Já:
- Styttri óvissa þó jú, hún gæti dregist eitthvað.
- Við verðum búin að borga þetta fyrir 2016 (að öllum líkindum, þessvegna munu framtíðarkynslóðir ekki dragast í þetta eins og nei-arar halda fram).
- Eignir Landsbankans munu vonandi (stórt „ef“, ég veit) borga þetta að mestu hluta, síðan var ég að heyra að Iceland verslunarkeðjan mun seljast fyrir tugi ef ekki hundruði milljarða sem er súper fyrir okkur.
- Við höldum góðum tengslum við Hollendinga og Breta (ég veit að Bretar sökka en það er ekkert illt hægt að segja um Hollendinga (nema kannski að fyrrverandi kærastan mín er hollensk, he he))
- Minni líkur eru á að allt efnahagskerfi Evrópu steypist á hvolf, þó það gæti gert any moment.
- Við loksins losnum við þetta helvítis Icesave rugl og þurfum ekki að hafa áframhaldandi áhyggjur yfir því máli, því ef við færum í mál t.d. þá myndi þessi umræða vera í allt að fimm ár í viðbót.
- Kostnaðurinn við Icesave sjálft gæti farið frá 0 og upp í einhverja hundruði milljarða (en ekki má gleyma því að ef við segjum nei munum við þurfa að borga málskostnað sem gæti alveg örugglega hlaupið í tugi milljarða).
- Við sendum skýr og sterk skilaboð til allra banka og fjármálastofnanna í heiminum að íbúar þjóða ætla ekki að sitja aðgerðalaus á meðan spilaður verði matador með alvöru peningum (stærsti nei punkturinn að mínu mati, að blanda þjóðarstolti í þetta finnst mér algjört ógeð).