Að kaupa tölvu í útlöndum
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 107
- Skráði sig: Mán 31. Maí 2004 21:55
- Staðsetning: if in doubt: pound on it
- Staða: Ótengdur
Að kaupa tölvu í útlöndum
Sælir,
Vitið þið hvernig þetta er með tollinn hérna heima, segjum sem svo að maður fari til útlanda með fartölvuna sína. Þarf ég þá að fylla út eitthvað sérstakt eyðublað hjá tollinum hérna heima til staðfestingar á því að ég hafi farið með tölvu út? Er nefninlega að fara til USA og langar mikið að fjárfesta í nýjum laptop, vita menn hvernig þetta er?
-A.A.
Vitið þið hvernig þetta er með tollinn hérna heima, segjum sem svo að maður fari til útlanda með fartölvuna sína. Þarf ég þá að fylla út eitthvað sérstakt eyðublað hjá tollinum hérna heima til staðfestingar á því að ég hafi farið með tölvu út? Er nefninlega að fara til USA og langar mikið að fjárfesta í nýjum laptop, vita menn hvernig þetta er?
-A.A.
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
Pabbi er oft að ferðast til útlanda og einnig hef ég farið oft með vinfólki okkar og ættingjum. Í öllum þeim ferðum hefur eitthver tekið fartölvu með og það þarf ekki að skrá á neitt eyðublað eða neitt þannig. Samt hefur fólk lent í því að þeir skrúfi hliðina af tölvunni og eru að skoða inní hana.Cicero skrifaði:Sælir,
Vitið þið hvernig þetta er með tollinn hérna heima, segjum sem svo að maður fari til útlanda með fartölvuna sína. Þarf ég þá að fylla út eitthvað sérstakt eyðublað hjá tollinum hérna heima til staðfestingar á því að ég hafi farið með tölvu út? Er nefninlega að fara til USA og langar mikið að fjárfesta í nýjum laptop, vita menn hvernig þetta er?
-A.A.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
þeir geta verið mjög leiðinlegir með fartölvur en ef þú ferð og borgar vsk af tölvunni þá er allt í topp málum.
i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
Líka spurning um að byrja að nota hana. Ef þú ert með kassann af tölvunni með þér og hún ennþá með plastið á sér þá eru allar líkur á að þeir spurji spurnina. Ef tölvan lítur út fyrir að vera eitthvað notuð þá held að þeir spurji ekkert rosalega margra spurninga. Svo borgarðu bara vsk ef þeir eru með vesen.
En ég skil reyndar ekki þrána að kaupa tölvu í BNA, ég get ekki lifað með þessum ANSI lyklaborðum.
En ég skil reyndar ekki þrána að kaupa tölvu í BNA, ég get ekki lifað með þessum ANSI lyklaborðum.
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
þeir eru löngu hættir með þessi eyðublöð. Þú platar ekkert tollinn, þeir vita allveg hvað þeir eru með í höndunum ef þú ert stoppaður. Þú borgar heldur ekki vsk. eftir á, heldur færð sekt og vsk. þar ofan á. Ég bara man ekki hvort hún er gerð upptæk eða ekki, held það samt.
Ekki gleyma því heldur að ef þú kemur henni inn í landið ólöglega og ferð aftur með hana út innan einhver tíma (held að þeir miði við 3 ár) getur þú lent í því að vera stoppaður og beðinn um kvittun fyrir vélinni. Ef þú hefur hana ekki, þá er það þitt að sýna framá að gjöldin hafi verið borguð af henni og færð hana ekki aftur fyrr en þú ert búinn að því eða þá ekki ef henni var smyglað inn.
Ekki gleyma því heldur að ef þú kemur henni inn í landið ólöglega og ferð aftur með hana út innan einhver tíma (held að þeir miði við 3 ár) getur þú lent í því að vera stoppaður og beðinn um kvittun fyrir vélinni. Ef þú hefur hana ekki, þá er það þitt að sýna framá að gjöldin hafi verið borguð af henni og færð hana ekki aftur fyrr en þú ert búinn að því eða þá ekki ef henni var smyglað inn.
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
Ég fór út til filipseyja í sumar og tók með mér fartölvuna keypti þar vélbúnað í 2 borðtölvur og eina vesenið í tollinum var með fartölvuna.
Hann sagði mér að fara með kvittun eða þvíumlíkt næst þegar ég færi út, hehe það sem bjargaði mér var að það er danskt lykklaborð á henni
Hann sagði mér að fara með kvittun eða þvíumlíkt næst þegar ég færi út, hehe það sem bjargaði mér var að það er danskt lykklaborð á henni
-
- /dev/null
- Póstar: 1385
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
Var í Danmörku fyrir 2 árum yfir jólin. Fékk myndavél í jólagjöf árið áður sem keypt var í USA (Canon EOS 350D). Á leiðinni heim lét ég mömmu og pabba fara á undan mér í gegnum tollinn því að þau voru með eitthvað smotterí af áfengi og Ákavita og fleira drasl sem tollurinn hefði gert athugasemd við. Þar sem ég er alltaf stoppaður hjá þessum yndælu mönnum labbaði ég í gegn eins og ég væri einn að ferðast, til að hlífa gömlu hjónunum (þeir voru eitthvað að taka skúrk á fjölskyldufólk akkúrat þegar við vorum að fara í gegn.
Eina sem ég var með er myndavélin og símann minn. Ekkert vegabréf og engan farangur, þar sem þau höfðu labbað í gegn með það allt saman. Ég var stoppaður og myndavéla taskan sett í skannan. Ég brosti bara var sallarólegur, þeir spurðu hvort þetta væri myndavél, ég játaði því. Þeir fengu að skoða hana og spurðu hvar hún væri keypt. Ég sagði að vélin væri amerísk og ég hefði fengið hana í gjöf jólin áður. Þeir fengu það út að vélin væri ekki tollafgreidd og ég var leiddur inní herbergi þar sem maður á besta aldri sem hét Vésteinn settist niður við tölvu, fann vélina á Amazon, tók verðið á henni - 20%, breytti í ISK úr USD og setti á það 24,5% VSK. Út kom að ég þurfti að borga einhverjar 5.300kr og ég fékk límmiða á vélina til að merkja hana tollafgreidda. Tók ekki mikið meira en 15 mínutur að afgreiða þetta. Ég var bara nokkuð sáttur við það. Auðvitað vissi ég að vélinni hefði verið smyglað inn en ég lét bara eins og ég vissi ekki hvort vélin hefði farið í gegnum tollinn og að þetti hefði verið gjöf til mín frá foreldrum mínum, sem var alveg rétt. Þeir gerðu enga aðra athugasemd.
Svo gerði ég slíkt hið sama sumarið eftir þegar ég var aftur að koma frá DK. Foreldrarnir fóru á undan og ég 10 skrefum fyrir aftan. Ég var stoppaður, ekki með vegabréfið mitt og engan farangum fyrir utan MacBook Pro vélina mína og myndavélina. Þetta fór í skannan og ég sagði strax að það væri búið að tollafgreiða vélina og ég væri með límmiða á henni þess til staðfestingar. Mér var bara rétt hlutirnir og ekkert frekar spurt.
Tollurinn er ágætur.
Eina sem ég var með er myndavélin og símann minn. Ekkert vegabréf og engan farangur, þar sem þau höfðu labbað í gegn með það allt saman. Ég var stoppaður og myndavéla taskan sett í skannan. Ég brosti bara var sallarólegur, þeir spurðu hvort þetta væri myndavél, ég játaði því. Þeir fengu að skoða hana og spurðu hvar hún væri keypt. Ég sagði að vélin væri amerísk og ég hefði fengið hana í gjöf jólin áður. Þeir fengu það út að vélin væri ekki tollafgreidd og ég var leiddur inní herbergi þar sem maður á besta aldri sem hét Vésteinn settist niður við tölvu, fann vélina á Amazon, tók verðið á henni - 20%, breytti í ISK úr USD og setti á það 24,5% VSK. Út kom að ég þurfti að borga einhverjar 5.300kr og ég fékk límmiða á vélina til að merkja hana tollafgreidda. Tók ekki mikið meira en 15 mínutur að afgreiða þetta. Ég var bara nokkuð sáttur við það. Auðvitað vissi ég að vélinni hefði verið smyglað inn en ég lét bara eins og ég vissi ekki hvort vélin hefði farið í gegnum tollinn og að þetti hefði verið gjöf til mín frá foreldrum mínum, sem var alveg rétt. Þeir gerðu enga aðra athugasemd.
Svo gerði ég slíkt hið sama sumarið eftir þegar ég var aftur að koma frá DK. Foreldrarnir fóru á undan og ég 10 skrefum fyrir aftan. Ég var stoppaður, ekki með vegabréfið mitt og engan farangum fyrir utan MacBook Pro vélina mína og myndavélina. Þetta fór í skannan og ég sagði strax að það væri búið að tollafgreiða vélina og ég væri með límmiða á henni þess til staðfestingar. Mér var bara rétt hlutirnir og ekkert frekar spurt.
Tollurinn er ágætur.
7700K | Maximus IX Hero | 32GB | 1TB 960 Pro m.2 | GTX 1080 Ti | Corsair AX1200i | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini
-
Höfundur - Nörd
- Póstar: 107
- Skráði sig: Mán 31. Maí 2004 21:55
- Staðsetning: if in doubt: pound on it
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
Takk fyrir öll svörin, maður er bara hálfsmeikur við þetta , sérstaklega ef tollinum dettur nú í hug að skrúfa í sundur vélina hjá manni.
Hafði þó hugsað mér að líma íslenska stafi á lyklaborðið og setja hann algjörlega upp á alla vegu svo hún virki svolítið notuð.. það er kannski ekki komist hjá því að borga vaskinn þegar upp er staðið :myballssuck
Hafði þó hugsað mér að líma íslenska stafi á lyklaborðið og setja hann algjörlega upp á alla vegu svo hún virki svolítið notuð.. það er kannski ekki komist hjá því að borga vaskinn þegar upp er staðið :myballssuck
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
Tollurinn hefur mikinn áhuga á að skoða í fartölvu og myndavélatöskuna þína.
Ég keypti fartölvu í USA 2008 og fór með hana beint í rauða hliði og borgaði vsk.
Fékk nótu hjá þeim fyrir greiddum vsk, innskattaði og féll allan vaskinn endurgreiddan
Ég keypti fartölvu í USA 2008 og fór með hana beint í rauða hliði og borgaði vsk.
Fékk nótu hjá þeim fyrir greiddum vsk, innskattaði og féll allan vaskinn endurgreiddan
Re: Að kaupa tölvu í útlöndum
Cicero skrifaði:Takk fyrir öll svörin, maður er bara hálfsmeikur við þetta , sérstaklega ef tollinum dettur nú í hug að skrúfa í sundur vélina hjá manni.
Hafði þó hugsað mér að líma íslenska stafi á lyklaborðið og setja hann algjörlega upp á alla vegu svo hún virki svolítið notuð.. það er kannski ekki komist hjá því að borga vaskinn þegar upp er staðið :myballssuck
Það er bara ekki málið hvort hún virkar notuð eða ekki. Ertu með kvittun eða ekki? Ég veit reynar ekki hvort sú upphæð sem þú mátt koma heim er dreginn frá og þú borgar vsk. af mismuninum.
Frægt dæmi þar sem þeir stoppuðu fréttaljósmyndara og gerðu allan búnaðin upptækan þrátt fyrir að hún væri með fréttapassa og allt. Eins og hjá Guðjóni R. notar hún náttúrulega innskattin þannig að það var enginn tilgangur hjá henni að reyna smygla inn dóti. Hún þurfti síðan að gera sér ferð aftur upp á völl með allar kvittanir til að ná í þetta aftur. Og hvað ef maður kaupir nýlegt notað og fær ekki kvittun, hvað þá.
Það sem pirrar mig mest að það stendur skýrum stöfum í reglugerð að þú hafir rétt á að koma með allan þann farangur sem þú ferð með út heim aftur en þeir neita að skrá hlutina.