Sá hérna helvíti góða síðu sem hefur safnað vefefni um árin.
Var að skoða vaktina árið 2004 þegar 400gb diskur kostaði 47þúsund og P4 örgjörfarnir voru the shit
Skemmtilegt að skoða þræðina og umræður sem voru á þeim tíma, td. "X850 væntanlegt á markað" og menn að monta sig í 3DMark05 með 7066 stig
Hérna er slóð á vaktina, hægt að velja sér tímasetningu http://vefsafn.is/?page=wayback-results ... Fvaktin.is
Hawley skrifaði:ég held að ég gleymi því aldrey þegar að ég fór í BT og spurði hvort að það fylgdi IP tala með cross-over kaplinum, og sölumaðurin fór eitthvert á bakvið til að spyrja
pricelss!
Petur skrifaði:Ég fór í BT á sínum tíma þegar playstation var nýkomin og mig vantaði Memory Card.... ég spurði sölumanninn og hann fór einhvað bakvið.. eftir dágóða stund kom hann til baka og sagði "Nei.. við eigum bara memory card fyrir PC."
Maggisun skrifaði:.... Gallinn við að hafa Dc++ "linkinn" eða "svæðið" að það er löglegt að hlaða efni niður af Dc++, en ólöglegt er að upphlaða efni frá sér, svo að þetta er á vissan hátt ólöglegt!, svo að það gengi varla að hafa ólöglegt svæði hér á huga
svar frá einum varðandi að fá DC++ áhugmál á Huga.is. Mér fannst endar ekki alveg ná saman hér....
mér sýnist jericho hafa hlaupið aðeins á sig hérna...er þetta ekki akkúrat sannleikurinn hjá "Maggisun"?