Keypti mér flakkara um daginn 1 TB í svona hýsingu: http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2218" onclick="window.open(this.href);return false;
Það er innbyggður straumbreytir og svo tengist usb snúran í eitt tengi, en ég var að spá.. er í lagi þegar ég t.d. fer að sofa á ég þá bara að ýta á rofann á hýsingunni og slökkva þannig á honum ?
Fer það ekki illa með harða diskinn ef það er slökkt á honum bara sí svona ?
Vil bara vera viss því það er ekki gaman að missa 1 TB af gögnum útaf lélegri meðferð á flakkaranum
intenz skrifaði:Ejectar/safe remove/unmount frá tölvunni og slekkur svo.
Þannig að það er í lagi að þegar ég er búinn að slökkva á tölvunni að ýta á orfann á boxinu og slökkva þannig ?
Þó svo að diskurinn sé á fullum snúning ?
intenz skrifaði:Ejectar/safe remove/unmount frá tölvunni og slekkur svo.
Þannig að það er í lagi að þegar ég er búinn að slökkva á tölvunni að ýta á orfann á boxinu og slökkva þannig ?
Þó svo að diskurinn sé á fullum snúning ?
Já það er allveg í lagi að slökkva á honum þegar þú ert búinn að slökkva á tölvunni.
Ég fékk mér svona hýsingu um daginn og er mjög ánægður með hana. Hún "sofnar" sjálfkrafa þegar það er ekki verið að nota hana. En ég mundi mæla með því að hafa bara alltaf kveikt á henni, hef ekki lennt í neinu vandamáli með það amk (þar sem hún hibernatar hvort eð er).
Ég fékk mér svona hýsingu um daginn og er mjög ánægður með hana. Hún "sofnar" sjálfkrafa þegar það er ekki verið að nota hana. En ég mundi mæla með því að hafa bara alltaf kveikt á henni, hef ekki lennt í neinu vandamáli með það amk (þar sem hún hibernatar hvort eð er).
Tjaa ég get ekki haft kveikt á henni alltaf.. hún er nú reyndar samt í notkun alltaf þegar það er kveikt á tölvunni en þegar ég er búinn á slökkva á tölvunni og ætla að fara að sofa þá get ég ekki sofnað þegar ég heyri í harða disknum snúast.. (það má ekki einu sinni vera smávægilegt suð í fjöltenginu þá get ég ekki sofnað).