HP Compaq nx9420

Svara

Höfundur
toivido
Fiktari
Póstar: 57
Skráði sig: Lau 01. Ágú 2009 01:36
Staða: Ótengdur

HP Compaq nx9420

Póstur af toivido »

Er eðlilegt að viftan í tölvunni er stanslaust gangandi og hún er samt sjóðandi heit? Hvað getur verið að?
Skjámynd

Hafst1
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Lau 16. Okt 2010 21:11
Staða: Ótengdur

Re: HP Compaq nx9420

Póstur af Hafst1 »

Já það er eðlilegt að viftan sé á fullu ef vélin er sjóðandi heit.
Svo er aftur spurning hvers vegna er vélin sjóðandi heit.
Það er svolítið erfitt að giska á það nema að skoða aðstæður.
Er hún staðsett þannig að blásturinn er tepptur af einhverjum orsökum? Eða er hún full af ryki? Er gjörvinn á fullu? -> hvers vegna?
Nú er að nota útilokunaraðferðina. :santa
Hafst1
_____________________________________
Pentium 4 tryllir... mann.
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: HP Compaq nx9420

Póstur af AntiTrust »

Líklegasta ástæðan fyrir því að fartölvur eru að ofhitna er ryk. Þá þarf að taka lokið frá viftunni, ef það er hægt, helst taka kælielementið af, rykhreinsa og skipta um kælikrem. Stundum þarf að taka vélina í sundur til þess að komast að viftunni.

Önnur líkleg ástæða er eins og Hafsteinn segir, örgjörvinn er á fullri vinnslu. Getur þýtt skemmt skráarkerfi, en líklegra væri þá að þetta sé vírus/malware.

Byrjaðu á því að athuga hvort að CPU-inn sé á fullu, getur séð það í task manager.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Svara