GateM skrifaði:og já þetta með tæknimannin, er semsagt í háskólablokk og það er ljósleiðari i husinu og útaf því þurfti ég tæknimann til að fixa eithvað sambandi með það. og öruglega margir að hugsa með sér afhverju nota ég ekki háskólanetið útaf það er ljósleiðari málið er bara að það er lokað fyrir allt saman download og leikjaspilun.
Ef þú þurftir að láta fixa einhverja símalínu handa þér til að geta notað DSL þá skil ég að þú hafir þurft að borga tæknimanninum. Reyndar mjög asnalegt að gefa upp vitlaust verð, alveg spurning að kanna það.
Hins vegar myndi ég frekar fá mér erlenda VPN þjónustu (kostar alveg eitthvað en er pottþétt ekki dýrara en ADSL með þessu veseni öllu). Þá sér skólinn bara að þú ert með dulkóðaða tengingu út og grunar ekkert. Þá gætirðu hugsanlega líka notað síður sem hafa region lock etc.
Það er kannski orðið of seint núna ef þú hefur gert einhverjar skuldbindingar. Endilega póstaðu samt niðurstöðum úr bæði innlendu og erlendu speedtest.