Nú þarf ég aftur hjálp hjá ykkur eins og vanalega! Ég veit að maður á ekki að þrífa skjá með borðtusku og venjulegu vatni og útaf því var ég að spá hvernig efni má maður nota? veit að það er hægt að kaupa svona efni útí tölvubúð en ég einfaldlega nenni því ekki Er með örtrefja efni/tusku (Sem maður þrífur gleraugu með) og þegar ég strýk því við skjáin þá fara blettirnir aldrei af :S Þannig að ég þarf hjálp ykkur!
Fylustrumpur skrifaði:Takk fyrir þetta strákar! Nú er þessi blettur á skjánum mínum farin!
ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!
Ég er með svona.
Þrusuvirkar, kostaði 3 eða 5 þúsund kall 2007 og er ennþá hellingur eftir samt er ég búinn að nota þetta mjög oft á báða skjáina mína, fartölvuna, símann, ipod touchinn, fartölvur í fjölskyldunni og hjá vinum.
Gæðastöff
zjuver skrifaði:taktu gleraugnatuskuna og sprittaðu hana og strjúktu svon skjáinn..
Þessi aðferð er dæmd til að skemma filmuna/húðunina á skjánum þínum. Það er alveg ástæða fyrir því að maður notar ekki gluggahreinsir á LCD/Plasma skjái og það er alkahólið í honum.
Ég reyndar nota stundum örlítið af gluggahreinsir í microfiber klút til að ná fitu af skjánum hjá mér en ef þú gerir þetta oft þá byrjar að koma svona móðufar á skjánum þar sem plastið er að eyðast upp.