Ok, með þessu sannarðu það sem ég á við. Auðvitað er það ekki reglubrot. Það er mjög greinilegt að það er verið að tala um að fólk sem getur ekki áttað sig á því hvað reglurnar sem það samþykkir til að búa til aðgang hérna þýða eigi ekki að búa til pósta. GuðjónR er ekkert með einhver háleit málverndarsjónarmið í huga.topas skrifaði:dori skrifaði:Þið eruð merkilega vitlausir. Vissuð þið það?FriðrikH skrifaði:Mér finnst þetta einmitt góð spurning frá topas. Ein af rökunum fyrir því að hafa þessa reglu var sú að það ef það væri byrjað að tala ensku á spjallborðum eins og þessu þá væri það "slippery slope" sem hefði neikvæð áhrif á tungumálið okkar sem mundi þá "skemmast". Slettur hafa miklu meiri áhrif á íslenskuna heldur en einhver sem talar bara alveg annað tungumál. Slettur og tökuorð eru einmitt það sem eru að "skemma" tungumálið okkar, ekki fólk sem talar erlend mál.
Ef að tilgangurinn með þessari reglu er að vernda íslenska tungu þá er mun nærtækara að taka fast á slettum í stað þess að banna bara þá sem senda inn þræði sem eru 100% útlenskir.
Jamm, við vissum það
En getur þú svarað spurningunni hvort þráðurinn með fyrirsögninni "Móðurborð, CPU, GPU, RAM, HDD" væri reglubrot eður ei?
Ég er samþykkur því að reglan haldi sér (hún má svosem fara en það ætti að hafa markmið hennar í huga) vegna þess að það er vandamál að fólk sem kemur hérna að selja og virðist nota Vaktina alveg eins og barnaland og brýtur með því bump reglur og reglur um titla á póstum svo dæmi sé tekið. Það eru búin að vera a.m.k. tvö slík tilvik síðan þessi þráður varð til. Ástæðan fyrir því að mér finnst allt í lagi að setja þessa reglu og fara eftir henni er að jafnvel þó að það sé í lagi að leyfa að pósta söluauglýsingum hérna á ensku þá er fullt af öðrum miðlum sem eru ekki með neinar takmarkanir að þessu leiti.
Mest af umræðunni hérna er eitthvað sem er á íslensku og það væri rosalega kjánalegt að vera með einn póst á ensku og þann næsta á íslensku (og svo kannski einn og einn á dönsku inn á milli, við lærum jú öll dönsku í skóla). Það bara passar eiginlega ekki inní "forum hugmyndina" að vera að blanda tungumálum.