Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Svara

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Arkidas »

http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=40LV733N" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=40RV733" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=LT42DR1BU" onclick="window.open(this.href);return false;

Getið þið sagt mér hvaða sjónvarp af þessum er best? Myndi líka vilja vita hvort af tveim efri er betra. Ég veit ekki mikið um sjónvörp og get bara metið út frá pixlafjölda en þau eru öll Full HD.

Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Matti21 »

Eyddu örlítið meiri pening og taktu þetta hérna tæki --> http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL5405H" onclick="window.open(this.href);return false;
100hz, HD natural motion, 2ms í svartíma. Þú munt ekki sjá eftir því.
Allavega mitt álit.
-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

playmaker
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mið 07. Jan 2009 16:48
Staðsetning: Hér og þar
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af playmaker »

Matti21 skrifaði:Eyddu örlítið meiri pening og taktu þetta hérna tæki --> http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL5405H" onclick="window.open(this.href);return false;
100hz, HD natural motion, 2ms í svartíma. Þú munt ekki sjá eftir því.
Allavega mitt álit.
x2 MIKLU BETRA TÆKI
Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af FriðrikH »

Why 3d doesn't work and never will:
http://blogs.suntimes.com/ebert/2011/01/post_4.html

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Arkidas »

En rispast LCD ekki frekar? Það er barn á heimilinu nefninlega.

Hauksi
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fös 28. Mar 2008 15:12
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Hauksi »

Tækið í miðjunni er best...
Munurinn á Toshiba tækjunum er að RV er betur útbúið en LV tækið..
:|

stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af stebbi23 »

flest plasma tæki eru með glercover á meðan það er panel á lcd tækjum. Plasminn gæti þolað meira en ég mæli samt ekki með að snerta hvorugt mikið, rispur og olía af höndum fer illa með bæði.

Annars ef þú ert að spá í þessum tækjum þá myndi ég klárlega taka Philips tækið yfir öll hin en myndi samt skoða það að ódýr Philips tæki eru yfirleitt með slöppum panelum á meðan dýrari tækin frá þeim eru mjög flott.

Myndi sjálfur taka frekar:
LG 42" LD650
http://www.bt.is/vorur/vara/id/12195" onclick="window.open(this.href);return false;
eða
Samsung 40" C575
http://www.samsungsetrid.is/vorur/212/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.bt.is/vorur/vara/id/12079" onclick="window.open(this.href);return false;
Skjámynd

MatroX
Besserwisser
Póstar: 3496
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af MatroX »

Matti21 skrifaði:Eyddu örlítið meiri pening og taktu þetta hérna tæki --> http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=42PFL5405H" onclick="window.open(this.href);return false;
100hz, HD natural motion, 2ms í svartíma. Þú munt ekki sjá eftir því.
Allavega mitt álit.
félagiminn keypti sér svona og ég verð að segja að þetta er rosalega flott tæki. góð mynd og líka 100hz. mæli með þessu tæki bæði ódýrt og gott
Intel i7 8700k | Corsair H100i | ASROCK z370 PRO4m | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
Skjámynd

Raidmax
Geek
Póstar: 841
Skráði sig: Mið 05. Ágú 2009 19:19
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Raidmax »

Philips tækið er flott það er líka með HD margmiðlunarspilara innbygðan sem er flott !
Intel Core i7 2600K 3.4 Ghz | Gigabyte P67A-UD4-B3 | G.Skill 2 x 4 GB 1600 Mhz Ripjaws 1.5 V | MSI GTX 1070 Ti 8 GB | CM Silent Gold 1000W | Corsair Hydro H70 | 500 GB SSD Samsung | 1TB Samsung | Corsair Graphite 230T
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Pandemic »

stebbi23 skrifaði:flest plasma tæki eru með glercover á meðan það er panel á lcd tækjum. Plasminn gæti þolað meira en ég mæli samt ekki með að snerta hvorugt mikið, rispur og olía af höndum fer illa með bæði.

Annars ef þú ert að spá í þessum tækjum þá myndi ég klárlega taka Philips tækið yfir öll hin en myndi samt skoða það að ódýr Philips tæki eru yfirleitt með slöppum panelum á meðan dýrari tækin frá þeim eru mjög flott.

Myndi sjálfur taka frekar:
LG 42" LD650
http://www.bt.is/vorur/vara/id/12195" onclick="window.open(this.href);return false;
eða
Samsung 40" C575
http://www.samsungsetrid.is/vorur/212/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.bt.is/vorur/vara/id/12079" onclick="window.open(this.href);return false;
Það er ekki glercover í plasmatækjum panelinn sjálfur er úr gleri. Það er líka lítil hætta á að þú rispir plasma panel hann er mun sterkari en plastið í LCD og þú þyrftir líklega eitthvað svipað skrúfjárni til að fara illa með glerið. Það eru hinsvegar húðanir á bæði LCD og plasma, svo sterk hreinsiefni eru alveg stranglega bönnuð.

Plasma all the way
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af ManiO »

Tjah, sonur minn náði að rispa gler cover á sjónvarpi fyrir nokkru. Aldrei efast um hvað börnum tekst.
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Pandemic »

ManiO skrifaði:Tjah, sonur minn náði að rispa gler cover á sjónvarpi fyrir nokkru. Aldrei efast um hvað börnum tekst.
Reyndar :lol:
Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Oak »

FriðrikH skrifaði:Why 3d doesn't work and never will:
http://blogs.suntimes.com/ebert/2011/01/post_4.html
hvaðan kom þetta eiginlega ?
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Daz »

Oak skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Why 3d doesn't work and never will:
http://blogs.suntimes.com/ebert/2011/01/post_4.html
hvaðan kom þetta eiginlega ?
Einhver mislesið fyrirsögnina "3 HD tækjum" sem "3D tækjum"?

Annars áttaði ég mig á því að Ebert er gamall bitur kall eftir "games aren't art" staðhæfinguna/greinina hans. Eftir því sem maður verður eldri því íhaldsamari og bitrari verður maður víst, næsta kynslóð mun hlæja að okkar 2D myndum (eða eitthvað, ég er líka bitur gamall kall).

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Arkidas »

Raidmax skrifaði:Philips tækið er flott það er líka með HD margmiðlunarspilara innbygðan sem er flott !
Þýðir þetta að ég geti tengt venjulegan utanáliggjandi USB harðan disk við sjónvarpið og spilað af?

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af ÓmarSmith »

Philips tækið er yfirburða tæki af þessum sem þú taldir upp ...

Myndi benda þér á það , eða jafnvel fara í Panasonic Plasma HD Ready tæki.

Það er engin svartími þar - betri svartir litir og 100hz
http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42C2" onclick="window.open(this.href);return false;

Og það er á 99.990 út daginn í dag hjá SM


Virkilega góð mynd og góð kaup í því tæki


Kíktu bara upp í SM og hóaðu á mig, er að vinna þar og get sýnt þér góðann mun á þessu.
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

Höfundur
Arkidas
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Fös 04. Feb 2005 23:03
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af Arkidas »

Það eina sem ég sé að plasma tækinu er að það er ekki full HD. Ég myndi gjarnan vilja geta horft á HD 1080p efnið mitt. 1080p plasmarnir eru allir í dýrari kantinum hjá ykkur.

En já pabbi minn kíkir þarna við í dag. Segi honum kannski að hóa í þig. Veit ekki hvort ég komist sjálfur með honum. Hef sjálfur ekkert mikið vit á þessu enda nota ég ekki sjónvörp eftir að ég seldi PS3 tölvuna mína fyrir þó nokkru.
Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 891
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Staða: Ótengdur

Re: Munurinn á þessum 3 HD tækjum?

Póstur af FriðrikH »

Einhver mislesið fyrirsögnina "3 HD tækjum" sem "3D tækjum"?
Hahaha :megasmile svona líka......... afsakið spammið ](*,)
Svara