Þetta er voðalega einfalt og allir einstaklingar með eitthvað vit í kollinum og hinir sem eru ekki með það skipta ekki máli, vita að hann er saklaus uns sekt er sönnuð.Glazier skrifaði:Svolítið til í þessu hjá þér, en hugsaðu þér að þetta hefði verið þú en ekki Gunnar sem hefði verið grunaður..
Ef nafnið þitt hefði birst í DV með mynd og öllu tilheyrandi, samt væriru allveg saklaus og hefðir ekki komið nálægt þessu.
Hefðiru þá hugsað svona eins og þú gerir núna ?
Þú hefðir þurft að byrja á því að sannfæra alla ættina þína um það að þú tengist þessu ekki á neinn hátt OG síðan að reyna að sannfæra alla aðra (sem eru að tuða í þér inná youtube og annarstaðar að þú sért morðingi)
Það þýðir skammt að persónugera rök þegar maður rökræðir, það sýnir bara fáfræði og kemur manni ekkert áfram.
DV er ekkert að ljúga þarna, hann var handtekin af lögreglu og tekin skýrsla af honum. Er ekki bara jákvætt að það er til fjölmiðill á Íslandi sem upplýsir landan um málið í stað þess að copy peista það sem stendur á logregla.is