Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Á regla númer 16 að halda sér?

Poll ended at Mið 04. Maí 2011 09:06

Já hún á að vera
89
48%
Nei burt með hana
96
52%
 
Total votes: 185

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af GuðjónR »

Könnunin verður virk í 3 daga og niðurstöðurnar eftir þrjá daga ráða því hvort þessi regla verður áfram eða ekki.
Ykkar er valið.


16. gr.

Þetta er íslenskt spjallborð og við skrifum á íslensku, innleggjum á öðrum tungumálum kann að verða eytt eða læst.

guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af guttalingur »

GuðjónR skrifaði:Könnunin verður virk í 3 daga og niðurstöðurnar eftir þrjá daga ráða því hvort þessi regla verður áfram eða ekki.
Ykkar er valið.


16. gr.

Þetta er íslenskt spjallborð og við skrifum á íslensku, innleggjum á öðrum tungumálum kann að verða eytt eða læst.
Afkverju þarftu að vera að fæla útlendingan í burtu?

Eru þeir einhvað verri?
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af lukkuláki »

Mér finnst að þessi regla eigi ekki að vera enda skilja flest allir Íslendingar vel ensku.
Þessi atkvæðagreiðsla er væntanlega komin til út af söluþræði þar sem eina enskan var:

"HP kassi + PSU HP 365W Only Today
Only today for sell
Price 2.000isk
Contact ..."

Mér finnst persónulega að þessu hefði alls ekki þurft að læsa eða amast við á neinn hátt enda skilja þetta ALLIR.
Það má samt gera greinarmun á því kannski hvort það eru skrifaðir inn heilu ritgerðirnar á ensku hér inn eða hvort þetta er eitthvað einfalt eins og þetta.

Reynið að vera svolítið líbó strákar þið eruð ennþá, þrátt fyrir umræðurnar um daginn allt of harðir á reglunum og takið þær of bókstaflega eins og ég var búinn að benda á það er allt í lagi að hafa þessa reglu áfram en sýnið þá smá slaka.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af tdog »

Þessi regla minnir nú óttalega á Arnþrúði Karlsdóttur á Degi íslenzkrar túngu; alveg út í hött. Viltu ekki líka setja hér reglu um íslenskt ríkisfang?
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af JohnnyX »

Menn geta alveg tekið þátt í umræðum þótt þeir tali bara ensku. Persónulega er ég ekki hlynntur þessari reglu.
Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1403
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af Eiiki »

tdog skrifaði:Þessi regla minnir nú óttalega á Arnþrúði Karlsdóttur á Degi íslenzkrar túngu; alveg út í hött. Viltu ekki líka setja hér reglu um íslenskt ríkisfang?
Slakiði á drullinu hérna. Þetta er bara já eða nei könnun, ekki drulla yfir menn og aðra með ykkar skoðunum.
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af guttalingur »

Eiiki skrifaði:
tdog skrifaði:Þessi regla minnir nú óttalega á Arnþrúði Karlsdóttur á Degi íslenzkrar túngu; alveg út í hött. Viltu ekki líka setja hér reglu um íslenskt ríkisfang?
Slakiði á drullinu hérna. Þetta er bara já eða nei könnun, ekki drulla yfir menn og aðra með ykkar skoðunum.

I agree. {Hint hint}

KristinnK
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af KristinnK »

Ég er hlynntur þessari reglu. Þetta er íslensk síða, og ég vil að hún sé á íslensku. Það eru til nóg af spjallsíðum á netinu á ensku fyrir þá sem sækjast eftir því.
Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB SSD + 1TB HDD | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz

guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af guttalingur »

KristinnK skrifaði:Ég er hlynntur þessari reglu. Þetta er íslensk síða, og ég vil að hún sé á íslensku. Það eru til nóg af spjallsíðum á netinu á ensku fyrir þá sem sækjast eftir því.
Úff greinilega aldrey heyrt um translate.google.com
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af tdog »

KristinnK skrifaði:Ég er hlynntur þessari reglu. Þetta er íslensk síða, og ég vil að hún sé á íslensku. Það eru til nóg af spjallsíðum á netinu á ensku fyrir þá sem sækjast eftir því.
Hvað með þá sem búa hér á Íslandi og vilja fá svör héðan, t.d um bestu þjónustuna og besta verðið? Eiga þeir einstaklingar að skella sér á erlend forum og fá upplýsingar um bransann á Íslandi? Hvernig myndi það ganga fyrir sig?

Mín lokaorð í þessu máli.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af guttalingur »

tdog skrifaði:
KristinnK skrifaði:Ég er hlynntur þessari reglu. Þetta er íslensk síða, og ég vil að hún sé á íslensku. Það eru til nóg af spjallsíðum á netinu á ensku fyrir þá sem sækjast eftir því.
Hvað með þá sem búa hér á Íslandi og vilja fá svör héðan, t.d um bestu þjónustuna og besta verðið? Eiga þeir einstaklingar að skella sér á erlend forum og fá upplýsingar um bransann á Íslandi? Hvernig myndi það ganga fyrir sig?

Mín lokaorð í þessu máli.
=D> =D> =D> =D>

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af braudrist »

Við búum á Íslandi og mér finnst lágmark að ef fólk ætlar að búa hérna, er að læra að tala og skrifa sæmilega íslensku.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m

KristinnK
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af KristinnK »

tdog skrifaði:
KristinnK skrifaði:Ég er hlynntur þessari reglu. Þetta er íslensk síða, og ég vil að hún sé á íslensku. Það eru til nóg af spjallsíðum á netinu á ensku fyrir þá sem sækjast eftir því.
Hvað með þá sem búa hér á Íslandi og vilja fá svör héðan, t.d um bestu þjónustuna og besta verðið? Eiga þeir einstaklingar að skella sér á erlend forum og fá upplýsingar um bransann á Íslandi? Hvernig myndi það ganga fyrir sig?

Mín lokaorð í þessu máli.
Rólegur foli, það er ekki verið að kveða upp neinn dóm. Allir geta haft sína skoðun. En fyrir mitt leyti get ég sagt að þótt ég hafi búið í nokkrum ólíkum löndum hef ég alltaf lagt það á mig að gera mig samskiptahæfan á því tungumáli þar sem ég fer. En það væri kannski allt í lagi að hafa eina deild hér á spjallinu þar sem sérstaklega eru leyfðar fyrirspurnir á ensku.
Clevo P170EM | Intel i7-3720QM @ 3.6GHz | 4x4GB DDR3 @ 1600MHz | 256GB SSD + 1TB HDD | GeForce GTX 680M @ 855MHz/2300MHz
Skjámynd

svensven
spjallið.is
Póstar: 445
Skráði sig: Þri 16. Mar 2010 16:10
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af svensven »

Það getur nú tekið útlendinga þó nokkurn tíma að verða færir í að skrifa íslensku, mér finnst allavega mun betra að lesa póst á ensku en óskiljanlegri íslensku.

Þetta á nú stundum reyndar ekki bara við útlendinga, þar sem sumir sem hafa skrifað hérna eru óskiljanlegir. ](*,)

Þess vegna finnst mér að þessi regla eigi ekki að vera.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af GuðjónR »

Útlendingar kvarta oft yfir því að það sé erfitt að komast inn í íslenskuna þar sem íslendingum finnst svo ógurlega gaman að tala ensku.
Ég myndi vilja hafa spjallið á íslensku, en meirihlutinn ræður.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af AntiTrust »

KristinnK skrifaði: .. En það væri kannski allt í lagi að hafa eina deild hér á spjallinu þar sem sérstaklega eru leyfðar fyrirspurnir á ensku.
Til hvers að hafa sér deild fyrir það? Það tala lesa og skrifa 95% af notendum hérna líklega reiprennandi ensku?

Fyrir mitt leyti finnst mér þetta fáránleg regla, og ég tek undir flestallt sem tdog hefur skrifað hérna.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.

guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af guttalingur »

AntiTrust skrifaði:
KristinnK skrifaði: .. En það væri kannski allt í lagi að hafa eina deild hér á spjallinu þar sem sérstaklega eru leyfðar fyrirspurnir á ensku.
Til hvers að hafa sér deild fyrir það? Það tala lesa og skrifa 95% af notendum hérna líklega reiprennandi ensku?

Fyrir mitt leyti finnst mér þetta fáránleg regla, og ég tek undir flestallt sem tdog hefur skrifað hérna.
Enska er móðurmál nörda.

vidirz
has spoken...
Póstar: 154
Skráði sig: Þri 08. Feb 2011 12:35
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af vidirz »

Mér finnst þæginlegra að allt hérna sé eingöngu á Íslensku.
Samt væri það ekkert slæmt að leyfa ensku inná þessu líka, en þá að hafa einhverjar reglur eins og maður svarar Íslenskum innleggjum á Íslensku og innleggjum á ensku bara á ensku (undantekning á tilsölu umræðunum, að leyfa bæði ensku og íslensku þar).
Síðan þyrfti að þýða allar reglurnar á ensku líka :happy
(bara mín skoðun :roll: )
intel i7-7700HQ | 12GB | 1TB HDD | 256 GB SSD | Nvidia GeForce 1050Ti GTX 4GB
Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 524
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af beggi90 »

Önnur tungumál = enska?

Svo stendur líka "kann að vera eytt" ekki verður eytt.
Ég kaus já enda sá fyrir mér ekki bara ensku heldur jafnvel fleiri tungumál.
Svo annað vesen með þessa ensku gæja, hvernig eiga þeir að kunna reglurnar :) ?

Ef að póstur er á ensku og uppfyllir allar reglur sé ég svosem ekkert að því.
Önnur tungumál en það, nei takk...
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af dori »

vidirz skrifaði:Mér finnst þæginlegra að allt hérna sé eingöngu á Íslensku.
Samt væri það ekkert slæmt að leyfa ensku inná þessu líka, en þá að hafa einhverjar reglur eins og maður svarar Íslenskum innleggjum á Íslensku og innleggjum á ensku bara á ensku (undantekning á tilsölu umræðunum, að leyfa bæði ensku og íslensku þar).
Síðan þyrfti að þýða allar reglurnar á ensku líka :happy
(bara mín skoðun :roll: )
Vondar hugmyndir. Þú vilt hafa reglur einfaldar. Þannig að annað hvort er enska leyft sem tungumál hérna eða ekki.

Annars þá er mín skoðun sú að meginreglan eigi að vera sú að þetta spjall sé á íslensku. Þetta er íslenskt spjallborð, öll umgjörðin um það er á íslensku og það væri talsverð vinna (og hugsanlega ómögulegt með núverandi kerfi) að gera umgjörðina þannig að hún sé á mörgum tungumálum.

Ykkur sem finnst gaman að vitna í þennan kassasölumann sem gat ekki einu sinni skrifað nokkuð rétta ensku, hefði verið mikið erfiðara að skilja þá íslensku sem hann hefði fengið með því að henda þessu inní google translate? Svarið við því er "nei" btw.

Mín skoðun er að þetta spjall eigi að vera á íslensku. Stjórnendur mættu hins vegar vera linir og ekki læsa öllum þráðum eða banna mann og annan fyrir það.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af GuðjónR »

beggi90 skrifaði:Svo annað vesen með þessa ensku gæja, hvernig eiga þeir að kunna reglurnar :) ?
Góður punktur. Ef þeir geta ekki lesið/skrifað íslensku þá geta þeir varla vitað reglurnar sem þeir samþykkja að fara eftir.
Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af flottur »

Þetta er ágætis umræða hjá ykkur vaktarar, ég var bara svona að hugsa aftur í tíman og kannski til nútímans og ég hef aldrei orðið var við það að það sé tekið vel í það að skrifa á enskum forum-um á Íslensku, hvers vegna ætti þá það að viðgangast hérna að menn geti skrifað ensku hér?

Ensk spjallborð eru fyrir ensku og Íslensk spjallborð á íslensku, þegar að ég bjó úti í Danmörku þá átti ég bara að læra að skrifa dönsku á dönsku spjallborði.

Kannski væri það mikið vesen að þýða reglurnar yfir á ensku ef menn/konur vilja það, en myndi ég telja að það væri undir stjórnendum komið.

Þetta er bara mín skoðun.......
Custom desktop
Work Laptop : Lenovo Thinkpad E15

Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af Halli13 »

Finnst að þessi regla ætti að stand vegna þess að: þetta er íslenskt spjallborð og þar á að vera töluð íslenska eins og það er töluð enska inná enskum spjallborðum.

guttalingur
Bannaður
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 13:39
Staðsetning: Aboard the Klingon warship Meeboo
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af guttalingur »

Halli13 skrifaði:Finnst að þessi regla ætti að stand vegna þess að: þetta er íslenskt spjallborð og þar á að vera töluð íslenska eins og það er töluð enska inná enskum spjallborðum.
Sé ekki að þetta séu góð rök..

Afþví að hinir gera það verð ég að gera það
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Skoðanakönnun um reglu númer 16.

Póstur af MatroX »

guttalingur skrifaði:
tdog skrifaði:
KristinnK skrifaði:Ég er hlynntur þessari reglu. Þetta er íslensk síða, og ég vil að hún sé á íslensku. Það eru til nóg af spjallsíðum á netinu á ensku fyrir þá sem sækjast eftir því.
Hvað með þá sem búa hér á Íslandi og vilja fá svör héðan, t.d um bestu þjónustuna og besta verðið? Eiga þeir einstaklingar að skella sér á erlend forum og fá upplýsingar um bransann á Íslandi? Hvernig myndi það ganga fyrir sig?

Mín lokaorð í þessu máli.
=D> =D> =D> =D>

Guttalingur og tdog farið og gerið þræði á íslensku á t.d overclock.net eða hardforum.com og sjáið hvað er sagt við ykkur.

Persónulega er skoðun mín að þessi regla eigi að vera aðeins umorðuð en eigi að standa. þeir sem vilja að hún fari þá þyrfti að skrifa reglurnar líka á ensku.

það er tilgangslaust að leyfa ensku hérna þótt að flestir hérna kunni hana.
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Svara