Til sölu, nokkra mánaða gamall, einstaklega flottur 24" BenQ LED skjár. Skjárinn er sá þynnsti í sínum flokki og er heildarlúkkið á honum mjög flott. Myndgæðin eru nánast óðafinnanleg en þetta er einn flottasti LED skjárinn sem BenQ framleiðir. Skjáinn hef ég notað ýmisst í myndvinnslu, tölvuleikjaspilun og bíómyndgláp og hefur hann staðið fyllilega undir væntingum á öllum þeim sviðum. Ástæðan fyrir sölunni er að ég er að breyta til inn í herberginu mínu og vantar að geta fest skjáinn upp á vegg, en þessi er of þunnur til að hægt sé að koma veggfestingum á hann.
LED tækni. Fyrir þá sem vita ekki hvað LED tækni er ætla ég að útskýra kosti hennar í stuttu máli. LED er framtíðin í tölvuskjáum. Hún bíður upp á meira birtustig og skarpari mynd fyrir minni orku (notar um það bil 33% minna rafmagn en standard LCD skjár). Sömuleiðis er endingartími LED mun meiri en LCD. LCD skjáir byrja að dofna hægt og rólega eftir 1 - 2 ár í notkun á meðan LED helduru orginal birtu í allt að 10 ár áður en skjárinn byrjar fyrst að dofna. LED er því eitthvað sem allir ættu að hugsa um ef fjárfesta á í nýjum tölvuskjá.
Hér að neðan fylgja myndir og speccar fyrir þá allra hörðustu..



Specs:
Skjástærð: 24" LED
Native upplausn: 1920x1080 FULL HD (16:9)
Birtustig: 250 cd/m2
Contrast: DC 1:10.000.000 (CR 1:1000)
Svartími: 2ms (GTG)
Tengi: VGA og DVI (HDCP)
Stílhreinn og örþunnur, aðeins 15mm á þykkt. Glossy black finish á rammanum
Senseye3 tækni sem gefur meiri litadýpt og skerpu í bíómyndgláp sem og ljósmyndir.
Er í 2ja ára ábyrgð hjá Tölvutek
Skjárinn er í frábæru ástandi, hef hvorki orðið var við dauða pixla né rispur á rammanum. Skjárinn hefur aldrei farið út úr húsi.
Verð: 40.000 kr.
Skoða öll tilboð en vil taka það fram að þetta er engin brunaútsala. Vinsamlegast sendið tilboð í Einkapósti.
Kveðja,
Hörður