Sjónvarpspælingar

Svara
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Sjónvarpspælingar

Póstur af FriðrikH »

Er aðeins að velta fyrir mér sjónvörpum og lýst í fljótu bragði vel á þetta
Ég er ekki búinn að fara að horfa á það, ætla að reyna að taka rúntinn í vikunni, en hvaða tæki ca. á þessu verðbili, upp í 200 þús mundu vaktarar mæla með að ég liti á.
Sjónvarpið er ætlað til sjónvarpsgláps og PS3 spilunar.
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af MatroX »

þetta tæki er alveg hrikalega flott. félagi minn fékk sér svona og myndin í þessu tæki er alveg svakaleg. þetta er svo hreint. bjart tæki og með svo skýrum litum mæli með þessu
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af GuðjónR »

Ég held þú fáir ekki betra tæki fyrir þennan pening.
Tært og skýrt sjónvarp.

Eina sem mér finnst skrítið við sjónvarpið mitt er að birtan rokkar doldið upp og niður, t.d. ef það er viðtalsþáttur og myndavélin fer af A yfir á B og koll af kolli þá rokkar birtan upp og niður eins og það sé einhver "óður" að fikta í dimmer í sjónvarpssal.
Ég spurði viðgerðarmann hjá SM út í þetta og hann sagði algengt að fólk kvartaði yfir þessu.
Skjámynd

Hvati
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af Hvati »

GuðjónR skrifaði:Ég held þú fáir ekki betra tæki fyrir þennan pening.
Tært og skýrt sjónvarp.

Eina sem mér finnst skrítið við sjónvarpið mitt er að birtan rokkar doldið upp og niður, t.d. ef það er viðtalsþáttur og myndavélin fer af A yfir á B og koll af kolli þá rokkar birtan upp og niður eins og það sé einhver "óður" að fikta í dimmer í sjónvarpssal.
Ég spurði viðgerðarmann hjá SM út í þetta og hann sagði algengt að fólk kvartaði yfir þessu.
Sjónvarpið stillt á Dynamic contrast ratio kannski?
i7 2600K @ 4,5 GHz 1,3v | NH-D14 | Asus P8P67 Pro | 8GB 1600MHz | Asus GTX980 | Asus Xonar DX & Yulong U100 DAC | Samsung 840 PRO 256 GB | 10 TB HDDs| Seasonic SS-760XP Platinum | Fractal Design Define R4 | Sennheiser HD595 & Grado SR325e | Logitech G710 & G502 | BenQ XL2420T | Microsoft Surface Pro 3 i5 | LG G3 |
Skjámynd

PhilipJ
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 20. Apr 2011 19:30
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af PhilipJ »

Ég á 32" útgáfuna af þessu sjónvarpi og er mjög ánægður með myndgæðin... innbyggði media spilarinn mætti samt vera aðeins betri, .mkv supportið er ekki mjög gott. Og svo er ekki support fyrir external subtitles.

Og svo er ein spurning til þeirra sem eiga sambærilegt sjónvarp frá Philips... Sjónvarpið mitt hefur verið að gefa frá sér brakhhljóð af og til. Sama hljóð og kemur þegar maður kveikir á sjónvarpinu og slekkur, líklega út af því að plastið er að þenjast út/dragast saman. Þetta hljóð getur verið svolítið pirrandi þegar það kemur oft. Ég hef ekki tekið eftir þessu hljóði í öðrum flatskjám (nema þegar kveikt er eða slökkt). Hafið þið tekið eftir þessu eða ætti ég að láta tékka á þessu?
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af FriðrikH »

Hefur einhver reynslu af þessu
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af GuðjónR »

Hvati skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég held þú fáir ekki betra tæki fyrir þennan pening.
Tært og skýrt sjónvarp.

Eina sem mér finnst skrítið við sjónvarpið mitt er að birtan rokkar doldið upp og niður, t.d. ef það er viðtalsþáttur og myndavélin fer af A yfir á B og koll af kolli þá rokkar birtan upp og niður eins og það sé einhver "óður" að fikta í dimmer í sjónvarpssal.
Ég spurði viðgerðarmann hjá SM út í þetta og hann sagði algengt að fólk kvartaði yfir þessu.
Sjónvarpið stillt á Dynamic contrast ratio kannski?
Dynamic contras > Maximum
Dynamic backlight > Off

stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af stebbi23 »

Sjálfur myndi ég ekki fara í tæki þar sem er greinilegt ekki að höndla birtustillingar vel. Philips eru góð tæki nema þegar þú ferð í ódýru týpurnar hjá þeim því þá færðu crappy panel og sýnist að svörin á þessum þræði séu nokkuð góð sönnun á því.

Annars keypti ég mér 37" af þessu tæki um daginn og er drullu ánægður með það.
http://www.samsungsetrid.is/vorur/150/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.bt.is/vorur/vara/id/11720" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.bt.is/vorur/vara/id/14971" onclick="window.open(this.href);return false;

njordur
Græningi
Póstar: 40
Skráði sig: Mán 09. Feb 2009 14:05
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af njordur »

Ég get alveg tekið undir þessi Samsung meðmæli hérna fyrir ofan, hef núna átt 2 Samsung tæki. Var með 40" LCD tæki keypt 2006 og get ekki sagt neitt slæmt um það, nema kannski að það var bara 720P ](*,) Svo fékk ég mér í haust eitt stykki svona http://www.samsungsetrid.is/vorur/176/ Frábært tæki að öllu leiti, hef ekki enn lent í video formatti sem ég get ekki spilað á því í gegnum networkið.

Aðeins stærra og dýrara tæki, en þessi tæki deila þó nokrum fídusum eins og usb og network afspilun sem virkar mjög vel. Og ef þú átt Samsung Android síma þá geturu notað hann sem fjarstýringu yfir networkið. Wifi á símanum og fast tenging á sjónvarpinu.

Phillips tækinn hafa alltaf skilað sínu, sérstaklega fyrir þennan verðmiða, og ef þú ert ekki tilbúinn að fara upp um verð flokk og fá þér þetta Samsung tæki þá þarftu ekkert að vera hræddur við að skella þér á Phillips tækið.
Asus X99 Deluxe - i7 5930K - Corsair Vengeance 32GB DDR4 - Asus Geforce RTX 2080ti - 256GB Samsung 850 Pro - Corsair Obsidian 750D - Corsair AXi860 - 3x Dell Ultrasharp 27" 1440P - EK Custom water cooling
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af FriðrikH »

Hvað með þetta sett http://budin.is/vara/lg-42le5300-100hz-led-lcd-tv/31906

Maður er samt smá smeykur að versla sjónvarp af netverslun. Er budin að standa sig vel?
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af FriðrikH »

Nú er ég líka að velta svolítið fyrir mér með HDMI tengin. Mér leist nokkuð vel á nokkur sjónvörp sem eru bara með 2 HDMI tengjum, er það ekki full-lítið?

blitz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1668
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af blitz »

FriðrikH skrifaði:Nú er ég líka að velta svolítið fyrir mér með HDMI tengin. Mér leist nokkuð vel á nokkur sjónvörp sem eru bara með 2 HDMI tengjum, er það ekki full-lítið?
Þegar þú ert með gott sjónvarp er næsta stig að fá sér alvöru heimabíó.

Standard heimabíómagnari er með amk 4x HDMI tengi + 1x sem fer í sjónvarpið þannig að það er ekki vesen..

Að rúlla um á flottu sjónvarpi en ekki með heimabíó er eins og að rúlla um á nýjum Benz á stálfelgum.. ](*,)
PS4
Skjámynd

Höfundur
FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af FriðrikH »

Eftir talsverðar uppflettingar og vangaveltur held ég að ég smelli mér á eitt stykki Panasonic G20 http://www.hataekni.is/is/vorur/5000/5020/TX-P42G20E/ er þetta ekki bara skíturinn?

Hauksi
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fös 28. Mar 2008 15:12
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarpspælingar

Póstur af Hauksi »

FriðrikH skrifaði:Eftir talsverðar uppflettingar og vangaveltur held ég að ég smelli mér á eitt stykki Panasonic G20 http://www.hataekni.is/is/vorur/5000/5020/TX-P42G20E/ er þetta ekki bara skíturinn?
Þetta er lang besta 42" tækið í dag fyrir hreyfimynd sem kostar minna en 200.000
Þú ert búinn að lesa þér til um það, gallarnir í tækinu eru nokkrir..
Sumir hafa hætt við kaup þeirra vegna, meðan aðrir taka ekki eftir þeim.

Af þessum tækjum sem þú linkar á þá er G20 best nema
fyrir kyrrmyndir.

Öll sjónvörp eru með galla og sum eru klárlega gallagripir.
Svara