síðan BÚMM!! ég heyri WD diskinn minn slökkva á sér. (heyrist auðveldlega því það er það eina sem heyrist í tölvunni minni). kemur svart á skjáinn. og verður svoleiðis í 3-4 sek síðan heyri ég WD diskinn kveikja aftur á sér og tölvan restartast.
ég er núna að taka Backup af öllu mikilvægu og búa mig undir það versta
Mínir báðir hafa gert þetta bara slökkva á sér þegar það er mikið álag og svo restart En núna er ég með Samsung og líf mitt er fullkomið nema ég er svangur nuna
Harðir diskar geta líka verið næmir fyrir hristingi. En ég á ekki þannig disk, vinur minn sýndi mér þetta hjá sér um daginn, á seagate disk. Ég á mjög svipaðann disk (seagate, bara aðeins minni í megabætum talið) og hann þolir gífurlegan hristing. Held að power tengið sé slappt hjá honum.
Er búinn að vera með WD diska í nokkur ár, hef náttúrulega stækkað reglulega en eins ótrúlega og það hljómar hafa þeir runnið ljúft og aldrei verið með neitt múður, svo ég hef ekkert upp á þá að klaga og mæli snnarlega með þeim...... þangað til annað kemur í ljós 7-9-13
eins og þú segir, þá skiptirðu um reglulega, hve reglulega ? því að wd diskarnir fara með tímanum, t.d. er minn wd 2 ára og ekki er svo langt síðan að hann fór að gefa frá sér hljóð. Reyndar minnkaði það þegar ég bætti kælinguna í kassanum. Þar sem hitastigið fór frá því að maður brenndi sig við að koma sig við diskinn niður í kalt.