Mér líkar alveg við Benq skjáina. Ég er líka að horfa á að Tölvutækni veita 2 ára ábyrgð gagnvart dauðum pixlum og mér finnst allavega þegar ég er að kaupa tölvuhluti þá er ég líka að kaupa aðgang að ábyrgð/þjónustu ef eitthvað skyldi koma upp á. Til dæmis eru Elko með ömurlega þjónustu þótt að þeir geti verið með fín verð. Tölvutækni, Kísildalur & Buy.is eru með mjög góða þjónustu öll. Þannig að maður er frekar tilbúinn að borga einhverja auka þúsundkalla fyrir það að vera með örugga og góða þjónustu ef eitthvað skyldi koma upp á.
ég fæ mér svo líklega nýtt skjákort í mars-apríl fer með 80 þús í það og svo fer ég að safna fyrir 120 gb mushkin callisto disk og síðan fer maður að verða góður
bulldog skrifaði:ég fæ mér svo líklega nýtt skjákort í mars-apríl fer með 80 þús í það og svo fer ég að safna fyrir 120 gb mushkin callisto disk og síðan fer maður að verða góður
Flottur !
sama plan og hjá mér, auk þess að fá mér annan skjá
ég er búinn að vera að nota 32" full hd sharp sjónvarpið sem skjá en verð bara með skjá núna svo að maður geti spilað leikina almennilega. Skjárinn sem ég pantaði er með 2 ms svartíma
100% Pixlaábyrgð á skjám er nýjung á íslandi sem Tölvutek býður upp á.
Hún virkar þannig að ef viðskiptavinur kaupir nýjan skjá hjá Tölvutek, fer með hann heim og finnur gallaðan pixel í honum má hann skila honum strax og fá nýjan skjá.
Athugið að ábyrgðin nær aðeins yfir nýjan skjá sem reynist innihalda gallaða pixla strax í upphafi, því er mikilvægt að skoða skjáinn vel eftir að heim er komið ef ske kynni að hann innihéldi gallaðan pixel. Gott er að prófa mismunandi bakgrunnsliti þegar skjárinn er skoðaður.
Síðast þegar ég vissi gildi bara "100% pixlaábyrgðin" fyrstu 1-2 vikurnar hjá Tölvutek á meðan (að ég best veit) er pixlaábyrgð út allan ábyrgðartímann hjá öðrum fyrirtæknum, amk. hjá Tölvutækni sem bjóða 2-3 ára ábyrgð á Skjáum og 100% pixlaábyrgð út allan ábyrgðartímann, 1 pixlari dauður/fastur = nýr skjár.
Ekki þó vitna í mig með þetta, hringið frekar í fyrirtækin og fáið þetta staðfest..
bulldog skrifaði:hdmi rokkar dvi er tengi gærdagsins
á skjákortinu sem ég var að kaupa eru 1 HDMI, 1 DVI og 1VGA.
Sjónvarpið verður tengt í HDMI þannig að skjárinn þarf að fara í DVI eða VGA og ég mun frekar nota DVI heldur en VGA!
Það er nákvæmlega engin munur á myndgæðum nema kannski að þú ert kominn út í Hdmi 1.4. Það á að vera einhver munur hins vegar á hljóðgæðum, en ekkert samt sem maður tekur eftir.
ein spurning til ykkar strákar...nenni ekki að stofna nýjan þráð um þetta.
Ef ég mundi kaupa eins skjá og OP er/var að kaupa...mundi þá ekki virka að nota eftirfylgjandi snúru úr GPU-DVI tengi í skjás-HDMI tengi?
Það skiptir engu máli í hvora áttina þessi snúra er, eða hvað?
hdmi og dvi bera sambærileg myndmerki sem að eru stafræn og enginn munur á gæðum, eini munurinn í grundvallaratriðum er að hdmi ber líka hljóðmerki, hefur hdcp og einhverja samskipta möguleika.