3.14KA skrifaði:Mér finnst voða leiðinlegt þegar að fólk hér á klakanum heldur upp á Hrekkjavöku eða Valentínusardaginn. Þetta eru alls ekki íslenskar hefðir og við töpum hluta af sérstöðu okkar með hverju ári sem líður.
jól er ekki íslensk hefð í grunnin
ekki páskar heldur
það er í raun eingöngu 2 íslenskar hefðir fyrir alvöru
þorrablót og eyða milljónum í flugelda á áramótum
urban skrifaði:
jól er ekki íslensk hefð í grunnin
ekki páskar heldur
Rétt að hluta,
Við héldum þessa daga hátíðlega í "gamla" daga (þ.e. þegar við vorum villitrúarmenn), en ekki sem "Jól" og "Páska" heldur sem Vetrarsólstöður og Jafndægur (Vernal Solstice). Þegar kristni var tekin upp þá voru hátíðirnar endurskýrðar til að passa inní kristna trú og í tilfelli Jafndægur þá var "hátíðarhöldunum" seinkað yfir á næsta sunnudag eftir jafndægur því það var þá sem Zombie Jesus steig upp.. eða var páskadagur þegar hann var krossfestur.. meh, nenni ekki að pæla í því. Fyrir mér eru Páskar bara frí úr vinnu og góður matur.
Ég sem dæmi held ekki uppá Jólin, ég held uppá vetrarsólstöður
Atvinnunörd - Part of the 2% > FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <
Fyrir menn sem eru ekki feimnir við að útskýra búninginn sinn á ensku þá er þessi nokkuð "góður", mæta bara í buxum og þegar menn eru spurðir hvað þeir eru að pæla þá er svarað "I'm a pre-mature ejaculation, I just came in my pants." *brumm tiss*
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
Búinn að skoða smá um búninga á netinu undanfarið og er alvarlega að pæla í að búa til minn eigin Bender búning. Ef ég læt verða af því myndi ég reyna að setja worklog :the_jerk_won
"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."
3.14KA skrifaði:Mér finnst voða leiðinlegt þegar að fólk hér á klakanum heldur upp á Hrekkjavöku eða Valentínusardaginn. Þetta eru alls ekki íslenskar hefðir og við töpum hluta af sérstöðu okkar með hverju ári sem líður.
jól er ekki íslensk hefð í grunnin
ekki páskar heldur
það er í raun eingöngu 2 íslenskar hefðir fyrir alvöru
þorrablót og eyða milljónum í flugelda á áramótum
allt annað er innflutt
Jól (Yule) er nú Norræn/Germönsk hátíð sem var innlimuð í Kristsmessu.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.