Á í smá vandræðum með flakkarann minn, hann er eflaust um 4 ára gamall og heitir Dvico Tvix M3100u - http://www.kjglobal.co.uk/acatalog/TVIX_M3100U.html" onclick="window.open(this.href);return false;.
Þannig er mál með vexti að þegar ég tengi hann í tölvuna hjá mér, hef bæði prófað borðtölvuna og fartölvuna, þá annaðhvort finnst diskurinn ekki eða hann finnst en tölvan spyr hvort ég vilji formatta hann. Það virðist þannig ekkert vera á honum þegar ég tengi hann í tölvuna. En þegar ég tengi hann svo í sjónvarpið þá kemur hann bara smooth upp og allt efnið mitt er þar að finna og virkar eins og það á að gera.
Það hefur verið dálítið vesen á einu usb-tenginu mínu svo hann á það til að detta út öðru hverju, sem ætti nú ekkert að fara alltof vel með hann, ekkert safely remove hardware. Er með firmware 1.9.5, sem er btw alls ekki það nýjasta en ég get ekki update-að spilarann nema ég nái að tengja hann við tölvuna.
Hvað er til ráða?
Flakkari virkar í sjónvarpi en ekki í tölvu
Re: Flakkari virkar í sjónvarpi en ekki í tölvu
Sæll
umm sko í stuttu máli og útskýrt á mínu máli fyrir aðra.
Þá hefur skráarkerfistaflan á harðadiskinum ruglast (annað hvort er hún FAT32 eða NTFS) og gerist oftast þegar flutningar eru í gangi á milli flakkara og tölvu eða sjónvarps og eitthvað kemur uppá hann missir straum eða samband rofnar.
þú getur formatað diskinn uppá nýtt og misst allt efnið
eða googlað vandamálið og fundið einhverja töfralausn
umm sko í stuttu máli og útskýrt á mínu máli fyrir aðra.
Þá hefur skráarkerfistaflan á harðadiskinum ruglast (annað hvort er hún FAT32 eða NTFS) og gerist oftast þegar flutningar eru í gangi á milli flakkara og tölvu eða sjónvarps og eitthvað kemur uppá hann missir straum eða samband rofnar.
þú getur formatað diskinn uppá nýtt og misst allt efnið
eða googlað vandamálið og fundið einhverja töfralausn
CIO með ofvirkni
Re: Flakkari virkar í sjónvarpi en ekki í tölvu
Gætir prufað að taka harðadiskinn úr og setja í aðra hýsingu eða beint í tölvuna?
i7 4770k, MSI H97M-G43, 4x8GB, Corsair CX430, Antec P180B
Ryzen 3600, Gigabyte B450M DS3H, MSI GTX 970, 2x16GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
Ryzen 3600, Gigabyte B450M DS3H, MSI GTX 970, 2x16GB, Corsair TX650W, CM silencio 550
-
Höfundur - Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Flakkari virkar í sjónvarpi en ekki í tölvu
Takk fyrir þetta, skoða þetta við tækifæri.