Tek að mér allskonar á PC tölvum, borðtölvum sem og ferðatölvum. Er á 6. önn rafeindavirkjans og með 12 ára reynslu í tölvufikti.
Dæmi um þjónustu:
♦ Uppsetningar og samsetningar á PC tölvum, ráðleggingar að sjálfsögðu innifaldar fyrir þá sem vilja. ♦ Viðgerðir á vélbúnaði. ♦ Vélbúnaðarhreinsun. ♦ Yfirklukkun á örgjörvum og skjákortum. ↑ Ath. Þetta er tímafrekt verk og getur þ.a.l. verið kostnaðarsamt. Einnig styttir þetta líftíma íhluta. ↑ Að sökum tímakostnaðar, slæmrar reynslu og lítillar hraða aukningu, tek ég ekki að mér að yfirklukka vinnsluminni. ♦ Loft- og vatnskælinga uppsetningar og þjónusta. ♦ Lausnir á Windows stýrikerfisvillum (missing files eða BSOD). ↑ Tengist oft vélbúnaðarbilunum. ♦ Uppsetningar á stýrikerfum, reklum og öðrum hugbúnaði. ♦ Vírushreinsun.
Ég geri mér grein fyrir því að það sé kannski erfitt að treysta einhverjum manni úti í bæ fyrir tölvunni sinni, en ég er búinn að vera notandi á vaktinni síðan 2002 og þjónusta tölvurnar á mínu eigin heimili, svo fólk getur verið alveg öruggt með það að það sjái tölvuna sína aftur.
Ef ég geri ekki við tölvuna, þá borgar þú ekki krónu. Það er ódýrara að tala við mig fyrst. Ég áskil mér þó rétt á að neita þjónustubeiðnum sem er ekki öruggt að ég nái að laga.
Fínasta auglýsing hjá þér. Þó efa ég mjög stórlega að þú gerir við fyrir einhvern hérna en aldrei að vita. Hér eru flestir (ekki alveg allir) sjálfbjarga í þessum málum.