Ég á geðveikt flotta
bleika bluetooth mús og það virðist sem
vinstri takkinn virkar ekki á henni. Ég þarf að ýta geðveikt oft eða fast til að hann virki. Ég er hætt að nota músina því þetta er svo pirrandi. Sambandið er samt gott og batterýið er nýlegt. Ég veit alveg hvernig músin hegðar sér ef sambandið á milli er lélegt eða það vantar batterý og það er ekki það.
Ætti ég bara að fara að kaupa mér nýja mús?
Hérna fyrir neðan er músin sem ég á (ekki akkurat mynd af minni heldur fundin af netinu og ég veit ekki hvaða gerð þetta er):
Ég vil frekar spara peninginn og laga þessa en að kaupa mér nýja.
Ef ég þarf að kaupa mér nýja þá var ég að pæla í magic mouse.
Ég vissi ekki hvert þetta vandamál átti að fara þannig að ég setti þetta bara í windows enda er þetta microsoft mús

_______________________________________________________________________________________
Ekki taka það alvarlega sem ég skrifa!!! :O Ef það er sjokkerandi sem ég skrifa þá er það líklegast til að sjokkera þig.