gtice skrifaði:Daginn,
Að streyma bíómynd sem er 90 mínútur og er 8 GB yfir net er aðeins 1.51 MBæti á sekúndu eða 12,13 Mbit á sekúndu.
100Mbit net ræður við 70-80% álag án þess að tapa mikið pökkum.
Til að metta 00mbit línu þarf skráin að vera 54GBæti m.v. 90 mín afspilun og 80% álag.
Netkort flestra netspilara (ef ekki allra) eru 100mbit.
Aðgerðin sem tækin þurfa að framvæma er að afþjappa video og hljóðmerki og birta, og er það erfiðasti hjallinn.
Hinsvegar getur verið að önnur tæki á heimili valdi miklu álagi í neti sem getur haft áhrif á afköst netsins, en það er ekkert sem segir að það þurfi 1gbit net alla leið í netspilarann.
Birt með fyrirvara um villur í útreikningi
Gummi
Þarna ertu að tala um hreint file stream, sem er talsvert ólíkt því sem gerist þegar myndir eru stream-aðar yfir í PS3, svo best sem ég veit.
Hreint filebased stream úr servernum hjá mér yfir í HTPC vélina, í gæðahæstu mynd sem ég á er að toppa í 20-25Mbps ef ég man rétt. Þessi tala tífaldast með transcoding á sömu mynd. Ég veit ekki tæknilegar ástæður fyrir því að transcoding tekur svona margfalt meiri bandvídd/bitrate en hitt, en það virðist vera gífurlega mikið overhead. Ég gat ekki spilað staka 1080p mynd án þess að droppa fps mjög reglulega, og sumar myndir gat ég hreinlega gleymt því að horfa á þegar ég var með 100Mbit línu úr server yfir í PS3. Meðal playback bitrate á 1080p mynd var að rokka frá 60-120Mbps með transcoding. Til að byrja með þurfti ég að uppfæra serverinn, bæði MB og CPU til að ná að transcoda-a stærstu 1080p myndirnar mínar, og síðan þurfti ég að leggja Gbit til að ná stutterless playback fram í stofu.
Þetta á ekki við ef notast er við muxer, eins og TsMuxer sem er innbyggður í PS3 Media server. TsMuxer endurpakkar MKV yfir í M2TS sem tekur bæði mikið minna CPU power og mikið minni bandvídd. Gallinn við þetta er hinsvegar sá að það tapast ýmsir möguleikar, svosem að implementa subs, breyta um audio channels (oft þarf að víxla úr 2.0 yfir í DTS 5.1 manualt).
Hinsvegar ef mönnum dugar 720p efni þá dugar P4 og 100Mbit net til að transcode-a slíku.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.