Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Svara
Skjámynd

Höfundur
astro
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af astro »

Ég var að velta því fyrir mér, ég er í Noregi og er búinn að vera hérna í 1ár+, ég keypti mér sjónvarp í fyrra.
Langar að eiga það, keypti það ódýrt og það er dýrt heima þetta sjónvarp.
Hefur einhver flutt svona á milli landa ? eða getiði komið með hugmyndir hvernig best er farið að því? :) 50" Plasmi :)
Fractal Design Meshify C * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af Daz »

Þú mátt flytja ákveðið mikið með þér heim tollfrjálst sem "búslóð". Athugaðu með slíkar reglur/undantekningar.
Skjámynd

Höfundur
astro
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Lau 07. Jan 2006 02:16
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af astro »

Daz skrifaði:Þú mátt flytja ákveðið mikið með þér heim tollfrjálst sem "búslóð". Athugaðu með slíkar reglur/undantekningar.
Takk fyrir svarið, ég get ekki nýtt mér það vegna þess að "búslóðin" sem ég flyt inn verður að vera eldri en 1 árs, eða ef hún er yngri en 1 árs má hún ekki hafa kostað meira en 140.000Kr.-.
Sjónvarpið er 9 mánaðar gamalt og kostaði 180.000 :)

Ég er ekkert endilega að vilja sleppa með eithvað gjald, ég vill bara koma því heim "HEILT" ef það er hægt! :)
Fractal Design Meshify C * MSI Z170A Tomahawk AC * Intel Core i7-6700 * 16GB Corsair Vengeance LPX 3200Mhz * Zotac GTX1080 AMP Extreme * 240GB Samsung Evo 850 SSD MASTER * 120GB Corsair SSD SLAVE * 3x2TB SG Barracuda HDD SLAVE* Noctua NH-C12P SE14
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af Daz »

Jah, spurning hvort að þetta 140 þúsund króna mark sé hart eða mjúkt hámark. S.s. hvort þú getur borgað gjöldin af því sem kostar meira en 140 þúsund? (180-140 = 40 þúsund sem þú borgar gjöld af?)

Annars veit ég ekkert.

kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af kjarrig »

Systir mín flutti frá Danmörku og hún athugaði þessi mál vel. Veit ekki hvort að það skiptir máli hve lengi þú bjóst erlendis (hún bjó í 3 ár), en hún mátti flytja inn nýjar vörur upp að 600.000 íslenskum krónum.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af kizi86 »

held að OP sé að spurja um flutningsleiðir ekki gjöld...
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af ManiO »

Frakt er sennilega eina leiðin, og þá eru tveir valkostir, skip eða flugvél. Hafðu samband við eimskip og icelandair og fáðu upplýsingar um tryggingar á flutningum hjá þeim og verð.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af ponzer »

Telst sem búslóð ef þú hefur átt heima lengur en ár úti.. Keypti mér TV þegar ég átti heima úti, átti heima þar í rúmlega ár og kom með það heim enn í kassanum og borgaði ekkert fyrir það :)

EDIT* Þú verður að sjálfsögðu að flytja það í búslóðarfluttningi, þ.e.a.s með allri búslóðini þinni.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp - Noregur til Íslands ?

Póstur af braudrist »

Verða Plasma sjónvörp ekki að fara með skipi? Man einhvern tímann að hafa heyrt að skárinn gæti eyðilagst ef hann færi með flugvél (eitthvað með hæðina og efnin í skjánum að gera). Kannski er það samt bull í mér
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Svara