Laptop eða PocketPC

Svara
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Laptop eða PocketPC

Póstur af ICM »

Þyrfti helst að finna mjög ódýra Laptop, má ekki vera fancy, eingöngu að ráða við hefðbundin skrifstofuforrit og skipuleggjara. Hverjar eru þær ódýrustu sem drepast samt ekki strax á fyrsta ári.

Ef ekki þá langar mig í PDA, með WindowsMobile að sjálfsögðu en þá langaði mig að vita hvort það væri hægt að fá ásættanleg lyklaborð til að tengja við þær, finnst þessi samanbrotnu aðeins of lítil... En allavega einhverjar PocketPC vélar sem þið mælið með?

Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Eraserhead »

Mæli persónulega frekar með pocket PC heldur en einhverjum sorp lappa. Á sjálfur iPaq 2215 og mæli hiklaust með honum. Varðandi lyklaborð þá eru þessi stowaway lyklaborð, að því ég best veit, jafn stór og lyklaborðin á venjulegum lappa. Þetta eru í rauninni sömu lyklaborðin og IBM notar í sínar fartölvur.

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

eru þær ekki alltof stórar þessar pocket vélar til að hafa þær í vasanum, og hvað er innbygt í þessar nýustu vélar? (td. sími, myndavél, gps o.s.frv.)

Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Eraserhead »

Stórar eða ekki stórar, þetta er stærra en sími en ekki mikið. Vélin sem ég á er um 140 gr og ég finn ekki fyrir henni í brjóstvasanum.

Varðandi notkunarmöguleika þá nota ég mína (iPaq 2215) mest í að horfa á Video og hlusta á mp3. Spila leiki, sækja og senda e-mail og browsa netið. Svo hef ég vanið mig á að nota skipulags forritin og er orðin frekar háður þeim.

varðandi hvað er innbyggt þá eru til vélar með innbygðum síma, myndavél og gps. Mín vél er með bluetooth sem ég nota til að tengjast farsíma og kemst þannig á netið.
Last edited by Eraserhead on Þri 20. Jan 2004 12:35, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Flytur einhver inn á íslandi þessi lyklaborð? Er hægt að nota svona lyklaborð með Windows Mobile Phone edition vélum? selur einhver hér á landi phone edition osfv?

Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Eraserhead »

Lyklaborðin eru seld fyrir hverja týpu fyrir sig. Varðandi sölu hér þá hef ég ekki hugmynd, allar mínar lófatölvur hef ég verslað að utan, nema eina Revo vél í kaliber.

mæli með http://www.expansys.com þar er hægt að versla flest allar tegundir af lófatölvum, og ef þú hefur áhuga á windows mobile phone edition þá mæla flestir með XDA II (einnig til sem i-Mate) en svona phone edition eru drullu dýrar vélar, miklu ódýrara að kaupa tölvu og svo síma og tengja þær saman t.d. með bluetooth.
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

:?: En örfáar spurningar

Hvernig er Pocket Excel að standa sig?

Ef ég fæ mér eina með þráðlausu neti hvernig ætti það að ganga með þráðlausa netinu í skólanum án mikilla vandræða? Er pocket útgáfa af hotmail?

Hvernig er með geymslupláss á þessu? Ekki hægt að tengja við neina minnislykla eða þessháttar. Eru bara smart media kort?

Ég sleppi því að fá mér phone edition, ætla að finna einhverja PPC fyrir þetta lyklaborð http://www.thinkoutside.com/products/st ... view2.html
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

Pocket Excel í PPC2003 á að geta opnað allar excel skrár úr nýjasta Excel ef það er það sem þú ert að spyrja um.

Varðandi Hotmail, þá getur hvaða browser notað það. Eins og Pocket IE6 sem er í PPC2003.

Minni er 32-64 í vélunum sjálfum, og nokkrar eru með bæði SD og CF fyrir minni.

http://brighthand.com/ er svona lala síða með review
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Er nokkuð ákveðin orðin að fá mér þessa iPaq 2215 : http://www.klikk.is/hp/index.cfm?ccs=358&cs=830

Þessu lyklaborði:
http://www.thinkoutside.com/products/st ... view2.html

En hverju mæliði með fyrir auka geymslupláss? Heldur dýrt fyrir lítið og hægt, einungis með leshraði allt að 5,6 MB/sek, skrifhraða allt að 2,9 MB/sek http://computer.is/vorur/2397 eða er þetta nógu hratt t.d. fyrir það ef ég flyt yfir á þetta lítil wm9video?

Væri gaman ef það væri USB tengi á þessu fyrir t.d. minnislykla eða utanályggjandi HDD en það er auðvitað ekki er það nokkuð?

Sá ekki nein laus WIFI kort til sölu í slot á þessu, á ekki að vera hægt að troða þannig í CF eða SD slot á sumum vélum?

Þá get ég farið að gera þessi skins fyrir þig Elv ef þú ert ekki búin að redda því núþegar...
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

t.d. þetta: virkar það öruglega með öllum vélum? http://www.mobileplanet.com/private/poc ... %5Fid=5040

Hvernig er að fara á spjall vaktina í þessu virkar það eða kemur bara error?
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

Hraðinn á þessu korti http://computer.is/vorur/2397 ætti að vera feykinóg.
Og WiFi kortið á að virka á öllum WinCE vélum.


Sambandi við meira plássþá eru til harðidiskar sem tengjast í CF.Samt spurning hvort vélin sjái hann eða ekki, það virkaði víst ekki á öllum vélum.skal reyna finna linkinn á það.
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

btw hvað um að formata vélina og setja upp OS aftur er það hægt?
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

Nei, os er í Rom, en það er oft hægt að flasha það, t.d var hægt að uppfæra Axim X5 sem kom með PPC2002 í PPC2003, síðan er Linux til fyrir gömlu Ipaq.
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

þarf nokkuð að kaupa sér búnað til að flasha það?
Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1949
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af elv »

Nei, en svona upgrade á WInce eins og á Axim þarf að kaupa(eins og allar uppfærslur frá M$). Þ.e.a.s CD sem gerir allt fyrir þig.

Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Eraserhead »

Pocket Office á að geta opnað öll office skjöl en oft dettur eitthvað format setup út.

Varðandi auka minni þá eru SD (Secure Digital) og/eða CF (Compact Flash) raufar á öllum pocket pc tölvum. Öll SD og CF minniskort eiga að passa og ekki þarf neina drivera. Einnig eru til harðir diskar sem passa í CF rauf (ath. að raufin þarf að styðja CF Type II) t.d. IBM Microdrive og þeir þurfa ekki heldur neina drivera. Ég mæli frekar með minniskorti frekar en hörðum disk því þeir eyða miklu meira rafmagni.

Hægt er að fá Wifi kort sem passa bæði í CF og SD raufar. Sá Wifi CF kort í tölulistanum á 8.000 kall.

Ekkert mál er að formata vélina því stýrikerfið og öll aðalforritin eru föst í minninu.Vélin er yfirleitt flössuð með því að halda reset takkanum inni ásamt einhverjum öðrum takka á nokkrar sekúntur.

Varðandi OS uppfærslur þá er það fræðilega séð hægt en það er ekki svo algengt að boðið sé upp á það. T.d. hefur hvorki Siemens né Toshiba boðið upp á það og Dell uppfærslan var stórgölluð þegar hún kom út.
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

Takk snillingar, ég þarf nú bara að nota Excel sem töflureiknir en ekki eitthvað svaka kynningardæmi... Hvernig eru hljómgæðin í þessu t.d. með Sennheiser heyrnatól tengd við?

Ég er nú búin að eyða heimskulega miklum peningum í Gameboy Advance og leiki fyrir hana, er til góður Emulator til að spila þá í Pocket PC? Ekki læsa þessum þræði fcol ég á þessa leiki og vill geta spilað þá á PPC því ekki nenni ég að vera að þvælast með bæði Gameboy og PDA útum allt.

Eraserhead
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 12:15
Staða: Ótengdur

Póstur af Eraserhead »

Hljómgæðin eru fín fyrir minn smekk.

Til eru fullt af emulaterum og virka NES og Super Nes mjög vel en GBA er frekar slow. Svo er líka til fullt af öðrum leikjum.

Video er mjög gott, 24 fps í full screen. ég nota sjálfur Pocket MVP sem er góður Divx spilari.
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

En góður fjárhagsskipuleggjari sem hægt er að synca við borðtölvu?
Skjámynd

dabb
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Lau 21. Jún 2003 17:38
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af dabb »

Ég væri allveg til í Alienware lappa *sleeef*
Skjámynd

Höfundur
ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Staða: Ótengdur

Póstur af ICM »

dabbatech áttu ekki mikið öflugri borðtölvu? Ef þú vilt alvöru laptop áttu að fá þér Tablet frá Acer eða eitthvað, ekki eitthvað leikfang.
Skjámynd

dabb
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Lau 21. Jún 2003 17:38
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af dabb »

Ég vill leika mér á ferð. :wink:
Skjámynd

halanegri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
Staðsetning: Err Vaff Ká
Staða: Ótengdur

Póstur af halanegri »

"ég vil"
"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003
Skjámynd

dabb
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Lau 21. Jún 2003 17:38
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af dabb »

urr..
Svara