Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Sælir vaktarar,
smá nöldur um málfar
Í spjalli um tölvur er nokkuð algengt að talað sé um gæði á rangan hátt.
Gæði geta ekki verið góð. Gæði og góð eru í raun sama orðið. Gæði eru mikil eða lítil.
smá nöldur um málfar
Í spjalli um tölvur er nokkuð algengt að talað sé um gæði á rangan hátt.
Gæði geta ekki verið góð. Gæði og góð eru í raun sama orðið. Gæði eru mikil eða lítil.
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
oon skrifaði:Sælir vaktarar,
smá nöldur um málfar
Í spjalli um tölvur er nokkuð algengt að talað sé um gæði á rangan hátt.
Gæði geta ekki verið góð. Gæði og góð eru í raun sama orðið. Gæði eru mikil eða lítil.
Þegar ég spjalla um tölvur þá tala ég ekki um gæði á rangan hátt.
Ég nota orðið kannski vitlaust en tala rétt um það.
En fyrir mér eru gæði góð þó þú segir að þau geti ekki verið það, einfaldlega vegna þessi tvö orð eru í raun sama orðið.
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Algeng málfarsvilla: „Er kvikmyndin í góðum gæðum?“
Rétt er að segja: „Er kvikmyndin í miklum gæðum?“
Algeng málfarsvilla: „Hljómgæðin eru léleg“
Rétt er að segja: „Hlómgæðin eru lítil“
Rétt er að segja: „Er kvikmyndin í miklum gæðum?“
Algeng málfarsvilla: „Hljómgæðin eru léleg“
Rétt er að segja: „Hlómgæðin eru lítil“
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Hvað er svona svakalega vitlaust við þetta ?oon skrifaði:Algeng málfarsvilla: „Hljómgæðin eru léleg“
Get ekki með nokkru móti séð að þetta sé villa..
Ef ég sæki mynd á netinu og félagi minn spyr mig hvernig hljóðið sé þá segi ég ef mér finnst það ekki nógu gott að hljóðið sé frekar lélegt á myndinni, eitthvað vitlaust við það ?
Edit: Nice, póstur nr. 1666 hjá mér
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- /dev/null
- Póstar: 1403
- Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
- Staðsetning: 1101101
- Staða: Ótengdur
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
hahahahaha flottur titill
Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Hvernig eru gæðin á myndinni?
Viltu þá meina að þetta væri málfarslega rétt sem "Eru gæðin mikil á myndinni?" eða "eru mikil gæði á myndinni?"
Vá hvað það er óþjált á að segja það.
Fyrir mér þá er "gæði" bara sama og "quality", hlutur getur verið "good quality" eða "low quality"... þ.e. góð gæði eða léleg/lítil gæði.
Ég held að minnsta kosti áfram að tala um Góð gæði og Léleg gæði.
edit: nvm örugglega rétt hjá þér þar sem talað er "rétt" um high quality og low quality, en það breytir því ekki að fyrir mér þá er þetta nákvæmlega sami hluturinn. Mikið af einhverju er gott, þar af eru þetta góð gæði. Lítið af einhverju er lélegt og þar af eru þetta léleg gæði. Á sama hátt og margur útlendingurinn segir good quality og bad quality
Viltu þá meina að þetta væri málfarslega rétt sem "Eru gæðin mikil á myndinni?" eða "eru mikil gæði á myndinni?"
Vá hvað það er óþjált á að segja það.
Fyrir mér þá er "gæði" bara sama og "quality", hlutur getur verið "good quality" eða "low quality"... þ.e. góð gæði eða léleg/lítil gæði.
Ég held að minnsta kosti áfram að tala um Góð gæði og Léleg gæði.
edit: nvm örugglega rétt hjá þér þar sem talað er "rétt" um high quality og low quality, en það breytir því ekki að fyrir mér þá er þetta nákvæmlega sami hluturinn. Mikið af einhverju er gott, þar af eru þetta góð gæði. Lítið af einhverju er lélegt og þar af eru þetta léleg gæði. Á sama hátt og margur útlendingurinn segir good quality og bad quality
Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Mér finnst þetta þriðja reyndar ekkert rosalega óþjált TBH. En þetta er bara dæmi um hvernig við erum að taka inn áhrif frá öðrum tungumálum. Það má alltaf deila um réttmæti þess, tungumál er náttúrulega bara það sem fólkið sem talar málið vill að það sé. Hins vegar er alltaf leiðinlegt þegar við tökum inn breytingar sem einfalda (ég vil segja "stupify", man ekki gott íslenskt orð) málfræðina okkar of mikið. *hóst hóst* þágufallssýki *hóst*Haxdal skrifaði:Hvernig eru gæðin á myndinni?
Viltu þá meina að þetta væri málfarslega rétt sem "Eru gæðin mikil á myndinni?" eða "eru mikil gæði á myndinni?"
Vá hvað það er óþjált á að segja það.
Fyrir mér þá er "gæði" bara sama og "quality", hlutur getur verið "good quality" eða "low quality"... þ.e. góð gæði eða léleg/lítil gæði.
Ég held að minnsta kosti áfram að tala um Góð gæði og Léleg gæði.
edit: nvm örugglega rétt hjá þér þar sem talað er "rétt" um high quality og low quality, en það breytir því ekki að fyrir mér þá er þetta nákvæmlega sami hluturinn. Mikið af einhverju er gott, þar af eru þetta góð gæði. Lítið af einhverju er lélegt og þar af eru þetta léleg gæði. Á sama hátt og margur útlendingurinn segir good quality og bad quality
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
oon skrifaði:Sælir vaktarar,
smá nöldur um málfar
Í spjalli um tölvur er nokkuð algengt að talað sé um gæði á rangan hátt.
Gæði geta ekki verið góð. Gæði og góð eru í raun sama orðið. Gæði eru mikil eða lítil.
hehehe....já það fer líka í taugarnar á mér þegar fyrirtæki auglýsa að þau séu að "gefa frítt" ..
Svo er líka spurning um orðalagið "ég persónulega get" .... er ekki nóg að segja "ég get" ...
Smá nöldur hérna hjá mér í morgunsárið
-
- Besserwisser
- Póstar: 3439
- Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Staða: Ótengdur
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Hlómgæði hlýtur að vera nýyrði þáoon skrifaði:Algeng málfarsvilla: „Er kvikmyndin í góðum gæðum?“
Rétt er að segja: „Er kvikmyndin í miklum gæðum?“
Algeng málfarsvilla: „Hljómgæðin eru léleg“
Rétt er að segja: „Hlómgæðin eru lítil“
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
bulldog skrifaði:Hlómgæði hlýtur að vera nýyrði þáoon skrifaði:Algeng málfarsvilla: „Er kvikmyndin í góðum gæðum?“
Rétt er að segja: „Er kvikmyndin í miklum gæðum?“
Algeng málfarsvilla: „Hljómgæðin eru léleg“
Rétt er að segja: „Hlómgæðin eru lítil“
-
- Geek
- Póstar: 801
- Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Haxdal skrifaði:Hvernig eru gæðin á myndinni?
Viltu þá meina að þetta væri málfarslega rétt sem "Eru gæðin mikil á myndinni?" eða "eru mikil gæði á myndinni?"
Vá hvað það er óþjált á að segja það.
Fyrir mér þá er "gæði" bara sama og "quality", hlutur getur verið "good quality" eða "low quality"... þ.e. góð gæði eða léleg/lítil gæði.
Ég held að minnsta kosti áfram að tala um Góð gæði og Léleg gæði.
edit: nvm örugglega rétt hjá þér þar sem talað er "rétt" um high quality og low quality, en það breytir því ekki að fyrir mér þá er þetta nákvæmlega sami hluturinn. Mikið af einhverju er gott, þar af eru þetta góð gæði. Lítið af einhverju er lélegt og þar af eru þetta léleg gæði. Á sama hátt og margur útlendingurinn segir good quality og bad quality
Edit: Hér stóð tóm vitleysa
Þegar það kemur að málfræði þá skiptir ekki máli hvað mönnum finnst. Þetta er spurning um rétt eða rangt
Last edited by Dagur on Fös 28. Jan 2011 14:06, edited 1 time in total.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Opnar þú þá dyr eða hurðar?
Nánast allir í dag tala um að opna hurðar, þrátt fyrir hversu málfræðilega vitlaust það er.
Hurð er hlutur sem er notaður til að opna og loka dyrum, þú getur ekki opna hurð. Ef þú gerir gat á hurðina sjálfa og opnar það, ertu búinn að búa til nýjar dyr í hurðina og er að opna og loka þeim.
En samt virðist það almennt tekið gilt þegar fólk talar um að opna hurðar...
Ég skal viðurkenna það að ég fell oft í þá gryfju að tala um góð eða slæm gæði, en það er eitthvað sem ég þarf þá að passa upp á.
Nánast allir í dag tala um að opna hurðar, þrátt fyrir hversu málfræðilega vitlaust það er.
Hurð er hlutur sem er notaður til að opna og loka dyrum, þú getur ekki opna hurð. Ef þú gerir gat á hurðina sjálfa og opnar það, ertu búinn að búa til nýjar dyr í hurðina og er að opna og loka þeim.
En samt virðist það almennt tekið gilt þegar fólk talar um að opna hurðar...
Ég skal viðurkenna það að ég fell oft í þá gryfju að tala um góð eða slæm gæði, en það er eitthvað sem ég þarf þá að passa upp á.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Algeng málfarsvilla í spjalli um tölvur
Ég hef alltaf talað um góð og léleg gæði, en vissi þó að það væri rangt. Ég gerði það bara afþví að allir aðrir gerðu það og ég gerði líka ráð fyrir því að flestir aðrir vissu að það væri rangt... en í þessum þræði eru a.m.k. tveir sem þræta fyrir að "góð gæði" sé málfarslega rangt... og þá átta ég mig á því hversu illa stödd íslenska þjóðin er hvað málfræði varðar
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"