Nú er ég í vanda...

Svara

Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Staða: Ótengdur

Nú er ég í vanda...

Póstur af FrankC »

Sælir.


Ég er með gamla Dell Optiplex 500mhz PIII sem ég þarf að starta upp af CD drifi. Málið er að ég er með USB lyklaborð og kemst því ekki inn í BIOS til að stilla boot röðina. Ég fann lítið forrit til að búa til boot diskettur þar sem ég get síðan valið af hvaða drifi ég boota upp af en þar virkar heldur hvorki mús né lyklaborð. Hvað gera menn í slíkri klípu? Mér liggur ansi mikið á að strauja þessa vél...

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Það á ekkert að vera neitt vandamál að nota lyklaborðið þótt það sé USB tengt.

Annars, ertu nokkuð með usb tengið á PCI spjaldi?
Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

gumol sum móðurborð styðja það illa, eða eru með slökt á því í BIOS, þeas það er hægt að velja BIOS controlled eða OS Controlled...

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Er ekki bara málið að fá lánað PS/2 lyklaborð í vinnunni eða skólanum til að laga þetta?

Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Staða: Ótengdur

Póstur af FrankC »

USB lyklaborð hefur yfirleitt virkað hjá mér til að komast í BIOS, en síðan þegar það birtist "Press any key to boot from CD" þá hefur það ekki virkað nema ég kveiki á stuðningi við það í BIOS-inu. En þetta er gömul vél sem sér ekki USB lyklaborðið fyrr en ég er kominn í Windows.

Ég prófaði að skella disknum í aðra vél og setja upp win þar en gamla vélin vill ekki keyra upp af honum.

Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Póstur af Icarus »

þessi "önnur" vél, er hún með venjulegt lyklaborð ?

Höfundur
FrankC
Ofur-Nörd
Póstar: 230
Skráði sig: Lau 30. Ágú 2003 10:24
Staða: Ótengdur

Póstur af FrankC »

nei sama usb lyklaborðið, fór bara til systur minnar og fékk hennar lánað, reddaðist s.s. og vélin seld
Svara