Bewan router frá Vodafone (lélegt samband)

Svara
Skjámynd

Höfundur
ivarhauk
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 21:13
Staða: Ótengdur

Bewan router frá Vodafone (lélegt samband)

Póstur af ivarhauk »



Heyrðu ég bý í húsi þar sem routerinn er hinum megin í húsinu og ég er að fá mjög lélegt samband til routersins vegna þess hversu veggirnir eru þéttir. Ég er búinn að prófa að skipta um rásir á routernum en einhverra hluta vegna þá er ég að fá lélegt samband 1-2 klukkustundir eftir að ég endurræsi routerinn.

Ég googlaði mig aðeins í gegnum þetta og fékk ráð að skipta um rásir og ég er núna á rás 10 þar sem mér finnst ég fá einna best samband þannig en er einhver hérna sem hefur betri upplýsingar um hvernig ég get fengið betra samband við routerinn?

Ég er með Macbook Pro tölvu og það skiptir ekki máli hvort ég er inni í Windows eða Mac OS.

Takk takk
Skjámynd

Höfundur
ivarhauk
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Þri 04. Ágú 2009 21:13
Staða: Ótengdur

Re: Bewan router frá Vodafone (lélegt samband)

Póstur af ivarhauk »

Eftir smá pælingar náði ég mér í NetStumbler og skoðaði hvaða rásir routerarnir í kringum mig eru að nota og sá að þeir voru að nota channel 6 og channel 2 þannig ég skellti þessu í channel 13 þar sem að rásir innan bili tveggja rása geta interferað við mig og mér sýnist þetta virka ágætlega svo að ég mæli með þessari aðferð fyrir þá sem að eru í sömu vandræðum og ég.

Ætla þó ekki segja að þetta sé enn komið í lag en læt vita ef annað reynist..
Svara