófaði svo að hringja aftur í hádeginu í gær og þá fékk ég þau svör að það væri svo löng biðröð að þeir myndu sennilega ekki ná að klára alla þann daginn þó enginn myndi bætast við.

Ég nenni ekki að eltast við svona þó það sé eitthvað ódýrara, reyndar er spurning hversu mikið ódýrara það er miðað við hvað þetta er mikið út úr (fyrir mig)...bensínið fram og til baka kostar ekki undir 1500kr.
Það er ekkert eins einfalt eins og að panta tíma á kvikkfix.is og mæta svo. = Einfalt og engin bið
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Svara