Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Svara

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af Palm »

Ég er með slatta af litlum video-spólum sem ég ætla að færa á stafrænt form.

Hvað þarf ég til að geta gert það?
Ég hafði hugsað mér að spila myndina bara í video-vélinni og færa einhvern veginn inn á tölvuna.

Hvaða tæki þarf ég á milli tölvunnar og video-vélarinnar?

Þarf ég ekki að fá mér sjónvarpskort ef það er ekki í tölvunni - hvernig sjónvarpskort mælið þið með fyrir svona?

Endilega gefið mér góð ráð um þetta allt saman.

Takk
Palm
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af GuðjónR »

Þarft ekkert tæki, sennilega bara FireWire snúru og gott forrit.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af Klemmi »

Svona græju:
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1607" onclick="window.open(this.href);return false;

USB tengt og tengir bara gömlu góðu gul/rauð/hvítu snúruna í þetta og hugbúnaðurinn sem fylgir býður þér þá að taka myndefnið upp (en svo er kannski ekki vitlaust að skoða með einhvern betri hugbúnað í kjölfarið).
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Staða: Ótengdur

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af zdndz »

þarft firewire snúru sem tengist frá camerunni og í tölvuna, þarft að checka hvort það er firewire tengi á tölvunni þinni, annars þarftu að kaupa kort með firewire tengi á (t.d. http://www.att.is/product_info.php?prod ... sid=2207e2)
og svo forrit sem tekur upp þegar þú spilar video-in, veit ekki um nein frí forrit, (þau eru samt örugglega mörg þarna einhversstaðar)
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af rapport »

Það fer eftir vélinni sem þú ert með...

Þú getur(misjafnt eftir vélum líklega) pumpað inn á tölvu í gegnum USB2, Windows movie maker og þá á wmv formati...

Ég hef oftar en ekki notað þá leið bara til að redda mér.

Annars er það bara sérfræðingarnir í verkið=> http://www.mbv.is" onclick="window.open(this.href);return false;

Höfundur
Palm
has spoken...
Póstar: 175
Skráði sig: Þri 09. Sep 2003 21:01
Staða: Ótengdur

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af Palm »

takk allir fyrir svörin.

ég er sko með eldgamla video-vél - held hun heiti: "panasonic MC20"

Helt það væri betra að kaupa sjónvarpskort þá gæti ég kannski notað það í eitthvað fleiri en þetta.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af rapport »

Bara spurning um að finna vél sem les spólurnar yfir á tölvuna og fá þá vél lánaða...

Þessi PAnasonic vél er líklega of gömul...
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af Danni V8 »

Foreldrar mínir eiga einmitt eina svona eldgamla Panasonic vél, ekki viss hvort það er akkurat MC20, en mjög svipuð í útliti.

Á henni er Video out og Audio Out RCA tengi sem ég notaði til að senda yfir í sjónvarpskort og taka upp í tölvunni. Öll gömlu fjölskyldu myndböndin, frá 1992-2006, eru komin á Digital form. Tók samt nokkuð mörg kvöld að gera þetta.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

JReykdal
Gúrú
Póstar: 554
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Staða: Ótengdur

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Póstur af JReykdal »

Þetta er VHS vél ef það einfaldar eitthvað pælinguna :)
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
Svara