Ég veit ekki alveg afhverju Rapport nefnir sérstaklega að rétthafar í mjög víðu viðhengi séu hér að sækjast eftir eftir gróða.Gúrú skrifaði:Rapport:
Að sjálfsögðu mega og eiga rétthafar að fá að eiga gróða, ekki bara eitthvað sem nemur kostnaði - í hvaða atvinnurekstri er það ekki þannig?
Hver ætti að vilja að stunda atvinnurekstur sem er ekki þannig?
Mér sýnist STEF,Smáís vera þeir sem eru að gera hluti í forsvari fyrir ákveðna rétthafa, enda hafa þeir hagsmuna að gæta.
En ekki má setja samasem merki á milli atvinnureksturs og rétthafa. Gróði er kannski einkenni atvinnureksturs en ekki rétthafa.
Mjög fáir myndu vilja stunda atvinnurekstur án gróða eins og Gúru bendir á, enda eru þeir sem fara útí atvinnurekstur að reyna græða.
En jafnvel þó atvinnureksturinn sem í þessari umræðu væru STEF og Smáís myndu hverfa þá væru rétthafar og efnið bakvið þá ennþá til þar sem það þarfnast ekki gróða til að starfa eða verða til, þó margir rétthafar vilji eða reyni að græða á því.
Hvort rétthafar eigi einhvern rétt á gróða er eflaust álitamál en miðað við aðgerðir STEF ásamt Smáís til að viðhalda núverandi kerfi mætti halda þeir sitji á einhverskonar gullkálf og má vera hagi rétthafanna sjálfra sé ekki einusinni best borgið þar og hvað þá kúnnans, sem virðist vera punktur Rapport.