DVB-T Móttakari?

Svara

Höfundur
littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

DVB-T Móttakari?

Póstur af littli-Jake »

Var að reka augun í það að sjónvarpið mitt er með DVB-T móttakara og ég var að spá hvernig ég gæti nítt mér það. Ef að ég er að skilja þetta rétt er þetta digital móttakari sem þá ætti að gera mér kleift að ná einhverjum stöðvum. Getur einhver frætt mig?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: DVB-T Móttakari?

Póstur af hagur »

Þetta er móttakari eins og t.d Digital Ísland afruglarinn. Þú getur náð stafrænum útsendingum Rúv í gegnum hann og svo slatta af útvarpsrásum. Nærð líka Stöð 2 í opinni dagskrá, t.d fréttatímum.

Þú nærð basically öllum opnum rásum, en fleiri eru þær nú ekki hérlendis. Jú, Omega og Ínn ...

Líklega er svo rauf fyrir smartkort eins og á afruglurunum, en þeir hjá Stöð 2 skilst mér styðja ekki nema bara sína afruglara, þannig að þú getur ekki smellt korti frá þeim í raufina til að horfa á ruglaðar rásir.

Tyler
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Staða: Ótengdur

Re: DVB-T Móttakari?

Póstur af Tyler »

Vodafone selur svona kort í sjónvörpin. Ég keypti einmitt svona CAM kort af þeim og finnst þetta mun þægilegra en að nota afruglarann frá þeim.
Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 333
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Staða: Ótengdur

Re: DVB-T Móttakari?

Póstur af codec »

Þú getur notað tuner ef þú er með rauf fyrir CAM (Conditional Access Module) í tækinu.
Ég tók fyrst þessu þegar að Hátækni fór að auglýsa sjónvörp fyrir HM með þeim fídus að þú þarf ekki afruglara. Nýlega fór vodafone að bjóða upp á svona cam sem smart kortin eru sett í.
Þú örugglega getur líka fengið CAM í fleiri búðum t.d. Elnet.is eða eico.is. Eina sem er að það þarf að vera rétta gerðin, ég held það heiti Conax og er afruglkerfi sem er notað á Íslandi , og öllum norðurlöndunum ásamt Albaníu.

Höfundur
littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2260
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: DVB-T Móttakari?

Póstur af littli-Jake »

Einhver séns að ná sér í stöðvar frítt með þessu :twisted:
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Svara