Fileserverinn minn dó þegar rafmangið fór af setberginu í morgun.
lýsir sér þannig að þegar ég ræsi hann upp, þá gerist ekkert nema það að örgjörvaviftan snýst á c.a. 1/4 hraða.
Ef ég cleara cmos eða tek batteríið úr, þá fæ ég stundum örraviftuna til að snúast á fullum hraða í nokkrar sek og vélin byrjar að ræsa upp... en þá búmm.... örraviftan fer aftur að snúast hægt og ekkert gerist.
Þetta kom fyrir mig um daginn...
Ég opnaði bara powesupplyið og blés rykið úr því og eftir það þá virkaði það... (gáðu hvort öryggið sé sprungið, þú sérð það á litla "örygginu" í powersupplyinu)
Búinn að prófa að rífa allt úr sambandi, ég lenti í veseni með prentara. Hann fraus af gögnum, og til þess að það virkaði tók ég batterýið úr sem hélt gögnunum ennþá inni í honum, og það virkaði ekki, svo tók ég hana lengur úr og þá virkaði það betur.
Ég verslaði mér Micron vél út frá fyrirtæki og power supplyið í henni er með backup power í bios stillingunum getur maður stillt að hún haldi kveikt á sér þangað til að backup power fer í gang þar að seigja nokkrar sec
Spurning um að tala við verktakan sem olli skammhlaupinu með því að grafa í sundur háspennulínuna..
Vonandi hafa þessir 4x diskar ekki fokkast upp.. allar digital myndirnar mínar af fjölskyldunni þar.. og það á 2x diskum (orginal á einum og backup á öðrum). Ætlaði að vera safe.. hehe..
ég hendi þeim í hina vélina mína á eftir og prufa.
Prófaðu fyrst að taka allt ónauðsinlegt úr sambandi (hafa bara móðurborð, örgjörva, örraviftu, skjákort og hd) og sjáðu hvort það virkar, ef það virkar ekki skaltu prófa að tengja slave-inn og aftengja masterinn og sjá hvort bios detectar hann
það er öllum tölvubúðum alveg sama hvað þú ert með á diskunum. þeir hafa engann rétt itl að kíkja hvað er á þeim, þeir vita að þeir meiga það ekki. svo ef þeir fara eitthvað að bögga þig fyrir það, þá geturu alveg eins kært þá.
Bilaði eitthvað fleira í íbúðinni hjá þér? Ertu með heimilistryggingu.?
Ef svo er þá myndi ég leita til trygginganna. það er augljóst að tölvan bilaði vegna spennufalls/skammhlaups. Og það er þekkt vandamál að þegar powersupply bilar, að þá stundum skemmast hörðudiskarnir.
En ef þú átt alveg eins disk í lagi, þá er mögulegt að taka prentplötuna á þeim disk sem er í lagi og setja á þann bilaða.