Einhver lent í því að vera með fartölvu, tölvan heldur því fram að batterýið sé 99% fullt en um leið og það er tekið power kapalinn í burtu þá drepst á henni.
Ég væri búin að prófa að kaupa nýtt batterý ef hún héldi því ekki fram að þetta væri 99% fullt.
Þegar svona batterý eru ekki full tæmd þegar þau eru sett í endurhleðslu myndast svokölluð brú. T.d í rafmagnsbílunum eru notuð sérstök afhleðslutæki til þess að eyða þessari brú. Sér þetta þegar maður hendir batterýinu í hleðslu og það virðist vera full hlaðið á 4min.
Veit reyndar ekki hvernig þetta er á ferðatölvum
Það styttir aðeins líftíman en það læsir þeim ekki...
Apple fatta þetta ekki, láta iPod taka rafmagn þegar hann er tengdur í tölvuna... slítur batterýinu hrikalega að vera alltaf að setja svona lítinn straum á þetta hefði ég haldið. enda endast iPod batterý fáranlega stutt.