biturk skrifaði:þetta er nú bara hundur..............
að halda að hundur sé fjölskyldumeðlimur er kjánalegt að MÉR fynnst, að hugsa um hund eins og barn (eða eins og sumir taka hundinn liggur við fram yfir barnið) er fáránlegt, þetta er og verður dýr.
Skiljanlegt viðhorf hjá manneskju sem hefur ekki áhuga á hundum. Það að hundur sé talinn fjölskyldumeðlimur þýðir ekki að það sé farið með hann eins og barn. Þeir sem hafa þó ekki nema grunnvit á hundauppeldi vita það, að það versta sem þú gerir við hundinn þinn er að fara með hann/ala hann upp eins og barn. Þetta er dýr, ekki manneskja, og það er staðreynd sem allir góðir meðvitaðir og upplýstir hundaeigendur vita frá fyrsta degi.
Það þýðir samt ekki að ég myndi ekki henda mér fyrir bíl til að bjarga hundinum mínum, án þess að hugsa mig um, sem ég hef gert og endurtæki eins oft og þyrfti.
@Páll - Þvílík djöfulsins besserwisser komment hef ég sjaldan séð á þessu spjalli. Það eina sem þú hefur sagt hérna og gefið til kynna er yfirlæti og innantóm orð. Það getur vel verið að þú hafir e-ð vit á því sem þú ert að segja, en það þýðir ekki að segja bara "Ég veit hvað ég er að segja!".
@bulldog -Afsakaðu ef ég er að skemma fyrir þér sölu, tíkin er að sjálfsögðu ekki verðlaus þótt þetta sé að mínu of hátt verð fyrir ársgamla tík án ættbókar, alveg burtséð frá því hvað þú borgaðir fyrir hana til að byrja með. Fyrir tík sem hefur fengið alveg einstaklega gott uppeldi, er skapgóð, heilsuhraust og hlýðin er þetta svosem ekkert út í hött. Það sem fer/fór í mig eru setningar sem gefa til kynna að það væri nær að drepa tíkina og hirða tryggingarféð. Mér er alveg sama hvernig þetta var meint, finnst þetta ekki einu sinni broslegt. Það er svo gífurlega mikið um auglýsta hunda til sölu vegna "breyttna aðstæðna" að það gerir mig geðveikan. Auðvitað koma upp algjörlega óvæntar aðstæður, alvarleg ofnæmi eða alvarlegir persónugallar/skapbrestir hjá hundinum, en mér finnst ALLT of mikið um fólk sem finnst of auðvelt við að skilja við hundinn sinn, afþví að alltíeinu er ekki pláss, eða "ekki tími" til að sinna hundinum.
Að fá sér hund er skuldbinding, ekki bíll sem hægt er að selja aftur ef manni líkar illa við.