Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Svara

Höfundur
zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Staða: Ótengdur

Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af zdndz »

Er með einfalda spurningu, segjum að ég overclocki örgjavann minn, steiki hann eða skemmi hann einhvern veginn, ég reset-a móðurborðið, fer með tölvuna í tölvubúðina sem ég keypti hana og hún er ennþá í ábyrgð, geta þeir séð að ég hafi overclock-að hana, myndi ég fá þá nýjan örgjava?
Veit að ábyrgðin dettur úr gildi ef ég overclock-a en geta þeir séð það/sýnt fram á það ef ég reset-a móðurborðið?
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af Frost »

Þeir myndu örugglega fatta þar sem þú steiktir örgjörvann. Þeir eru ekki gerðir til að steikjast að venju.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af Blackened »

þetta væri nú bara einstaklega lélegt af þér ef þú myndir reyna þetta.. þú veist alveg að ábyrgðin dettur út við að oc'a og ef þú klúðrar því svo og ætlar að fara með hann í ábyrgðarviðgerð

..þá herra minn ert þú þjóðfélagsendi og súrefnisþjófur

Höfundur
zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af zdndz »

Blackened skrifaði:þetta væri nú bara einstaklega lélegt af þér ef þú myndir reyna þetta.. þú veist alveg að ábyrgðin dettur út við að oc'a og ef þú klúðrar því svo og ætlar að fara með hann í ábyrgðarviðgerð

..þá herra minn ert þú þjóðfélagsendi og súrefnisþjófur
ósiðferðlegt já, er það ekki sama og með að download-a ólöglega (höfundavarið efni), ætla samt ekki í þessa umræðu enda sagðist ég ekki ætla að gera þetta heldur langar bara að vita hvort þeir gætu séð að ég hafi overclock-að (btw. hef ekki klúðrar overclock-i) eða hvort einhver hafi gert þetta eða viti um að einhver hafi gert þetta og fengið nýjan örgjava?
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!

k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af k0fuz »

Sko.. þú átt bara að hafa frekar minna heldur en meira i voltage á örranum til að koma í veg fyrir grillun og aldrei hafa auto á voltage. Með þessu er ekki hægt að grilla hann ef þú ert að fylgjast með hita. Grillunin er held ég bara þegar þú hleypir of miklu rafmagni í örrann og hann hitnar þar af leiðandi mikið og hratt og þegar hann er komin uppfyrir ákveðið hitastig og því lengra sem þú ferð yfir þetta ákveðna hitastig því meiri líkur eru á því að þú steikir hann.
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af ponzer »

Blackened skrifaði:þetta væri nú bara einstaklega lélegt af þér ef þú myndir reyna þetta.. þú veist alveg að ábyrgðin dettur út við að oc'a og ef þú klúðrar því svo og ætlar að fara með hann í ábyrgðarviðgerð

..þá herra minn ert þú þjóðfélagsendi og súrefnisþjófur
Hvar stendur það ? :roll:
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af Blackened »

skarplega athugað.. ekki nema að hann tekur fram í fyrsta póstinum sínum
Veit að ábyrgðin dettur úr gildi ef ég overclock-a en geta þeir séð það/sýnt fram á það ef ég reset-a móðurborðið?
það er pottþétt einhverstaðar í smáa letrinu samt :-k

Höfundur
zdndz
Gúrú
Póstar: 550
Skráði sig: Sun 13. Apr 2008 14:47
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af zdndz »

hefur samt enginn overclock-að, klúðrað því og reynt að fá nýjan í umboði ábyrgðinnar :?:
Intel E5200 @ 2.5 GHz | Radeon HD 4850 | Corsair 2x2 GB RAM 1066 MHz | 480 W aflgjafi | Móðurborð Micro-Star P43 NEO | 500GB Samsung | Windows 7 / Ubuntu
Ruddaleg túpuskjátölva!
Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af gardar »

Lestu þér bara vel til um þetta og klukkaðu rétt, þá lendirðu ekki í veseni....

Byrjaðu að klukka lítið, ekki hækka voltin mikið... tékkaðu á hitanum undir 100% load... Ef hann er ekki of hár, klukkaðu þá meira.

Lang best að gera þetta í litlum skrefum :)

hsm
vélbúnaðarpervert
Póstar: 921
Skráði sig: Sun 05. Jan 2003 23:37
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af hsm »

Blackened skrifaði:þetta væri nú bara einstaklega lélegt af þér ef þú myndir reyna þetta.. þú veist alveg að ábyrgðin dettur út við að oc'a og ef þú klúðrar því svo og ætlar að fara með hann í ábyrgðarviðgerð

..þá herra minn ert þú þjóðfélagsendi og súrefnisþjófur
Ef að verslunin sjálf þarf að taka ábyrgðina á sig, en ekki ef að framleiðandi mundi bera skaðann. :) Jafn mikið svindl en ég held að flestir mundu horfa það öðrum augum.
**Intel E8400 3.0GHz**Gigabyte EP45-UD3L**GeIL Ultra Plus 4GB 2x2GB**Inno3D iChill GTX275**SAMSUNG SyncMaster 2693HM :D**1x1.5Tb**1x1Tb**1x750GB**1x500GB**Antec 1000W PSU** Með LFC kveðju Gerrard
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Overclock-a -> skemmi -> sér tölvubúðin overclock-ið ?

Póstur af Klemmi »

Það er ekki hægt að líkja þessu saman við download. Helstu líkurnar á því að skemma tölvubúnað með overclocki er að skemma örgjörvann. Örgjörvar, því miður, fá flestar verzlanir sem panta að utan aðeins í 3-6 mánaða ábyrgð en þurfa að selja í 2 ára. S.s. ef þú skemmir örgjörvann þinn með overclocki, ferð með hann í ábyrgðarviðgerð þá ertu bara að færa skaðann, sem þú hlaust vitandi að þú gætir valdið, yfir á verzlunina sem hafði ekkert með skemmdirnar að gera.

Þannig að þú gætir allt eins stolið nýjum örgjörva, sem er ekki málið þegar þú downloadar af netinu, þá er enginn annar að tapa sýnu eintaki.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Svara