Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Svara

Höfundur
Greykjalin
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
Staða: Ótengdur

Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Póstur af Greykjalin »

Daginn..

Ég var að setja upp stýrikerfi á nýjum diski hjá mér og ætlaði að nota gamla diskinn (Sem stýrikerfið var á áður) sem backup disk.
Mér tekst hinsvegar ekki að formatta hann því hann er ennþá stilltur sem system disk því gamla stýrikerfið er enn uppsett á honum.

Disk management leyfir það ekki
EASEUS Partition manager leyfir það ekki

Ég er búinn að prófa að fara í "diskpart", velja diskinn og skrifa "clean" en þá segir hún að hann sé tölvunni lífsnauðsynlegur og ekki sé hægt að eiga neitt við hann..

Þegar ég keyri tölvuna upp á Windows Install CD-diskinum þá gefur hún mér ekki möguleika á að formatta, bara repair og install

Diskur sem þarf að formatta: Seagate Barracuda 1TB
Stýrikerfi: Windows Vista Home 64

Einhverjar hugmyndir?

Gunnar

SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Staða: Ótengdur

Re: Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Póstur af SteiniP »

Geturðu deletað partitioninu í windows setupinu?
Þarft að ýta á drive options þarna á hlutanum þar sem þú velur hörðu diskana.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Póstur af Klemmi »

Varstu með hinn diskinn (sem þú ætlar að nota sem backup) tengdan meðan þú settir upp stýrikerfið? Því þá er ágætis möguleiki á að það hafi verið settar upplýsingar inn á hann til að segja tölvunni að ræsa upp af hinum disknum ef þessi var valinn sem primary boot diskur í upphafi.
Ef svo er ekki, þá ættirðu að geta notað FAT32Formatter til að formatta hann fyrst í FAT32 og henda svo út partitioninu og formatta aftur í gegnum disk management í Windows sem NTFS.

Það ber þó að passa sig þegar FAT32Formatter er notaður, þar sem að hann stoppar ekki einu sinni þó þú veljir núverandi stýrikerfisdisk...
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

nighthawk
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2008 16:19
Staða: Ótengdur

Re: Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Póstur af nighthawk »

Bootaðu upp af windows 7 setup disknum (ef þú ert með hann) veldu repair computer,
ýttu á next og svo cancel þar til þú sérð menu með command prompt. Farðu í diskpart,
veldu diskinn, skrifaðu clean all, ef það virkar ekki skrifaðu "select partition #" og svo
"delete partition override" og svo "create partition primary" eða "create partition
primary size=####" ef þú ætlar að hafa fleiri en ein partition.
_________________________________________________________________
Rafvirki, Hljóðtæknir, tölvuviðgerðamaður, tónlistarmaður og almennur tækniáhugamaður
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Póstur af rapport »

Notaðu bara @killdisk suite "ókeypis edition" til að yfirskrifa allan diskinn og formattaðu hann svo...
Svara