Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1025
- Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
- Staðsetning: Terra
- Staða: Ótengdur
Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
hvernig líst ykkur á að Síminn er byrjaður að rukka heilar 1600KR fyrir það eitt að fara yfir Gagnamagn. ég er kominn með 158% yfir eða 91GB á þessu heimili og ég get ALLS ekki farið á Erlendar síður, ég get ekki einu sinni farið í Windows update...helvítis focking fokk!
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: Auðvitað...
Nú, ég hélt þeir væru búnir að breyta því þannig að ef maður færi yfir bættu þeir bara 10 GB við sem maður yrði síðan rukkaður fyrir.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1025
- Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
- Staðsetning: Terra
- Staða: Ótengdur
Re: Auðvitað...
ég var að stækka pakkan frá 12mb og 60GB til 16mb í 120, ég komst ekki á neinar erlendar síður :S, mér finnst þetta mjög lélegt
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Auðvitað...
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Auðvitað...
Hvenær sóttir þú um stærri tengingu? Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar hjá Símanum en ég myndi halda að þetta myndi breytast við mánaðarmót nema þú hafir beðið um annað og borgað eitthvað á milli fyrir fyrsta mánuðinn.Nördaklessa skrifaði:ég var að stækka pakkan frá 12mb og 60GB til 16mb í 120, ég komst ekki á neinar erlendar síður :S, mér finnst þetta mjög lélegt
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
-
- Vaktari
- Póstar: 2259
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Tengingin ætti ekki breytist ekki fyrr en eftir mánaðarmót nema annað sé tekið fram.
Skil samt ekki hvernig maður fer að því að bruna svona áfram í gagnamagni, hverju þarf fólk svona mikið að niðurhala?
er með 60 gb gagnamagn og er rétt í 30-40 gb eftir mánuðinn
Skil samt ekki hvernig maður fer að því að bruna svona áfram í gagnamagni, hverju þarf fólk svona mikið að niðurhala?
er með 60 gb gagnamagn og er rétt í 30-40 gb eftir mánuðinn
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Ég skil ekki þennan þráð.
Þetta hefur verið svona lengi og maður fær tilkynningu í tíma um að að stefni í þetta og svo aftur tilkynningu þegar að þetta gerist.
Hvað er vandamálið ?
Þetta hefur verið svona lengi og maður fær tilkynningu í tíma um að að stefni í þetta og svo aftur tilkynningu þegar að þetta gerist.
Hvað er vandamálið ?
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Sumir sækja Full HD bíómyndir..Plushy skrifaði:Skil samt ekki hvernig maður fer að því að bruna svona áfram í gagnamagni, hverju þarf fólk svona mikið að niðurhala?
1 bluray mynd í fullri stærð er um 40-60gb svo það þarf nú bara að sækja 3 svoleiðis til að fara yfir 120gb

Tölvan mín er ekki lengur töff.
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Misjafnar þarfir manna bara? 120GB er bara kidstuff fyrir suma. Gott .mkv rip er t.d. 12-20GB, slefar easy í 30GB ef það er 1080p + DTS HD.Plushy skrifaði:Tengingin ætti ekki breytist ekki fyrr en eftir mánaðarmót nema annað sé tekið fram.
Skil samt ekki hvernig maður fer að því að bruna svona áfram í gagnamagni, hverju þarf fólk svona mikið að niðurhala?
er með 60 gb gagnamagn og er rétt í 30-40 gb eftir mánuðinn
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
-
- Vaktari
- Póstar: 2259
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Ég horfi eiginlega ekkert á bíómyndir, mest þætti og þá frekar streamað af netinu heldur en niðurhal.AntiTrust skrifaði:Misjafnar þarfir manna bara? 120GB er bara kidstuff fyrir suma. Gott .mkv rip er t.d. 12-20GB, slefar easy í 30GB ef það er 1080p + DTS HD.Plushy skrifaði:Tengingin ætti ekki breytist ekki fyrr en eftir mánaðarmót nema annað sé tekið fram.
Skil samt ekki hvernig maður fer að því að bruna svona áfram í gagnamagni, hverju þarf fólk svona mikið að niðurhala?
er með 60 gb gagnamagn og er rétt í 30-40 gb eftir mánuðinn
-
Höfundur - </Snillingur>
- Póstar: 1025
- Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
- Staðsetning: Terra
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
minnsta mál að fara yfir 60GB þar sem það eru 3 tölvur eru á þessu heimili og allir á facebook og youtube osfv
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1946
- Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
- Staðsetning: C:\Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Þú átt nú að gera fylgst með þessu á þjónunstuvef Símans.
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Þá útskýrir það heilmikið, og undirstrikar það sem ég sagði. Misjafnar þarfir mannaPlushy skrifaði: Ég horfi eiginlega ekkert á bíómyndir, mest þætti og þá frekar streamað af netinu heldur en niðurhal.

Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Plushy skrifaði:Ég horfi eiginlega ekkert á bíómyndir, mest þætti og þá frekar streamað af netinu heldur en niðurhal.AntiTrust skrifaði:Misjafnar þarfir manna bara? 120GB er bara kidstuff fyrir suma. Gott .mkv rip er t.d. 12-20GB, slefar easy í 30GB ef það er 1080p + DTS HD.Plushy skrifaði:Tengingin ætti ekki breytist ekki fyrr en eftir mánaðarmót nema annað sé tekið fram.
Skil samt ekki hvernig maður fer að því að bruna svona áfram í gagnamagni, hverju þarf fólk svona mikið að niðurhala?
er með 60 gb gagnamagn og er rétt í 30-40 gb eftir mánuðinn
eitt sem að rosalega margir virðast ekki átta sig á.
en þegar að þú streamar einhverju af netinu þá ertu að niðurhala því.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Vaktari
- Póstar: 2259
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Ég geri mér grein fyrir því... enda er ég að taka ~40 GB á mánuði í það í bland við online leiki eins og Call of Duty.urban skrifaði:Plushy skrifaði:Ég horfi eiginlega ekkert á bíómyndir, mest þætti og þá frekar streamað af netinu heldur en niðurhal.AntiTrust skrifaði:Misjafnar þarfir manna bara? 120GB er bara kidstuff fyrir suma. Gott .mkv rip er t.d. 12-20GB, slefar easy í 30GB ef það er 1080p + DTS HD.Plushy skrifaði:Tengingin ætti ekki breytist ekki fyrr en eftir mánaðarmót nema annað sé tekið fram.
Skil samt ekki hvernig maður fer að því að bruna svona áfram í gagnamagni, hverju þarf fólk svona mikið að niðurhala?
er með 60 gb gagnamagn og er rétt í 30-40 gb eftir mánuðinn
eitt sem að rosalega margir virðast ekki átta sig á.
en þegar að þú streamar einhverju af netinu þá ertu að niðurhala því.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 316
- Skráði sig: Mán 05. Jan 2009 21:33
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Nördaklessa
Ég hef lent í þessum hryllingi en ég var með Leið 2 en ég skipti beint yfir í stærsta pakkann (Leið 3 Hraði allt að 16 Mb/s
Gagnamagn 120 GB) hann er ekki nema 1400kr dýrari á mánuði.
Ég hef lent í þessum hryllingi en ég var með Leið 2 en ég skipti beint yfir í stærsta pakkann (Leið 3 Hraði allt að 16 Mb/s
Gagnamagn 120 GB) hann er ekki nema 1400kr dýrari á mánuði.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3439
- Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 18:33
- Staðsetning: 127.0.0.1
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
ég fór í 136 % af því sem ég er með fyrir mánuðinn ( 16 mb / 120 gb ) Netið fór niður í að það var ekki hægt að fara inn á neitt erlent, hringdi bara í 800-7000 og fékk 10 gb auka sem kostar 1512 krónur og passa mig það sem er eftir mánaðarins 

-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 316
- Skráði sig: Mán 05. Jan 2009 21:33
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Ég var kominn í 128Gíg fyrir viku síðan en ég hringdi í simann og keypti 50Gíg til viðbótar en það kostaði 5000kr.bulldog skrifaði:ég fór í 136 % af því sem ég er með fyrir mánuðinn ( 16 mb / 120 gb ) Netið fór niður í að það var ekki hægt að fara inn á neitt erlent, hringdi bara í 800-7000 og fékk 10 gb auka sem kostar 1512 krónur og passa mig það sem er eftir mánaðarins
Það er rosalegt að geta ekki komist á erlendar síður.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Ég er með 60gb limit og er kominn í 31gb í desember. Nota aðallega innlendar torrent síður þegar ég dowloada, sem er mjög sjaldan því ég er svo oft í Black Ops.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Mér finnst núverandi kerfi hjá Símanum perfect.
Þú kaupir ákveðið gagnamagn, t.d. 120GB og ef þú ferð yfir þá borgaðu meira.
Fyrir ári, eða tveimur man ekki, þá var kerfið þannig að það horfði 7 daga afturábak og svo varð kerfið ennþá heimskulegra og horfði 30 daga afturábak þannig að þú gast farið með CAP á þér inn í nýjan mánuð án þess þó að vera búinn að nota nema part af því magni sem þú keyptir mánuðinn áður.
Maður fékk aldrei vöruna sem maður borgaði fyrir.
Ég lenti meira að segja í því yfir jólin í fyrra/hitteðfyrra...að fá þetta skíta-capp yfir mig, gat ekki browsað erlendar síður eða gert nokkuð, ég hringdi og bað um að fá að kaupa auka gagnamagn (þó ég væri bara búinn með brot af mínu) en það var ekki hægt, þá bað ég um að fá að kaupa annan mánuð....eða bara eitthvað til að losna...
Nei ekki hægt...þú verður bara að bíða í viku með að browsa erlendar síður var svarið.
Í dag er kerfið að virka hinsvegar.
Þú kaupir ákveðið gagnamagn, t.d. 120GB og ef þú ferð yfir þá borgaðu meira.
Fyrir ári, eða tveimur man ekki, þá var kerfið þannig að það horfði 7 daga afturábak og svo varð kerfið ennþá heimskulegra og horfði 30 daga afturábak þannig að þú gast farið með CAP á þér inn í nýjan mánuð án þess þó að vera búinn að nota nema part af því magni sem þú keyptir mánuðinn áður.
Maður fékk aldrei vöruna sem maður borgaði fyrir.
Ég lenti meira að segja í því yfir jólin í fyrra/hitteðfyrra...að fá þetta skíta-capp yfir mig, gat ekki browsað erlendar síður eða gert nokkuð, ég hringdi og bað um að fá að kaupa auka gagnamagn (þó ég væri bara búinn með brot af mínu) en það var ekki hægt, þá bað ég um að fá að kaupa annan mánuð....eða bara eitthvað til að losna...
Nei ekki hægt...þú verður bara að bíða í viku með að browsa erlendar síður var svarið.
Í dag er kerfið að virka hinsvegar.
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Þetta verður náttúrulega aldrei perfect fyrr en þeir fara að bjóða upp á ótakmarkað erlent gagnamagn..
Það vantar svo alvarlega eitthvað fyrirtæki á markaðinn sem býður upp á þetta til þess að neyða Símann/Vodafone til þess að gera hið sama, því ekki gera þeir það að fyrra bragði. Það sýndi sig og sannaði með Hive.. ISP'arnir buðu upp á ótakmarkað þegar Hive gerði það og um leið og Hive hætti þá fóru þeir að limita aftur. Samráð a la olíufyrirtækin?
Síminn bar það fyrir sig að notendur, sem væru að dla meira en gagnamagnið þeirra bauð upp á, væru að hafa áhrif á tengingar hjá öllum hinum sem væru með internetið hjá Símanum.. sem er náttúrulega þvæla.
Núna selja þeir bara auka gagnamagn, því það er að sjálfsögðu meiri gróði í því en að limita notendur.
Ógeðslegt fyrirtæki. Það er akkúrat _ekkert_ gert með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.
Það vantar svo alvarlega eitthvað fyrirtæki á markaðinn sem býður upp á þetta til þess að neyða Símann/Vodafone til þess að gera hið sama, því ekki gera þeir það að fyrra bragði. Það sýndi sig og sannaði með Hive.. ISP'arnir buðu upp á ótakmarkað þegar Hive gerði það og um leið og Hive hætti þá fóru þeir að limita aftur. Samráð a la olíufyrirtækin?
Síminn bar það fyrir sig að notendur, sem væru að dla meira en gagnamagnið þeirra bauð upp á, væru að hafa áhrif á tengingar hjá öllum hinum sem væru með internetið hjá Símanum.. sem er náttúrulega þvæla.
Núna selja þeir bara auka gagnamagn, því það er að sjálfsögðu meiri gróði í því en að limita notendur.
Ógeðslegt fyrirtæki. Það er akkúrat _ekkert_ gert með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.
Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1784
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Meiri gróði? Heldur þú að það kosti ekkert að stækka erlendu gáttirnar vegna aukins álags sem verður af meira niðurhali?
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Alveg örugglega kostar það eitthvað. Það kostaði líka örugglega eitthvað þegar þeir voru síðast með ótakmarkað erlent gagnamagn. Það stöðvaði þá ekki í samkeppninni við OgVoda/Hive.. Þetta er bara textbook dæmi um að gera eins lítið og þeir geta því þeir komast upp með það.
Gaming: Intel i5-4670K @ 4.4GHz | Gigabyte G1.Sniper M5 | Gigabyte GTX 970 4GB | 16GB Crucial BallistiX DDR3 | Samsung 840 EVO 120GB | Corsair 350D | Corsair AX760 | Corsair H100i | BenQ XL2411T 144Hz
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
unRAID: Intel Xeon E3-1275 v6 | Supermicro X11SSL-CF | 32GB DDR4 ECC | 6x10TB IronWolfs | Samsung 850 Pro 512GB & 256GB | Fractal Node 804 | Corsair SF750 | APC Back-UPS Pro 900
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1784
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Fyrirtækin eru í þessu til að skila hagnaði, það er alveg á hreinu. Veit ekki um neitt fyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að hagnast ekki neitt. Svo má ekki gleyma því að það er hægt að kaupa auka niðurhal hjá Símanum fyrir þá sem þurfa meira en 120GB.
10 GB í viðbót á 1.600 kr.
50 GB í viðbót á 5.040 kr.

10 GB í viðbót á 1.600 kr.
50 GB í viðbót á 5.040 kr.
Re: Síminn rukkar fyrir auka gagnamagn.
Ó nei, fyrirtæki sem gerir allt sem það getur til að skila hagnaði !!!
Þannig virkar bissness.
Síðast þegar ég vissi eru útlandagáttirnar greiddar í erlendum gjaldmiðli, Evru. Það er ekki beint ódýrt í dag að vera að versla mikið með hana og þess vegna skilur maður upp að vissu marki að fjarskiptafyrirtækin geri þetta.
Vissulega væri gaman að hafa ótakmarkað, já en það breytir því ekki að þessi 120GB sem eru seld í dag í smásölu til notanda ásamt stækkun hefur dugað mér í öllum tilvikum. Örsjaldan hef ég þurft á þessari stækkun að halda og þá bara verið sáttur að hún sé fyrir hendi.
Við búum á skeri í Atlantshafi með ónýtann gjaldmiðli, það að hafa ekki ótakmarkað niðurhal er ekki það stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir.
Þannig virkar bissness.
Síðast þegar ég vissi eru útlandagáttirnar greiddar í erlendum gjaldmiðli, Evru. Það er ekki beint ódýrt í dag að vera að versla mikið með hana og þess vegna skilur maður upp að vissu marki að fjarskiptafyrirtækin geri þetta.
Vissulega væri gaman að hafa ótakmarkað, já en það breytir því ekki að þessi 120GB sem eru seld í dag í smásölu til notanda ásamt stækkun hefur dugað mér í öllum tilvikum. Örsjaldan hef ég þurft á þessari stækkun að halda og þá bara verið sáttur að hún sé fyrir hendi.
Við búum á skeri í Atlantshafi með ónýtann gjaldmiðli, það að hafa ekki ótakmarkað niðurhal er ekki það stærsta vandamál sem við stöndum frammi fyrir.