Símabær og Hátækni
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 198
- Skráði sig: Fim 24. Júl 2003 08:44
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Símabær og Hátækni
Sælir.Ég keypti Nokia 5230 hjá Símabæ,hálfum mánuði síðar deyr síminn skyndilega,Og fer í viðgerð hjá Hátækni,viku seinna fæ ég sms frá þeim þar sem stendur að þeir geti ekki gert við símann og bjóða mér lánsíma á einhverja þúsund kalla á meðan(vita ekki hvað er að honum) og verði að senda hann út til viðgerðar sem tekur ca.tvær vikur til viðbótar,ég falaðist eftir nýum síma hjá þeim og Símabæ en fæ dræmar viðtökur.Er einhver hérna sem hefur lent í svipuðu ?
Windows 10 pro Build ?
Re: Símabær og Hátækni
Ég held að þú getir ekki farið fram á nýjan síma fyrr en ljóst er að það er ekki hægt að gera við þinn.
Re: Símabær og Hátækni
4 vikur í viðgerðartíma fyrir 2vikna gamla vöru?IL2 skrifaði:Ég held að þú getir ekki farið fram á nýjan síma fyrr en ljóst er að það er ekki hægt að gera við þinn.
Fyrir utan það hversu siðferðislega rangt þetta er og vægast sagt hlægileg þjónusta, er ég nokkuð viss um að þetta sé á bága við neytendalög í þokkabót.
Svo ég bæti við :
"Ef úrbætur eða ný afhending seljanda hafa það í för með sér að neytandi getur ekki notað söluhlut í meira en eina viku getur neytandi krafist þess að fásambærilegan hlut til umráða á kostnað seljanda."
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1519
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Staðsetning: Á sporbaug sólar
- Staða: Ótengdur
Re: Símabær og Hátækni
samkvæmt lögum þá eru reglurnar svona
það er 2 ára ábyrgð á raftækjum á íslandi
ef vara bilar innan við þann tíma, þá ber seljanda að
gera við vöruna að kostnaðarlausu eða
skipta vörunni og fá nýja í staðinn, eða
borga vöruna til baka að fullu.
en fyrirtæki reyna alltaf að forðast að borga manni þær til baka, en ef hitt tvennt gengur ekki upp, þá geturu farið framm á það að fá endurgreitt
það er 2 ára ábyrgð á raftækjum á íslandi
ef vara bilar innan við þann tíma, þá ber seljanda að
gera við vöruna að kostnaðarlausu eða
skipta vörunni og fá nýja í staðinn, eða
borga vöruna til baka að fullu.
en fyrirtæki reyna alltaf að forðast að borga manni þær til baka, en ef hitt tvennt gengur ekki upp, þá geturu farið framm á það að fá endurgreitt
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Re: Símabær og Hátækni
Það eru samt frekari lög og tilmæli, sem meðal annars benda á það að seljanda ber að skipta nýlegri vöru út sem fyrst og valda kaupanda sem minnstum óþægindum.
Ég þekki það af eigin reynslu úr fyrri störfum að svona atvik eru yfirleitt leyst á mjög skömmum tíma, ef ekki samdægurs. Ég myndi ekki hika við að tala við neytendastofu og fá þeirra álit á því að 2vikna gömul vara sé að fara í 4vikna viðgerð.
Í það allra, allra minnsta ber seljanda að útvega honum sambærilega vöru á eigin kostnað. Ef í ljós kemur að ekki var um ábyrgðarmál að ræða, geta þeir rukkað hann eftirá fyrir slíkt. Þetta ákvæði fer vissulega eftir því hverskonar tæki er um að ræða og er hægt að láta meta hvert tilfelli fyrir sig, en í samfélaginu í dag er sími nauðsynja- og öryggistæki. Ekki sami flokkur og ef um sjónvarp eða heimabíó væri að ræða.
Það eru líka tímarammar hvað varðar viðgerðartíma á vörum og mig minnir að hann sé 3 vikur, ef ekki er hægt að lagfæra vöru fyrir þann tíma ber seljanda að endurgreiða eða skipta vörunni út fyrir sambærilega eða betri vöru.
Ég þekki það af eigin reynslu úr fyrri störfum að svona atvik eru yfirleitt leyst á mjög skömmum tíma, ef ekki samdægurs. Ég myndi ekki hika við að tala við neytendastofu og fá þeirra álit á því að 2vikna gömul vara sé að fara í 4vikna viðgerð.
Í það allra, allra minnsta ber seljanda að útvega honum sambærilega vöru á eigin kostnað. Ef í ljós kemur að ekki var um ábyrgðarmál að ræða, geta þeir rukkað hann eftirá fyrir slíkt. Þetta ákvæði fer vissulega eftir því hverskonar tæki er um að ræða og er hægt að láta meta hvert tilfelli fyrir sig, en í samfélaginu í dag er sími nauðsynja- og öryggistæki. Ekki sami flokkur og ef um sjónvarp eða heimabíó væri að ræða.
Það eru líka tímarammar hvað varðar viðgerðartíma á vörum og mig minnir að hann sé 3 vikur, ef ekki er hægt að lagfæra vöru fyrir þann tíma ber seljanda að endurgreiða eða skipta vörunni út fyrir sambærilega eða betri vöru.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Re: Símabær og Hátækni
Enda sagði ég "held". Hann á að sjálfsögðu að fá lánssíma á meðan sem hann og fékk. Reyndar finnst mér skrýtið að hann sé að borga fyrir hann, nema að það sé einhverskonar trygging?
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1519
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Staðsetning: Á sporbaug sólar
- Staða: Ótengdur
Re: Símabær og Hátækni
ég lenti í svona með Tæknibæ, keypti geisladrif hjá þeim og setti það í tölvuna heima hjá mér, og ætlaði að skirfa mér disk, og það koma bara brunalykt og læti og svo kom eitthvað error, svo spýtti hún disknum öllum út, og hann var allur brunnin og shit, svo ég fór með það samdægurs og ég keypri það aftur í tæknibæ, og þeir vildu að tæknimenn sýnir myndu kíkja á það, og svo myndu þeir hringja í mig í lok næstu viku því það var svo mikið að gera hjá þeim.... déskotans kjaftæði
svo er ég að vinna fyrir fyrirtæki sem verslaði mikið við tæknibæ, hef aldrei lent í því að fá eins mikið af biluðu drasli frá sömu verslun.
VERSLA ALDREI AFTUR VIÐ TÆKNIBÆ !!!! leiðinlegt að segja þetta, en ég fer frekar í tölvulistann heldur en Tæknibæ.
svo er ég að vinna fyrir fyrirtæki sem verslaði mikið við tæknibæ, hef aldrei lent í því að fá eins mikið af biluðu drasli frá sömu verslun.
VERSLA ALDREI AFTUR VIÐ TÆKNIBÆ !!!! leiðinlegt að segja þetta, en ég fer frekar í tölvulistann heldur en Tæknibæ.
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Símabær og Hátækni
Þetta minnir mig rosalega á hremmingar sem ég lenti í með BT einu sinni, ég hafði keypt CD rom (þetta var árið 1999 minnir mig) og tölvan var í hjónaherberginu.
Nema hvað, viku eftir að ég keypti cd-rom spilarann þá finn ég þessa svakalegu brunalykt þar sem ég er að drekka kaffi í eldhúsinu.
Þá var bókstaflega kviknað í drifinu, það kom grár þykkur reykur upp úr tölvunni og það var eldur í tækinu, ég náði með snarræði að rífa allt úr samandi og "blása" á eldinn og slökkva hann þannig.
Tók síðan drifið úr en það var svart af bruna og setti í 2 eða 3 plastpoka út af lyktinni og fór með það niður í BT, ef ég hefði ekki verið heima þegar þetta gerðist þá hefði íbúðin brunnið til kaldra kola.
Strákurinn á verkstæðinu opnaði pokann og lokaði strax aftur, spurði mig síðan "hvað er þetta?" ... þetta VAR cd-rom en eru rústir núna, ég vil fá nýtt drif, helst eitthvað annað merki takk.
Svarið sem ég fékk var óborganlegt, "viðgerðarmaður þarf fyrst að skoða tækið og meta hvort það sé hægt að laga það!!!" hahahahaha
Tveimur vikum síðar, og 10 símtölum var mér sagt að spilarinn væri ónýtur,(eins og það kæmi mér á óvart) ég gæti fengið nýjan eða endurgreitt, þegar ég svo mætti til að fá endurgreitt þá var ég beðinn um nótu, ég var ekki með hana og þá var mér neitað um endurgreiðslu, ég spurði hvort bankayfirlit myndi ekki duga þar sem styttra væri í bankann en heim til mín og þeir væri einnig með umboð fyrir þessi drif og engin annar væri að selja þau. Það var í lagi, bankayfirlit dugði.
Brasið og fyrirhöfnin var ekki 2400. kr. virði. Bensín og tímasóun var langt yfir því sem ég fékk endurgreitt, betra hefði verið að henda tækinu og kaupa nýtt en ég vildi láta prinsippið ráða.
Ég hef ekki verslað í BT síðan þá og mun aldrei gera. Og gildir einu hversu margar kennitölur þeir braska með.
Nema hvað, viku eftir að ég keypti cd-rom spilarann þá finn ég þessa svakalegu brunalykt þar sem ég er að drekka kaffi í eldhúsinu.
Þá var bókstaflega kviknað í drifinu, það kom grár þykkur reykur upp úr tölvunni og það var eldur í tækinu, ég náði með snarræði að rífa allt úr samandi og "blása" á eldinn og slökkva hann þannig.
Tók síðan drifið úr en það var svart af bruna og setti í 2 eða 3 plastpoka út af lyktinni og fór með það niður í BT, ef ég hefði ekki verið heima þegar þetta gerðist þá hefði íbúðin brunnið til kaldra kola.
Strákurinn á verkstæðinu opnaði pokann og lokaði strax aftur, spurði mig síðan "hvað er þetta?" ... þetta VAR cd-rom en eru rústir núna, ég vil fá nýtt drif, helst eitthvað annað merki takk.
Svarið sem ég fékk var óborganlegt, "viðgerðarmaður þarf fyrst að skoða tækið og meta hvort það sé hægt að laga það!!!" hahahahaha
Tveimur vikum síðar, og 10 símtölum var mér sagt að spilarinn væri ónýtur,(eins og það kæmi mér á óvart) ég gæti fengið nýjan eða endurgreitt, þegar ég svo mætti til að fá endurgreitt þá var ég beðinn um nótu, ég var ekki með hana og þá var mér neitað um endurgreiðslu, ég spurði hvort bankayfirlit myndi ekki duga þar sem styttra væri í bankann en heim til mín og þeir væri einnig með umboð fyrir þessi drif og engin annar væri að selja þau. Það var í lagi, bankayfirlit dugði.
Brasið og fyrirhöfnin var ekki 2400. kr. virði. Bensín og tímasóun var langt yfir því sem ég fékk endurgreitt, betra hefði verið að henda tækinu og kaupa nýtt en ég vildi láta prinsippið ráða.
Ég hef ekki verslað í BT síðan þá og mun aldrei gera. Og gildir einu hversu margar kennitölur þeir braska með.