Gaming heyrnatól

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Zethic
spjallið.is
Póstar: 441
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Gaming heyrnatól

Póstur af Zethic »

Sælir vaktarar,

Hérna kemur enn einn heyrnatólaþráðurinn.

Ég er nefninlega að spá hvað ég eigi að gera. Keypti mér Fatality HS-1000 sem eru óþæginleg í meira en 30 mín (8þús wasted), svo mig vantar ný.

Budget er svona 20-25 (25þús ef þau eru viiiirkilega góð)
Bónus ef það er MIC, en annars fæ ég mér bara þennan (linkur)

Og það sem ég er að leitast eftir, er helst surround (5.1 eða 7.1), og það verður að vera gott sound fyrir leikina, og eiginlega bara must að sé gott sound fyrir tónlistina (hæfilegur bassi, þarf ekki að vera of mikill, er ekki fyrir Dubsteb, electronic, techno eða neitt í þá áttina, bara gott og rokk)

Og það sem skiptir ÖLLU máli, er það að þau séu þæginleg í notkun í langan tíma í einu (6+ tíma?).
Skiptir engu hvort þau séu lokuð eða opin held ég... er einhver munur þegar tónlistin er í gangi ?

Ég var að spá með

[*]Razer Carcharias
[*]Razer Orca (Með utanályggjandi mic)
[*]Steelseries H5 V2
[*]Steelseries Siberia v2
[*]Sennheiser (einhver, þekki Sennheiser ekkert)
[*]Zalman 5.1 (linkur)

Og yrði ég að fá mér soundcard með ? Ef svo er, hvað gerir það að verkum að Gigabyte móðurborðið sé ekki nógu gott, og hvaða soundcard fittaði með ?

Virkilega kynni að meta góð svör, sem fyrst (vantar fyrir 5. nóv : :? )

Takk takk !


Edit: Afhverju ætli [*] virki ekki ?
Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af BjarkiB »

Taktu þér Sennheiser HD595.
Það eru tveir ég held að selja þau á vaktinni notuð á 15þús.
Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Lallistori »

Tiesto skrifaði:Taktu þér Sennheiser HD595.
Það eru tveir ég held að selja þau á vaktinni notuð á 15þús.
x2 .. Gætir sennilega verið með þau í nokkra daga ánþess að þau böggi þig , svo skemmir ekki fyrir hversu góður hljómur kemur frá þeim.
Haf X - Corsair 750w - i7 6700k - 16gb ddr4 3200mhz -ASRock Pro4 - Samsung 850 Pro 256gb - Asus 3070 - 5TB HDD's
Skjámynd

Höfundur
Zethic
spjallið.is
Póstar: 441
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Zethic »

Tiesto skrifaði:Taktu þér Sennheiser HD595.
Það eru tveir ég held að selja þau á vaktinni notuð á 15þús.
Hvaða hljóðkort er gott fyrir þau ? Sem kosta ekki ógeðslega mikið ? (Bara basic, þurfa ekki að gefa allan kraft sem 595 hefur fram að bjóða)

Edit: fór að skoða Sennheiser HD 555 og 595 eftir að þú sagðir þetta, og er mikið að spá í að fá mér 555.


http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=601" onclick="window.open(this.href);return false;
Dugir þetta hljóðkort ?

Eða ætti ég miklu frekar að fá mér
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=986" onclick="window.open(this.href);return false;

8-[

Harkee
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Fim 17. Des 2009 13:11
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Harkee »

sennheiser 595, búinn að eiga mín í 3-4 ár, aldrei klikkað, yndisleg vara
Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Lallistori »

Innbyggða hljóðkortið er alveg nóg ;)
Haf X - Corsair 750w - i7 6700k - 16gb ddr4 3200mhz -ASRock Pro4 - Samsung 850 Pro 256gb - Asus 3070 - 5TB HDD's
Skjámynd

mic
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mán 28. Jan 2008 17:14
Staðsetning: Hér og þar aðalega þar.
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af mic »

X2
Phanteks Eclipse P600S - Corsair RM850x - Rog Strix Z370-H - I7-8700K - Arctic Liquid Freezer II 280 - CORSAIR Vengeance ddr4 16GB 2 x 8GB - Asus GTX2080 Strix - OCZ Vertex4 128GB - 2 x Corsair 480GB ForceLE SSD - W10 64 bit - Razer Viper Ultimate - Razer BlackWidow Elite - Acer Predator 34-inch Curved UltraWide 120 Hz .
Skjámynd

david
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 05. Jan 2009 14:08
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af david »

Til að bæta einhverju við þá er ég með 555 frá Sennheiser, mæli með þeim.
Skjámynd

Höfundur
Zethic
spjallið.is
Póstar: 441
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Zethic »

Þakka fyrir svörin, sé greinilega að HD555 eru æðisleg.

En ég tók eftir því að HD555 eru opin, og ég get ekki hlustað á tónlist án þess að allir á vistinni heyri það.

Svo ég fór að skoða lokuð Sennheiser heyrnatól, og rakst á þessi: http://pfaff.is/Vorur/4328-sennheiser-h ... nartl.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

Er einhver með reynslu ?

(Smá málfræðispurning... hvort segir maður Eitthvað eða Einhvað.. ? Hef aldrei verið sterkur í málfræðinni....)
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Frost »

Zethic skrifaði:Þakka fyrir svörin, sé greinilega að HD555 eru æðisleg.

En ég tók eftir því að HD555 eru opin, og ég get ekki hlustað á tónlist án þess að allir á vistinni heyri það.

Svo ég fór að skoða lokuð Sennheiser heyrnatól, og rakst á þessi: http://pfaff.is/Vorur/4328-sennheiser-h ... nartl.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;

Er einhver með reynslu ?

(Smá málfræðispurning... hvort segir maður Eitthvað eða Einhvað.. ? Hef aldrei verið sterkur í málfræðinni....)
Svar við málfræðispurningu: Það er eitthvað :D
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Lallistori »

http://pfaff.is/Vorur/4325-sennheiser-h ... nartl.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars eru þessi nokkuð góð.. er með svona kvikindi núna :P
Haf X - Corsair 750w - i7 6700k - 16gb ddr4 3200mhz -ASRock Pro4 - Samsung 850 Pro 256gb - Asus 3070 - 5TB HDD's
Skjámynd

Höfundur
Zethic
spjallið.is
Póstar: 441
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Zethic »

Lallistori skrifaði:http://pfaff.is/Vorur/4325-sennheiser-h ... nartl.aspx
Annars eru þessi nokkuð góð.. er með svona kvikindi núna :P
Þessi eru DJ headphones, og ekki þæginleg fyrir gaming (las um þau á netinu....)

En hinsvegar þá er ég lost.... virðist vera að ég fái mér bara HD555.... Seem to be the best, so to hell with the rest !
Skjámynd

Lallistori
Gúrú
Póstar: 574
Skráði sig: Þri 24. Mar 2009 22:13
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Lallistori »

Spila mikið með þessi , og eru að standa sig mjög vel að mínu mati.. Þó vissulega betri í tónlistina ;)
Haf X - Corsair 750w - i7 6700k - 16gb ddr4 3200mhz -ASRock Pro4 - Samsung 850 Pro 256gb - Asus 3070 - 5TB HDD's

himminn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Mið 27. Maí 2009 14:20
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af himminn »

Hef átt HD555 í 2 ár núna, elska þau alltaf jafn mikið.
Ótrúlega þægileg og maður veit varla af þeim og svo er bara hljómurinn yndislegur.
Lokuð heyrnatól eru leiðinlegri þegar það kemur að tónlist og leikjum að mínu mati þó það sé samt ábyggilega persónubundið fyrir hvern og einn.
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af dori »

Opin heyrnartól eru ekkert það svakalega hávær. Þetta er meira svona að þú heyrir taktinn hjá þeim sem er með þau eða ef það er sjúklega hátt stillt og þú ferð að einbeita þér geturðu heyrt nákvæmlega hvað er að gerast.

Lokuð eru bara þannig að þú getur hlustað á hvað sem er og enginn veit hvort þú sért að spila eitthvað eða ekki (svona gæinn sem er útúr heiminum með allt í botni).

Þetta er mín reynsla byggð á nokkrum tegundum af sennheiser heyrnartólum. Kannski er ég bara að bulla en þetta finnst mér vera mín reynsla.
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Revenant »

Ég ætla að hoppa á Sennheiser HD555 vagninn líka. Hef átt þau í tja nærri því 5 ár og hljóma alltaf jafn vel. Hinsvegar þá er fóðrið byrjað að sjúskast og rifna upp en hvað er superglue og tvinni milli vina?
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X

Snorrivk
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Mán 16. Maí 2005 01:10
Staða: Ótengdur

Re: Gaming heyrnatól

Póstur af Snorrivk »

Zethic skrifaði:
Tiesto skrifaði:Taktu þér Sennheiser HD595.
Það eru tveir ég held að selja þau á vaktinni notuð á 15þús.
Hvaða hljóðkort er gott fyrir þau ? Sem kosta ekki ógeðslega mikið ? (Bara basic, þurfa ekki að gefa allan kraft sem 595 hefur fram að bjóða)

Edit: fór að skoða Sennheiser HD 555 og 595 eftir að þú sagðir þetta, og er mikið að spá í að fá mér 555.


http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=601" onclick="window.open(this.href);return false;
Dugir þetta hljóðkort ?

Eða ætti ég miklu frekar að fá mér
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=986" onclick="window.open(this.href);return false;

8-[
Er með 555 og neðra hljóðkotið og vá þvílíkur munur á því og onbord hljóðkotinnu.(ekki hægt að líkja því saman)
Svara