Ég á tvær stöðvar sem ég ætla að losa mig við, var reyndar að hugsa um að láta þær á Ebay til að ná mér í gjaldeyri en gef mönnum færi fyrst hér ef einhver hefur áhuga.
N5200B Pro:
Kemur upphaflega með Mobile celeron örgjörfa 1.5 GHz, er búinn að uppfæra þessa í 1,7 GHz intel Pentium M
Upprunalegt minni er 512MB, búið að uppfæra í 1GB
Diskar: 5 stk 500GB, 1stk 160GB 2.5" fartölvudiskur
Ætti að geta stutt að minnsta kosti 10TB í gagnamagni miðað við diskalista frá framleiðanda.
Stöðin styður iSCSI bæði yfir lan og internet og er því frábær afritunarlausn fyrir netþjóna.
Getur verið afritunar, vef, mysql, ftp, skrárar, margmiðlunar, dhcp eða prentþjónn. Annars eru til skrilljón mismunandi aukatæki sem er hægt að setja upp á henni.
Styður RAID 0, 1, 5, 6, 10 og jbod, hægt að stækka raid og aðlaga (expand, migrate).
Styður Active Directory.
Helling af öðrum möguleikum, sjá thecus.com og the naswebsite.com.
En það sem áður er talað um er bara þegar stöðin er notuð á hefðbundinn hátt!
Þessi stöð er hins vegar með uppsettum Windows Home server (og diskur og leyfi fylgja auðvitað með ef hún fer með WHS).
Stýrikerfið er sett upp á 160GB fartölvudisk sem bætt var inn í stöðina.
Það er svo ekkert því til fyrirstöðu að setja upp hvaða stýrikerfi sem er á þessa græju, búinn að prófa UBUNTU server og Windows 7 eina sem hægt væri að setja út á er að það eru ekki til almennilegir reklar fyrir skjákortið í Win 7 en það svo sem skiptir ekki öllu.
N3200 stöðin er hefðbundin með 3 stk 320GB diskum sett upp í RAID 5, það er hægt að setja við hana þráðlaust netkort.
Til sölu Thecus netstöðvar N5200B Pro og N3200
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 678
- Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
- Staðsetning: Keyboard central
- Staða: Ótengdur
Re: Til sölu Thecus netstöðvar N5200B Pro og N3200
Hversu gamalt og einhverjar verðhugmyndir?
Re: Til sölu Thecus netstöðvar N5200B Pro og N3200
Þær eru báðar 2007 eða 2008 N3200 er þó yngri, ég þyrfti að fletta upp reikningunum til að vera viss.
N5200 fer á 150K ef WHS er tekið með en 130K ef hún fer bara með orginal uppsetningunni.
N3200 fer á c.a. 40K.
N5200 fer á 150K ef WHS er tekið með en 130K ef hún fer bara með orginal uppsetningunni.
N3200 fer á c.a. 40K.