Þetta er ofsalega svipað orginal leiknum. Það eru komin einhvern ný farartæki en maður verður ekkert var við þau alveg strax. En það er snilld að geta notað fallhlíf í GTA aftur og svo er eins haglabyssa sem er eins og AA12 úr MW2 í útlitinu. Hún gjörsamlega stútar bílum í einu skoti! Það er klikkað skemmtilegt að leika sér með þessa byssu!
http://www.youtube.com/watch?v=J7IqO_7npuM" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég er samt ekki búinn að spila The Lost and The Damned kaflann neitt af viti svo ég veit ekki hvort það eru einhverjar fleiri eða færri nýjungar í þeim kafla, hef bara svo lítinn áhuga á mótorhjólum og sá kafli er um mótorhjólagengi svo það er algjört buzzkill fyrir mig!
En þú átt klárlega eftir að skemmta þér vel ef þú ert ekki kominn leið á GTA IV, þetta er mjög svipaður leikur. Bara tvær aðrar sögur.