Fartölva fyrir pabba

Svara

Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Staða: Ótengdur

Fartölva fyrir pabba

Póstur af Daði29 »

Heyo. Borðtölvan á heimilinu er alveg að gefast upp (Eitthvað gamalt Medion dót úr BT) og pabbi er eðlilega að verða vitlaus á því hversu hægfara hún er orðin.

Nú held ég að það sé ekkert óvitlaust að hann fái sér bara fartölvu og hendi þessu Medion rusli. Geta menn bent mér á eitthverja sniðuga fartölvu sem hann getur keypt sér? Hún myndi bara standa inni í herbergi þar sem borðtölvan er núna og pabbi fer bara í hana til að tékka á tölvupóstinum, fara á firefoxinn stöku sinnum, prenta út eitthvað og nota hana sem hýsingu fyrir myndirnar sínar, s.s. engin leikjaspilun eða þess háttar. Í rauninni bara eitthvað gott solid merki.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir pabba

Póstur af AntiTrust »

Daði29 skrifaði:Heyo. Borðtölvan á heimilinu er alveg að gefast upp (Eitthvað gamalt Medion dót úr BT) og pabbi er eðlilega að verða vitlaus á því hversu hægfara hún er orðin.

Nú held ég að það sé ekkert óvitlaust að hann fái sér bara fartölvu og hendi þessu Medion rusli. Geta menn bent mér á eitthverja sniðuga fartölvu sem hann getur keypt sér? Hún myndi bara standa inni í herbergi þar sem borðtölvan er núna og pabbi fer bara í hana til að tékka á tölvupóstinum, fara á firefoxinn stöku sinnum, prenta út eitthvað og nota hana sem hýsingu fyrir myndirnar sínar, s.s. engin leikjaspilun eða þess háttar. Í rauninni bara eitthvað gott solid merki.
Myndi byrja á því að strauja borðtölvuna, vélbúnaður hægir ekki mikið á sér yfir árin heldur er það aðallega hugbúnaðurinn sem verður hægari og bloated með tímanum.

Fyrir ódýra vél en solid merki myndi ég skoða Lenevo G530/G550 vélarnar, fást í mörgum tölvuverslunum, meðal annars tölvuvirkni síðast þegar ég vissi.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Fartölva fyrir pabba

Póstur af ManiO »

Þar sem hann er með skjá, lyklaborð og mús þá er sennilega lang ódýrast að fara bara í eee pc eða eitthvað svipað, http://buy.is/product.php?id_product=1750" onclick="window.open(this.href);return false;
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Svara