Tölva sem hagar sér undarlega og vaknar úr sleep sjálf.

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Staða: Ótengdur

Tölva sem hagar sér undarlega og vaknar úr sleep sjálf.

Póstur af BjarniTS »

Það er ein fartölva hérna á heimilinu sem að hagar sér stundum undarlega.

Hún fer stundum að spila lög í itunes , algerlega upp úr þurru þegar hún lyggur á borði og er í sleep , til dæmis bara rétt í þessu þá heyri ég í henni hérna inni í herbergi þar sem hún er búin að vera sofandi síðan um kvöldmatarleytið , og hún var að spila fyrir mig tuttan lagbút

Hún var með XP þessi vél áður , en hefur verið uppfærð í W7

Það kannski ætti að koma fram að eigandi þessarar tölvu komst í samband við eitthvað tækniundur erlendis sem að hafði af eigandanum facebooksíðu sína (breytti pw) , ásamt því að viðkomandi segðist sjá eiganda vélarinnar í webcam og viðkomandi hótaði öllu illu í gegn um msn samskipti sem að eigandi hafði átt við viðkomandi. Vildi fá ýmsar furðulegar óskir uppfylltar o.s.f. Það sem gert var þá var að kennaratyggjó var sett fyrir webcamið og þessi njósnari hunsaður , dró hann sig í hlé en tölvan vaknaði þó ítrekað úr sleep og gaf frá sér einhver hljóð , stundum jafnvel einhver snar-hljóð sem að samt hljómuðu ekki eins og eðlileg OS hljóð.

a )
Ef að um er að ræða innbrotsþjóf í persónu , á þá stýrikerfisuppfærslan og format-ið ekki að hafa útilokað hann ?

b )
Er einhver einföld leið að því að sjá hvað gæti verið um að vera , hvaðan þessi boð koma o.s.f ?

c ) Þessi tölva keyrir Win 7 , og notar microsoft security essentials.
Nörd
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva sem hagar sér undarlega og vaknar úr sleep sjálf.

Póstur af Danni V8 »

Þú getur útilokað netþrjót með því að taka hana alveg úr sambandi við netið, sama hvort það er wireless að wired. Annars finnst mér mjööög hæpið að tölvan sé ennþá sýkt fyrst það er búið að formatta hana.

Þegar þetta gerist, var iTunes opið eða lokað áður en tölvan fór í sleep mode? Er kannski einhver Play takki bilaður?
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Tölva sem hagar sér undarlega og vaknar úr sleep sjálf.

Póstur af Benzmann »

prófaðu að hreinsa Registry-ið, skrifaðu bara Hirens Disk, og notaðu forritin sem eru á honum.
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Tölva sem hagar sér undarlega og vaknar úr sleep sjálf.

Póstur af Hargo »

Skynet??? :shock:
Svara