Remote desktop og öryggi

Svara
Skjámynd

Höfundur
dabbi2000
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mán 12. Jan 2004 23:46
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Remote desktop og öryggi

Póstur af dabbi2000 »

RD er algjör snilld ég get t.d. farið inn á tölvuna heima og lagað þegar frúin er búin að rústa öllu þó svo ég sé að vinna e-s staðar úti á landi!

það sem hins vegar pirrar mig er að ég þarf að opna tvö göt í eldveggin, eitt fyrir sjálft RD (port 3000 og eitthvað) en svo líka http port 80

ég er að spá hvort það sé nauðsynlegt að opna port 80 því það er það sem er viðkvæmast fyrir árásum, ekki nema ég bara slökkvi á IIS á vélinni?

í mínu tilviki er ég með 2x vélar á netinu heima (er með fasta ip tölu) en vitið þið hvort ég get ráðið því á hvora vélina ég tengist??

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Þú þarft ekki að opna fyrir port 80 nema þú sért með http server.
Skjámynd

Höfundur
dabbi2000
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mán 12. Jan 2004 23:46
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Póstur af dabbi2000 »

það var aldrei ég sem opnaði portið WinXp gerir þetta by default þegar ég opna fyrir remote desktop
ég reyndar hef aldrei prufað að logga mig inn á það með port 80 lokað

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Ertu semsagt með ADSL mótald á einni vélinni?

Þú getur nátturlega opnað remote desktop á tölvunni sem er með port 3389 út á netið og svo notað hana til að tengjast hinni vélini gegnum innranetið.

Svo geturu notað innbygða firewallinn sem er í Windows XP til að loka fyrir allt nema port 3389,
Svara