Get eki stillt á native resolution í sjónvarpstölvu

Svara
Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Get eki stillt á native resolution í sjónvarpstölvu

Póstur af Danni V8 »

Ég var að setja upp hjá mér sjónvarpstölvu. Þetta er svona lítil MSI tölva eins og eru notaðar á skrifstofum.

Ég er með Panasonic TX-32LX70S sjónvarp sem er með 1366x768 native resolution og tengi tölvuna bara við það. Það er tengt með VGA í báða enda.

Ég get stillt PS3 á 1366x768 gegnum HDMI1 og er með sjónvarpið tengt sem seinni skjárinn á borðtölvunni með DVI í HDMI millitengi í tölvunnig og tengi það síðan í HDMI2 á sjónvarpinu.

Ég prófaði að tengja það þannig á þessari tölvu líka, ss. DVI í HDMI millistykki og síðan tengja í HDMI2 á sjónvarpinu og þá var sjónvarpið by default á 1280x720, en myndin var of stór, passaði ekki í rammann, ég gat stillt alveg upp í 1920x1080 en þá varð myndin bara pínulítil í miðjum skjánum.

Get samt með engu móti stillt á 1366x768 sem er native resolution á þessu sjónvarpi samkvæmt bæklingnum.

Ef ég er með tengt í gegnum VGA tengi þá virka bara tvær upplausnir, 800x600 og 1024x768. Nota síðan Intel Graphics Accelerator tólið til að stilla aspect ratio á 16:9 þannig að myndin verði ekki bjöguð.

Er að nota Windows 7 64bit.


Einhver ráð?
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

birgirdavid
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Sun 24. Maí 2009 21:09
Staða: Ótengdur

Re: Get eki stillt á native resolution í sjónvarpstölvu

Póstur af birgirdavid »

Prufaðu að tengja sjónvarpstölvuna með DVI breytistykki, semsagt notar VGA snúruna og setur DVI breytistykki á annan endan og tengdu DVI tengið í tölvuna og hinn endan í sjónvarpið eða er kannski ekki DVI tengi á tölvunni ? :)
Turninn : Gigabyte P55A-UD3 - Intel Core i7-860 2.8 GHz - Nvidia GeForce GTS250 1GB og Nvidia GeForce 9500 GT - 4GB Mushkin DDR3 - AXP 500W - 3x Seagate 500GB - Cooler Master HAF X
Jaðarbúnaður : 1x BenQ 22" og 2x 19" Acer - MX510 - Razer Reclusa - Sennheiser HD595

Iphone 4S
Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Get eki stillt á native resolution í sjónvarpstölvu

Póstur af Danni V8 »

Kuldabolinn skrifaði:Prufaðu að tengja sjónvarpstölvuna með DVI breytistykki, semsagt notar VGA snúruna og setur DVI breytistykki á annan endan og tengdu DVI tengið í tölvuna og hinn endan í sjónvarpið eða er kannski ekki DVI tengi á tölvunni ? :)
Jú, það er DVI tengi. Var að prófa þetta en það er sama sagan :/
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Staða: Ótengdur

Re: Get eki stillt á native resolution í sjónvarpstölvu

Póstur af Holy Smoke »

Sum sjónvörp hreinlega styðja ekki meira en 1024x768 yfir VGA. Það var mjög algengt vandamál þegar 1360x768 sjónvörpin voru upp á sitt besta.

Á hinn bóginn er HDMI svolítið sér á báti. Það er jafn misjafnt eftir sjónvörpum og skjákortum, en oft á tíðum neita sjónvörp að styðja aðrar upplausnir en þær sem eru standard (720p/1080i os.frv.) yfir HDMI. Þegar ég var með mitt 1360x768 sjónvarp var t.d. lítið mál fyrir mig að nota native upplausn ef ég tengdi tölvuna með DVI>HDMI kapli; en ef ég tengdi með HDMI>HDMI kapli þá gat ég bara notað 720p eða 1080i. Vandamálið í því tilfelli var að ATI skjákortið skynjaði þá skjáinn sem sjónvarp en ekki tölvuskjá, og jafnvel þó sjónvarpið gæti keyrt native upplausn þá neitaði skjákortið að nota aðrar en þessar standard upplausnir. Þegar ég tengdi með DVI þá hélt skjákortið að það væri tengt við tölvuskjá og leyfði mér að nota aðrar upplausnir, en þá missti ég hins vegar hljóðið úr sjónvarpinu vegna þess að tölvuskjáir eru almennt ekki með hátalara og skjákortið hætti að senda hljóðstrauminn.

Ég veit reyndar ekki hvernig Intel skjákort höndla þetta en það er fullt af svona faktorum sem koma til greina. Þú gætir helst reynt að nota PowerStrip til að búa til custom upplausn en það er ekkert sjálfgefið að það virki. Engu að síður finnst mér líklegt að þú þurfir að 'feika' merkið þannig að skjákortið haldi að það sé tengt við tölvuskjá frekar en sjónvarp. Þá er hins vegar möguleiki á að þú missir hljóðið úr sjónvarpinu og er issjú ef þú ert ekki með utanáliggjandi hátalarasett.
Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Get eki stillt á native resolution í sjónvarpstölvu

Póstur af flottur »

'eg hef lent í svipuðu þegar ða ég var að tengja tölvu félaga míns við sjónvarpið hans(Panasonic eitthvað 32 tommu) með hdmi kapli, þetta var feitt vesen, enn kannski hefði þetta ekki verið vesen ef að ég hefði vitað það sem seinasti ræðumaður sagði um hdmi og sjónvörp......enn þetta virkar HD og fínerí.
myndin ýmist passaði ekki á sjónvarpið eða var fyrir utan ramman, stórt letur sem var ekki alveg að gera sig og allskona helvítis vandamál ](*,)

Enn síðan fann ég einhverja fína nvidia valkosti þar sem ég gat dregið skjámyndina til beggja hliða, togað upp og niður og náði að gera þetta fínt fyrir hann......60 min seinna :evillaugh
Custom desktop
Work Laptop : Lenovo Thinkpad E15
Svara