Jæja, fyrst búið er að benda á að þetta spjall sé líkt og ER fyrir karlmenn, þá langaði mig að spyrja ykkur að því hvar væri bezt að kaupa hlýja og góða kvenmannshanska.
Þetta er á fimmtuga konu (s.s. mömmu) og mega alveg kosta eitthvað, þó ekki hlaupa á tugum þúsunda Með hverju mæliði, hvar fæ ég beztu og vönduðustu hanskana fyrir sanngjarna summu?