gufan skrifaði:Mín reynsla af elko í sambandi við ábyrgðir er mjög góð
versla nánast öll mín raftæki í elko .
Ertu þá að kaupa öll þessi "hvítu" tæki þar ? svo sem þvottavél, þurrkara ofl.
Ég er nefnilega ekki að þora því en mig bráðvantar þvottavél sem er GÓÐ !
Dæmi:
Keypti eitt sinn Siemens uppþvottavél í Elko bún bilaði rétt eftir 2 ára ábyrgðina og í stað þess að fara með hana í Elko þá fór ég með hana í
Einar Farestveit = Umboðið.
Þar sagði mér maður að þessi tiltekna uppþvottavél og fleira sem Elko er að selja væri ekki framleitt í Evrópu heldur í Króatíu eða Taílandi og því ekki
um sömu gæði að ræða og þeim Siemens vörum sem Einar Far. er að selja.
Mótorinn í þessu væri mikið lélegri og þessar vörur væru ekki að standa sig á Íslandi en úti væri þetta skítódýrt og ekki gerðar sömu kröfur um endingu og hér á landi.
Tek það fram að það eru um það bil 10 ár síðan.
Ég keypti Whirlpool þvottavél fyrir rúmum 5 árum hjá Heimilistækjum og hún er
ónýt.
Heilinn í henni er farinn gúmmíhringurinn er lélegur ofl. þannig að það borgar sig vart að gera við hana.
En þvottavélar eru að kosta frá 80.000 kr. og alveg upp í 300.000 kr.
Er mikið að spá í að kaupa 6 - 7kg. Siemens, AEG eða eitthvað gott sem ég get búist við að endist í meira en 10 ár en það kostar svona 180.000 kall og
mann svíður pínu að sjá þessi blöð koma inn um lúguna frá Elko þar sem verið er að auglýsa vélar á 85.000 -100.000 eða á maður bara að skipta á 5 ára fresti ?
Ráð við kaup á nýrri þvottavél, uppþvottavél og etv. fleiri eldhústækum væru vel þegin ef þið hafið einhver.