Var að fá loksins sendan nýja 23" LG Flatron skjáinn og tengdi hann.
Eftir þónokkuð basl með að koma honum í gang komst hann loks í gang, ég hélt það væri minnsta mál í heimi að tengja nýjan skjá en þessi gekk eitthvað illa.
Þurfti að installa sér driverum fyrir skjáinn og þá kom hann í gang, notaði ég til þess drivera frá LG síðunni og notaði have disk aðferðina.
Allavega ég tengdi hann með DVI tengi og svo er ég líka með sjónvarp tengt með DVI tengi í tölvuna sem seinni skjá. Hafði þetta setup áður en ég fékk nýja skjáinn án nokkurra hnökra en núna get ég bara haft annan tengdan í einu.
Ef ég tengi sjónvarpið er eins og það override-i skjáinn sem primary skjár og desktop-ið færist yfir á það. Ég get ekki einu sinni stillt nýja skjáinn sem extended desktop eða neitt, hann einfaldlega hættir að virka.
Þetta er talsvert pirrandi og langar að laga þetta svo ég geti nú fullnýtt aðstöðuna mína.
Veit einhver hvað getur verið vandamálið?
Skjáirnir eru báðir frá LG en ég trúi varla að það geti verið vandamálið
*Edit:
Er með nVidia GTX460 skjákort með nVidia control forritinu, fékk líka eitthvað sem heitir forte manager sem kom með drivernum að skjánum