Laun tölvuviðgerðarmanna

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af Hargo »

Veit einhver hver meðallaun tæknimanna sem vinna á tölvuverkstæðum eru? 250-300þús nærri lagi miðað við 8-9 tíma vinnudag? Hvað haldið þið?

Ég er ekki að biðja þá sem vinna á tölvuverkstæði að segja mér persónulega hvað þeir eru með í laun, langaði bara að forvitnast um hver væru meðallaunin hjá þessari starfsstétt. Menn eru auðvitað misjafnlega mikið menntaðir, en ég er meira að gera ráð fyrir að starfsmenn séu í það minnsta með stúdentspróf og Comptia A+ gráðu.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af rapport »

Skv. Ríkiskaupakynningunni sem var á Grand í gær þá er ríkið að kaupa ódýrasta tímannn í tölvuaðstoð á c.a. 8500 kr. án VSK.

Ef launin eru ekki hærri en þetta þá finnst mér fyrirtækin vera hirða dágóða summu.

En svo er náttúrulega geta manna mjög misjöfn, man eftir að einum var hent út hjá okkur og beðið um annan eftir hellings tíma og engan árangur.

Fólk borgar ekki bara brosandi ef það er ekki að fá neitt fyrir peniginn.
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af Hargo »

rapport skrifaði:Skv. Ríkiskaupakynningunni sem var á Grand í gær þá er ríkið að kaupa ódýrasta tímannn í tölvuaðstoð á c.a. 8500 kr. án VSK.

Ef launin eru ekki hærri en þetta þá finnst mér fyrirtækin vera hirða dágóða summu.

En svo er náttúrulega geta manna mjög misjöfn, man eftir að einum var hent út hjá okkur og beðið um annan eftir hellings tíma og engan árangur.

Fólk borgar ekki bara brosandi ef það er ekki að fá neitt fyrir peniginn.
Já okei, athyglisvert.
Ert þú að vinna hjá viðgerðarfyrirtæki Rapport?
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af depill »

Útseld vinna != laun, ekki næstum því.

Árið 2007 - 2008 vann ég í "tækni" vinnu þar sem útseldur tími hjá mér var 12.900 án vsk ( þessi taxtar hafa hækkað síðan þá ). Ég var með hjá því fyrirtæki frá 280þ þegar ég byrjaði og 350k þegar ég hætti.

zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af zdndz »

depill skrifaði:Útseld vinna != laun, ekki næstum því.

Árið 2007 - 2008 vann ég í "tækni" vinnu þar sem útseldur tími hjá mér var 12.900 án vsk ( þessi taxtar hafa hækkað síðan þá ). Ég var með hjá því fyrirtæki frá 280þ þegar ég byrjaði og 350k þegar ég hætti.
afsaka fráfræði en hvað er útseld vinna? :?
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af Gúrú »

zdndz skrifaði:
depill skrifaði:Útseld vinna != laun, ekki næstum því.

Árið 2007 - 2008 vann ég í "tækni" vinnu þar sem útseldur tími hjá mér var 12.900 án vsk ( þessi taxtar hafa hækkað síðan þá ). Ég var með hjá því fyrirtæki frá 280þ þegar ég byrjaði og 350k þegar ég hætti.
afsaka fráfræði en hvað er útseld vinna? :?
Það sem að neysluhlið borgar fyrir vinnuna.

12.900 krónur er það sem að viðskiptavinurinn borgaði fyrir pr0 depil, en Depill fékk kannski ~15-20% af því í laun.
Modus ponens

zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af zdndz »

Gúrú skrifaði:
zdndz skrifaði:
depill skrifaði:Útseld vinna != laun, ekki næstum því.

Árið 2007 - 2008 vann ég í "tækni" vinnu þar sem útseldur tími hjá mér var 12.900 án vsk ( þessi taxtar hafa hækkað síðan þá ). Ég var með hjá því fyrirtæki frá 280þ þegar ég byrjaði og 350k þegar ég hætti.
afsaka fráfræði en hvað er útseld vinna? :?
Það sem að neysluhlið borgar fyrir vinnuna.

12.900 krónur er það sem að viðskiptavinurinn borgaði fyrir pr0 depil, en Depill fékk kannski ~15-20% af því í laun.
aah skil
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!
Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1065
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af Hargo »

depill skrifaði: Árið 2007 - 2008 vann ég í "tækni" vinnu þar sem útseldur tími hjá mér var 12.900 án vsk ( þessi taxtar hafa hækkað síðan þá ). Ég var með hjá því fyrirtæki frá 280þ þegar ég byrjaði og 350k þegar ég hætti.
I hope you don't mind me asking, en var það sem sagt vinna við að troubleshoota vélbúnaðarbilanir og aðrar bilanir í tölvum á verkstæði?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af GuðjónR »

depill skrifaði:Útseld vinna != laun, ekki næstum því.

Árið 2007 - 2008 vann ég í "tækni" vinnu þar sem útseldur tími hjá mér var 12.900 án vsk ( þessi taxtar hafa hækkað síðan þá ). Ég var með hjá því fyrirtæki frá 280þ þegar ég byrjaði og 350k þegar ég hætti.
Þú hefur verið snöggur að vinna þig upp, 70k hækkun per. mán. á einu ári :alienprofile
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af depill »

Hargo skrifaði:
depill skrifaði: Árið 2007 - 2008 vann ég í "tækni" vinnu þar sem útseldur tími hjá mér var 12.900 án vsk ( þessi taxtar hafa hækkað síðan þá ). Ég var með hjá því fyrirtæki frá 280þ þegar ég byrjaði og 350k þegar ég hætti.
I hope you don't mind me asking, en var það sem sagt vinna við að troubleshoota vélbúnaðarbilanir og aðrar bilanir í tölvum á verkstæði?
Reyndar ekki Hargo. Ég vann við að hanna og viðhalda "enterprise" netkerfum....
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði:
depill skrifaði:Útseld vinna != laun, ekki næstum því.

Árið 2007 - 2008 vann ég í "tækni" vinnu þar sem útseldur tími hjá mér var 12.900 án vsk ( þessi taxtar hafa hækkað síðan þá ). Ég var með hjá því fyrirtæki frá 280þ þegar ég byrjaði og 350k þegar ég hætti.
Þú hefur verið snöggur að vinna þig upp, 70k hækkun per. mán. á einu ári :alienprofile
Amm hefði kannski ekki átt að hætta, heldur semja um að fá sömu prósentu hækkun á hverju ári.... :P
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af rapport »

Maður áttar sig á og skilur að útseld vinna sé töluvert hærri en laun starfsmannsins þar sem fyrirtækið leggur út fyrir launadeild, bíl, tölvu o.s.frv. fyrir viðkomandi + greiðir honum laun þó ekkert verði að gera (í kannksi 3-4 mánuði).

p.s. þessi nýji rammasamningur sem var verið að kynna þá voru taxtarnir 8.500 - 19.500 án VSK en mig minnir að um þrjá flokka þjónustu sé að ræða.

Omnis buðu t.d. viðveru/vettvangsaðstoð = tengja dóterí o.þ.h. (ímynda ég mér) og þá hef ég grunaða um að taka 8.500/klst. fyrir...

Ég mundi reyna vitna í samninginn á netinu ef síða Ríkiskaupa lægi ekki niðri... =D>
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af Benzmann »

launin eru c.a 1000 - 1600 kr á tímann á tölvuverkstæðum
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af Klemmi »

Bíddu bíddu, eru þið að vinna fyrir eitthvað meira heldur en bara heitan hádegismat?
Launin hjá mér voru tekin af eftir kreppu og mér var sagt að þetta væri bara normið ](*,)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af rapport »

Klemmi skrifaði:Bíddu bíddu, eru þið að vinna fyrir eitthvað meira heldur en bara heitan hádegismat?
Launin hjá mér voru tekin af eftir kreppu og mér var sagt að þetta væri bara normið ](*,)
Þetta er nú bara raunveruleikinn hjá allt of mörgum...

Ég skil ekki afhverju það eru ekki til samtök atvinnulausra. Það er enginn sem talar fyrir þenna ört vaxandi hóp í þjóðfélaginu.
Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1519
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Staðsetning: Á sporbaug sólar
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af Benzmann »

Klemmi skrifaði:Bíddu bíddu, eru þið að vinna fyrir eitthvað meira heldur en bara heitan hádegismat?
Launin hjá mér voru tekin af eftir kreppu og mér var sagt að þetta væri bara normið ](*,)
w0ot ertu semsagt að segja að þú sért að vinna launalaust eða voru launin lækkuð hjá þér ?

mörg fyrirtæki lækkuðu laun hjá fólki um c.a 10-15% í staðinn fyrir að þurfa að segja upp fólki.
CPU: Intel i9 9900K | MB: Asus ROG Maximus XI Hero (Z390) | GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair Carbide 400c | PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Corsair Vengeance RGB Pro DDR4 3200mhz 32gb |Storage: 1x Samsung 1tb 970 Evo Plus SSD, 3x Samsung 500gb 970 Evo Plus SSD RAID-0 | OS: Windows 10 Enterprise E5 64bit
Skjámynd

AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af AntiTrust »

Ég hef verið á skalanum 230-400 fyrir venjulega viðgerðarvinnu. Svo er hægt að þéna alveg skuggalega mikið í þessu ef maður tekur að sér verkefni utan vinnutíma, ég hef verið að taka meira inn aukalega en í aðalvinnunni þegar maður virkilega nennir þessu og skipuleggur sig vel.
Σ = 29Ghz, 96GB DDR, 54TB.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af rapport »

Ég ætla að taka undir orð AntiTrust.

Ef ég væri klárari á tölvur þá mundi ég reyna að semja við lítil fyrirtæki, þau eru oft með allt niðrum sig og rétt ná að starfa vegna illa hugsaðra IT mála.

Ég hef aftur á móti verið að taka "grams" frá ótrúlegustu stöðum og púsla sundur saman og oftar en ekki endar það hér á Vaktinni. (það er hobbý :snobbylaugh)


En t.d. ef þið þekkið einhverja lögfræðinga þá bjóðast þeim alltaf öðru hvoru að taka að sér skiptastjórn í þrotabúi og þá þarf að eyða öllum gögnumá öruggan hátt, setja upp vélarnar aftur og selja þær til að hámarka virði eigna í búinu.

Ætli ég hafi náð smtals c.a. 13. mánuðinum með slíku á seinasta ári, eitthvað minna tekið svona í ár. En það er hellings vinna og fyrirhöfn fyrir lítinn pening. (en þetta er líka hobbý :snobbylaugh ).

En það sem ratar til mín persónulega reyni ég yfirleitt að selja hérna ódýrt bara svo það geri einhverjum gagn, þoli ekki að henda hlut sem virkar og hef ekkert pláss eins og er til að geyma eitt eða neitt.


Hvað væri annars sniðug búbót/aukavinna fyrir svona tækni- og tölvumenn.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af Daz »

Launagreiðsla til starfsmanns segir einmitt ekki alla söguna, ofan á það þarf að borga tryggingagjöld, lífeyrissjóð, aðstöðu fyrir starfsmann osfrv.

Ég hef verið seldur fyrir 50-60 evrur á tímann, en það er ekki nálægt mínu tímakaupi :-({|=
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af GuðjónR »

AntiTrust skrifaði:Ég hef verið á skalanum 230-400 fyrir venjulega viðgerðarvinnu. Svo er hægt að þéna alveg skuggalega mikið í þessu ef maður tekur að sér verkefni utan vinnutíma, ég hef verið að taka meira inn aukalega en í aðalvinnunni þegar maður virkilega nennir þessu og skipuleggur sig vel.
Ertu þá ekki kominn í samkeppni við atvinnurekandann þinn?
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Laun tölvuviðgerðarmanna

Póstur af rapport »

GuðjónR skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ég hef verið á skalanum 230-400 fyrir venjulega viðgerðarvinnu. Svo er hægt að þéna alveg skuggalega mikið í þessu ef maður tekur að sér verkefni utan vinnutíma, ég hef verið að taka meira inn aukalega en í aðalvinnunni þegar maður virkilega nennir þessu og skipuleggur sig vel.
Ertu þá ekki kominn í samkeppni við atvinnurekandann þinn?

Nkl.

Þetta er tvíeggjað sverð ef verið er að ráðast á sama eða svipaðan kúnnhóp, viltu að fyrirtækið sem þú vinnur hjá spjari sig?

En það er hellingur af litlum fyrirtækjum sem hafa ekki efni á 10þ. á klst. þau kjósa frekar að greiða svart, vöru- eða vinnuskipti en vilja samt geta treyst á smá "neyðarþjónustu".

Ég hef gert þetta fyrir lítið tveggja manna fyrirtæki, aðstoðað þá við að setja upp fileserver, bent þeim á sniðug forrit o.s.frv. Þeri voru skelfilega ósjálfbjarga fyrst en í dag þá þurfa þeir lítið á mér að halda (maður var líka farinn að missa þolinmæðina stundum).


En það var "pro bono" hjálp sem ég hef svo fengið örlitla vexti af = fékk að hirða búnaðinn sem þeir notuðu fyrst áður en þeir gátu keypt sér nýtt (seldist svo á hér á Vaktinni) :D
Svara